Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 34
Vísindi fyrir almenningt Harry Bökstedt Einkaréttur á íslandi: Vikan O viðráðanleg syfja Til er hópur manna sem hefur sérstaka ástæðu til að fylgjast grannt með rannsóknum á þeirri starfsemi heilans sem snertir svefn og vöku, draumfarir og áhrif svefnsins á vöðvaspennu líkamans. Þetta fólk er haldið teg- und af svefnsýki sem kölluð er narkolepsi á erlendum tungum eða svefnsækni. Líf þeirra sem þjást af þessum sjúkdómi er allt annað en þægilegt og er einatt truflað af röskunum á svefni og vöku. Nú geta þeir svefn- sæknu verið eilítið bjartsýnni á að takast muni að finna ráð við þess- um vanda. Helsta einkenni sjúkdómsins er ómótstæðileg syfja hvenær sem vera skal. Svefnþörfin er slík að sjúklingnum er ókleift að halda áfram því sem hann er að fást við, hvort sem það eru dagleg störf eöa að aka bíl. Það sem veldur köstun- um eru oftast snöggar geðshrær- ingar, gleði, reiði eða önnur geð- brigði. Ef maður sem þjáist af svefn- sækni heyrir góða skrýtlu og hlær hressilega getur það verið nóg til þess að hann falli í svefn. Þetta er kannski óþægilegast þegar fólk er glatt á góðri stund, til dæmis við matarborðið, í veislum eða á hápunktum einkalífsins. Til þessa hefur ekki verið neitt lyf til við þessu. Að því er varðar leitina að orsökum þessa krank- leika var það stórt skref fram á við árið 1970 þegar mönnum varð ljóst að dýr geta einnig þjáðst af þessu. I hundum lýsir þetta sér þannig að þeir sofna skyndilega, til dæmis þegar þeir eru í miðju kafi að éta eöa eöla sig. Svefnsækni er arfgeng. Þann eiginleika sjúkdómsins hafa menn nýtt sér við Stanfordháskóla í Kaliforníu þar sem vísindamenn hafa ræktað stofn dobermann- hunda sem allir eru svefnsæknir. Það hefur gert vísindamönnum kleift að rannsaka lífeðlisfræði- lega þætti sjúkdómsins og efna- skipti heilans í veikum hundum. Niðurstöður þessara rannsókna birtust í grein eftir nokkra „svefn- fræðinga” í tímaritinu „Science”, meðal annars þá Ivan Mefford og William Dement sem er vel met- inn í fræðigreininni. Þessir vísindamenn hafa komist að því að í hundum sem þjást af svefnsækni er óeðlilega mikið magn af taugaboðefninu dópamíni á vissum stöðum í heilanum. Dópamín er efni sem veldur því að fólk vakir og getur mikið magn af því þess vegna vart verið orsök svefnsækni, ekki beinlínis. Þetta hlýtur því að eiga sér aðra skýr- ingu. Kenningin er sú að ef dópam- ínstreymið er ekki jafnt og þétt heldur í slumpum leiði þaö til teppu í boðefnaflutningi milli taugaendanna. Og þá fer fólk að syfja. Þessar teppur hverfa fyrir áhrif amfetamíns sem leysir dópamín úr læðingi og hefur almenn örv- andi áhrif á líkamsstarfið. Það er raunar þessi örvun sem er megin- ástæða til misnotkunar þessa lyfs. Eitt af einkennum svefnsýki er óregla í svefnförum. Svefninn fylgir ekki venjulegum ferli sem hefst með draumlausum svefni með hægum heilabylgjum og án augnhreyfinga. Þess í stað fellur sjúklingurinn strax í draumsvefn sem nefndur hefur verið REM- svefn og þessu fylgir máttleysi eins og í svefni. En syfjan er ekki eini vandi svefnsækinna. Flestir þeirra verða fyrir því að missa alian mátt augnablik, sérstaklega ágerist þetta einkenni með aldrinum. Þetta gerist þannig að vöðvarnir bregðast skyndilega. Fólk missir fótanna, handleggirnir leggjast máttlausir niöur með síðum og jafnvel kjálkavöðvarnir, sem not- aðir eru við að tyggja og tala, bregðast. Þessi köst vara í nokkr- ar sekúndur. Þau verða, eins og svefnsækniköstin, þegar fólk kemst í snögga geðshræringu. Hinn frægi breski vísindamaður og læknir Ian Oswald hefur sagt frá því að einn sjúklinga hans hafði vanið sig á að setjast niður ef einhver sagöi honum skemmti- lega sögu. Annar gat aldrei spilað á spil því hann „missti andlitiö” ef hannfékkgóðspil! Svo virðist að sjúklingarnir missi máttinn á sama hátt og sof- andi maður í draumi. Einnig kem- ur fyrir þetta fólk að það „dreymi” í vöku, ýmist samfara vöðvalömum eða ekki. Vöku- draumar af þessu tæi — sem lík- lega væri réttara aö kalla ofsjónir — eru afar óþægilegir og valda ótta sem minnir á martröð. Hundarannsóknimar hafa einn- ig gefið vísbendingar um þetta eðli sjúkdómsins. 1 heilastofni veikra hunda eru óeölilega margir „viðtakarar”. Viðtakarar eru efnasambönd sem taka við boðum frá taugaboðefni, í þessu tilviki acetýlkólíni. Það bendir til ofgnóttar þess boðefnis í svefn- sæknisjúklingum. Vitað er að hægt er að framkalla drauma og draumleysi með því að örva virkni acetýlkólíns í líkam- anum. Nú hefur einnig komið í ljós að efni sem draga úr þessari virkni hafa áhrif á draumsvefn og draga úr hættu á máttleysisköst- um. Heitasta ósk svefnsækinna er því eftir þessum rannsóknum að dæma tvívirkt lyf sem örvar dóp- amínvirkni en dregur á hinn bóg- inn úr acetýlkólínmagni í boðkerfi heilans. Þess háttar lyf eru ein- mitt í prófunum núna. 34 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.