Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 26

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 26
Afmælisbörn vikunnar: 02 Afmælisbörn vikunnar geta hér iitið á úrval úr af- mælisdagabókum og stjörnuspám sem eiga að geta sagt fyrir um skapgerðareinkenni hvers ein- asta afmælisbarns ársins. 24. janúar: Fólk, fætt þennan dag, er skapgott og hrekklaust. Þaö hefur orö á sér fyrir aö vera vinir vina sinna en velja sér hins vegar ekki mjög umdeilt fólk að vinum. Stundum er það sakað um eigingirni en það er ekki fyllilega sanngjarnt, þaö má fremur orða það svo að það sneiði hjá óþægindum. Það er duglegt og iðiö, hefur áhuga á öðru fólki og er skilnings- ríkt á tilfinningar annarra. Það hefur oft áhuga á tónlist eða öðrum listum og stundum ótvíræða listræna hæfileika. Það gæti náð langt á sviði lista og er líklegt til að reyna fyrir sér í einhverju slíku en þrátt fyrir að af- mælisbörn dagsins séu þolinmóð eru þau ekki nógu drífandi eða óskammfeilin til að njóta sín nema í einstaka tilviki. Ástamálin eru prýðileg og hjónabandið skiptir miklu máli þó kröfuharkan til makans sé ekki mikil. Fólk, fætt snemma sumars, er oft heppilegt fyrir vatnsbera. Happatölurnar eru 6 og 8. Heilsufariö mætti vera tryggara, einkum ætti fólk, fætt þennan dag, að fara vel með sig ef það fær umgangspestir. Þær geta stundum orðið því skæðar því öndunarfærin eru veik fyrir. 25. janúar: Fólk, fætt þennan dag, er skapstórt og þykir stundum nokkuð stórt upp á sig. Það býr yfir margvíslegum hæfileikum og yfirleitt kann það að nota þá. Það nýtur sín yfirleitt best í stjórnunar- og skipulagsstörfum og kann því vel að ráðskast með aðra. Það hefur prýði- lega dómgreind og gerir að mörgu leyti rétt í að fara eftir eigin sannfæringu frekar en að elta skoðanir annarra en má stundum þola að vera talið yfirgangssamt fyrir vikið. Það hef- Fólk, sem fætt er þennan dag, er ekki lík- legt til að feta troðnar slóöir. Það hefur hæfi- leika og lyndiseinkunn til að gera eitthvað allt annað en obbinn af fólki kýs. Þaö hefur eld- móð og hugsjónamennsku að leiðarljósi, fjör- ugt ímyndunarafl og hending ef það lifir hefð- bundnu lífi. Ýmsir yfirskilvitlegir hlutir geta verið því mjög að skapi og ekki er fátítt að þennan dag séu fæddir menn með áhuga og hæfileika á sviði stjörnuspeki og annarra spá- ur yfirleitt jákvæðan áhuga á öðru fólki og oft á tíöum er það mjög virkt í mannúðar- og félagsmálum. Skapið þarf að hemja sé þess nokkur kostur. í ástum fer ekki hjá því að skapgerðin geri afmælisbörnum dagsins nokkuö erfitt fyrir. Þau eru oft á tíöum kaldlynd þótt inni fyrir slái heitt hjarta. Þau hafa mikla þörf fyrir ást og stundum aðdáun líka og falla stundum dóma. í fjármálum ætti afmælisbörnum dagsins að vegna vel þegar fram í sækir. Mannleg samskipti eru ekki sterkasta svið þeirra og þau þyrftu að taka til athugunar að læra að tjá sig betur (ólíklegt að þau taki tilmælin til greina). Samt sem áður hefur heillandi fram- koma og skemmtileg uppátæki yfirleitt þau áhrif á annað fólk að afmælisbörn dagsins verða vinamörg og vinsæl í hópi annarra. fyrir blindri aðdáun annarra. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera svo neikvætt því engin sér- stök hætta er á að þau falli af stallinum, það er helst að kuldaleg framkoma geti sett strik í reikninginn. Heillatölur dagsins eru 7 og 8 og við góðar aðstæður er heilsufarið í prýðilegu lagi en úti- vist og allt sem gert er til að styrkja líkamann er til góðs fyrir börn þessa dags. Ástamálin gætu oröið dálítið yfirborðsleg framan af og mótast nokkuð af hégómagirnd fremur en djúpstæðum tilfinningum en þegar fólk, fætt þennan dag, hefur fundið sér réttan maka er þaö yfirleitt bæði sátt við lífið, ást- fangið og tryggt og trútt. Happatölurnar eru 4 og 8. Heilsufarið er viðkvæmt en við góðar að- stæður ætti það ekkert að þurfa að verða fyrir hnjaski. 26. janúar: 26 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.