Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 7

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 7
Tveir strákar lyfta hliðinu. Fagnaöaröskur fer um mannfjöldann en keppendurnir láta til sín heyra líkt og lyftingakappar yfir lóðun- um: „Oínk! Oínk, Oínk!” Súrekarnir (þetta er íslenskt nýyrði, fundiö upp í tilefni þessarar greinar, af gamla orðinu sýr sem þýðir gylta og beygist eins og kýr) hvetja hver sinn keppanda, keyra hann spor- um. Raymond, súreki Chiquitu, uppgötvar fljótlega að best gagnar að klappa henni með flötum lófum á lærin aftanverð og hún hendist áfram. Sýrin (gyltan) hægra megin við hana snarstansar allt í einu og súreki hennar steyp- ist fram yfir hana svo bæöi kútveltast á hlaupabrautinni. Sú (það er að segja hún) til vinstri gerir sitt besta til að vinna hlaupið en Chiquita reynist frárri og allir fagna ákaflega þegar hún kemur í mark að loknu 50 metra hlaupinu. Þessi atburður — sem af heimamönnum er tekinn af miklu meiri alvöru en utanaðkom- andi geta ímyndað sér — fer fram í plássi með þýsku nafni í Suður-Brasilíu þar sem búa 35 þúsund afkomendur ítalskra innflytjenda. Staðurinn heitir Frederico Westphalen og er 446 km suðvestur af Porto Alegre. Hlaupabrautin, sem heitir „porkodrome” á máli þarlendra, er hluti af íþróttavelli staðar- ins. Veðhlaup af þessu tagi litu fyrst dagsins ljós á landbúnaðarsýningu í Frederico West- phalen en eru nú orðin ómissandi á sunnudög- um og öllum hátíðisdögum þar á staðnum. Frederico Westphalen hefur gilda ástæðu til að standa fyrir viðburðum af þessu tagi því borgin er í miklu svínaræktarhéraði þar sem 150 þúsund valin eldissvín eru lögð að velli ár- lega. Þetta þykir líka hin besta skemmtun og menn mæta þama árla dags til þess að taka þátt í veömálunum, hrópunum og hinni al- mennu spennu. Ekki mælist þetta þó jafnvel fyrir hjá öll- um. Fyrir nokkrum árum stöðvaði dýra- verndunarfélagið kattaveðhlaup, sem reynt var að koma á laggirnar í nærliggjandi borg- um, á þeim grundvelli að þetta væri vond meðferð á skepnum. Það hefur einnig reynt að skjóta loku fyrir gyltuveðhlaupin. Luis Augusto Muller, svínastórbóndi og upphafsmaður gyltuveðhlaupsins, er alger- lega andvígur sjónarmiðum dýravemdunar- félagsins. „Sá sem segir að þetta sé andstætt eðli svínanna veit ekkert hvað hann er að segja,” segir hann. „Þegar maður opnar svínastíu er ekki aðeins að svínin stökkvi um og leiki sér heldur hlaupa þau svo um munar. Það er aðferð þeirra til að losna við streitu ófrelsisins.” Og ekki verður annað séð þarna á „porko- drome” en það sé öldungis rétt. Um leið og næsta hlaup hefst og hliðunum er lokið upp þjóta þrír næstu þátttakendur af stað. Það þarf varla að hvetja þá. Og Muller er þegar farinn að hugsa um framhald veðhlaupanna. „Það mætti til dæmis hafa lengri braut, kannski hringbraut,” segir hann, „og stilla upp stæðilegum gelti á brautarenda svo gylt- urnarhafitileinhversaðvinna. . . ”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.