Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 20

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 20
 mér og leit á bulluna og sagði: „Dettur þaðekkiíhug, væni!” Frankie pírði á mig augum og gekk frá hnífnum. Hann hafði líka séð lögregluþjónana, en ég sá engan óttavott á honum. „Sjáumst seinna,” sagði hann lágt. Hann sneri sér við og fór. Félag- ar hans eltu hann og ég stakk kylf- unni aftur undir borðiö. Lögreglu- þjónarnir fóru fram hjá og veifuðu mér og ég veifaði á móti. Ég reyndi ekki að fá fleiri viðskipta- vini. Ég settist niður og fékk mér sígarettu. Það komu líka fáir svo að ég byrjaði að safna dótinu saman. Ég hafði selt afganginn af verðlaun- unum manni sem ætlaði suður eftir og átti eftir að láta niður fyrir hann. Klukkan rúmlega ellefu kom Corinne. Hún er dökkhærð og sæt, en dálítill harðjaxl að sjá — og kannski í sér líka. „Sæll, Sam,” sagði hún við mig. „Sæl, elskan. Hvernig gengur?” Hún yppti öxlum og settist inn í búðina mína. „Svona og svona,” sagði hún. „Hvað ætlarðu að gera eftir að við lokum í kvöld? ” „Af hverju spyrðu? ” „Sumar stelpurnar halda partí hjá Rollo. Viltu koma?” Ég vissi að það yrðu margir hjá Rollo það kvöldið, en ég gat ekki hætt að hugsa um þremenning- ana. „Ég held ég komi ekki, elskan,” sagði ég. „Ég fer í fyrramálið og verðaðsofaáður.” Ég hafði grætt níu þúsund sterka þetta misserið og ætlaði að hvíla mig á Miami Beach í nokkra mánuði. Mig langaði æ meira til að leggja af stað því oftar sem ég hugsaði um þremenningana. „Þakka þér samt fyrir, Corry,” sagði ég. „Sjáumst seinna.” Ég slökkti á ljósunum og lét dótið í kassa. Um miðnætti slökktu allir hinir og fólkiö fór út. Ég veit ekki hvers vegna ég var allur á iði. Þremenningarnir höfðu farið í taugarnar á mér. Maöurinn kom að sækja draslið og ég hjálpaði honum að bera það. Við þurftum aö fara fimm ferðir. Svo borgaði hann mér og við kvöddumst og ég fór til að ljúka við þaðsíðasta. Nú var dimmt alls staðar. Ég var alltaf að líta um öxl. Ég var ekki beint hræddur, en mér leið ekki vel. Frankie hafði farið með mig með því að segja „Sjáumst seinna.” Ég tók töskuna mína og ákvað að fara út um hliðardyrnar. Eg var hálfnaður þangað þegar ég sá einhverja skuggaveru nálgast mig. Ég gat ekki einu sinni hlaupið. Skuggaveran kom nær og nær. Svo var kveikt á vasaljósi og mér létti. Ég brosti í útitekið and- lit Fritz næturvarðar. „Gekk þetta ekki bærilega, Sam?”sagðihann. „Jú, Fritzie,” svaraði ég og þerraði svitann af enninu með vasaklút. „Hvað finnst þér?” „Það er búið að læsa aðalhlið- inu,” sagði hann. „Þú veröur sá síðastihéðan.” „Nema þú.” „Ja, ég fer eina ferð enn og læsi svofyrirnóttina.” „Sjáumst næsta sumar,” sagði ég og sló á öxlina á Fritz. Ég kom nær hliðarhliðinu og sá birtuna frá vasaljósi hans í f jarlægð. Ég opnaði stóra járnhliðið og fór út á gangstéttina. Um leið og ég var að loka heyrði ég hvæsið: „Sæll, svindlari.” Frankie stóð skammt frá mér og brostikuldalega. Ég ætlaöi aftur inn en Frankie tók utan um mig og hló illmann- lega. Eg var ekki bara hræddur. Ég var skelfingu lostinn. Ég varð greinilega að berjast fyrir lífi mínu! Ég veit ekki hvað kom mér til að berjast eins og villtur maður. Ég lamdi Frankie beint í magann og hrinti þeim sem stóð fyrir aftan mig beint á járnhliðið. Svo skellti ég því aftur og fannst ég meiri maðurinn. Eftir það sá ég aðeins stjörnur. Sá þriðji hafði lamið mig niður, hugsaði ég um leið og ég lenti á gangstéttinni. Ég hafði steingleymt þeim þriðja. Ég bara lá þarna og reyndi að einbeita mér þegar einhver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.