Vikan


Vikan - 20.12.1984, Page 6

Vikan - 20.12.1984, Page 6
Texti: Borghildur Anna Þaö er ekkert nýtt að Metropolitan Museum í New York hýsi listsýningu og kannski ekki heldur að listin sem þarna er á ferðinni reynist í fataformi. En eitt er alveg nýtt af nálinni á nýj- ustu sýningu þessa sama safns — hönnuðurinn sem allt snýst um er ennþá sprelllifandi! Og það sem meira er, þarna er um yfir- litssýningu að ræða, handa- verk hans eftir 25 ár á toppn- um. Sá eini sanni YSL eða Yves Saint Laurent er lista- maðurinn sem fyrr er getið og segja má að sigurgangan hefjist með sýningu i tískuhúsi Dior í París. Stofn- andinn var að draga sig mikið í hlé, nýi hönnuðurinn var aðeins 21 árs gamall og frumraunin var hin fræga „trapeze"lína. Þá strax varð lýðum Ijóst að þarna var snillingur að verki. í dag eru 25% af prét-á-porter útflutn- ingi Frakklands vörur frá hans hendi. Hann fæddist i Alsír árið 1936 og opnaði sitt eigið tískuhús í París árið 1962. Twiggy wearing an "African'’ dress as il appeared in Vogue (March 1967) photographed by Bert Stem fc Víkan 45. tbl. 1

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.