Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 39

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 39
Frábær /yfseði// Fyrst var Jess ánægö meö pillurnar. Þær höfðu bægt frá henni þrúgandi söknuðinum sem heltók hana þegar Harry fór en nú var ár liðið og hún vissi að hún varð að lifa án þeirra eins og hún hafði lært að lifa án Harrys. „Hafðu ekki áhyggjur,” hafði læknirinn hennar sagt. „Þú veist hvenær þú átt aö hætta að taka þær. Líkaminn er dásamleg vél sem veit hvenær og hvernig á aö bæta og laga.” Og henni fannst nú vera tími til aö hætta en glasið fór svo vel í hendi. Á miðanum stóð nafn hennar, frú J. Collins, takist samkvæmt læknisráði. Henni fundust þessar fallegu pillur, sem svo auðvelt var að gleypa, tákn um tækni mannsins. Hún bar eina að ljósinu. Þarna voru óteljandi korn úr einhverjum efnum sem hún þekkti ekki — hún vissi það eitt að þau réöu yfir lífi hennar, ekki hún sjálf. Hún lét þær detta í kjöltu sér, kjöltu sér — hví- líkur brandari. Hún hló gleði- snauðum hlátri. Þessi stóra kjalta — og hún sem hafði komist í þröngar gallabuxur einu sinni. Hvers vegna var lækningin eins sársaukafull og meinsemdin? Pillurnar féllu á svefnherbergis- teppið og sumar fóru ofan í inni- skóna hennar. Hún sparkaði þeim af sér, stökk berfætt út í garð og henti inniskónum í öskutunnuna. Grasið var vott og mjúkt undir fæti. Hún hafði glatað öllum til- finningum. Engin hæð, engin lægð, eilíf meðalmennska. Nægur kraftur til að gera það minnsta sem hægt var til að lifa og ekkert meira. Næturloftið var milt og unaðslegt og óþrifalegur garður- inn gjörbreyttur í tunglskininu. Það var fullt tungl og henni fannst það nálægt, svo nálægt að hún gæti teygt fram höndina og snert það. Hún rétti út handlegginn og felldi garðstól, brosti og rétti hann við, settist undir litla eplatréð og reyndi að einbeita sér. Það var ekki auövelt. Hugur hennar virtist hafa rýrnað. Hún lagði höndina á hrjúfan börkinn. Fingur hennar sögðu hrjúfur, svo sléttur — kaldur en lifandi þó — vaxandi. Hún sleit lauf og bar að vanganum. Svo svalt og ilm- andi. Hún leit á húsið og reyndi að telja múrsteinana upp og þversum og margfalda svo . . . Nei, það var of erfitt. Hún andaði ótt og títt. Hún var hrædd. Nú varð hún að taka pillu. . . Garðstóllinn brotnaði undir um- brotum hennar og hún meiddi sig í fingri. Hún var að því komin að veina þegar hún mundi hvar hún var.. . klukkan var tvö um nótt og hún var úti í garði í náttkjólnum. Þetta var ekki gott fyrir mannorð- iö. Það var þungt loft inni og aftur byrjaði hún að anda ótt og títt. Hún tók um dyrakarminn og hélt sér fast. Það var heill sólarhring- ur frá því að hún haföi tekið eitt- hvað róandi og hún vissi að ef al- vöru Jess vildi lifa varð hún að eyðileggja svefngengilinn Jess. Hún henti sér niður á eldhússtól og byrjaði að teikna á eldhúsblokk, sem hún hafði skilið eftir á borð- inu. „Ég heiti Jessica,” skrifaði hún svo, „og ég er feit. Einu sinni var ég grönn en ég var líka gift einu sinni.” Hún bjó til reiknings- dæmi úr þessum staðreyndum eins og hún hafði gert í tímum í skóla. SKILNAÐUR+PILLUR =FITA JESS Hún strikaði yfir orðin og krypplaði blaðið reiðilega saman. Henni fannst gott að verða reið. Enn hafði hún ekki reiðst yfir því sem gerst hafði. Hún hafði ekki verið reiö yfir öllum kvölunum eftir að Harry fór og því hvernig komið var fyrir henni. Leið. Hrygg. Kennt sjálfri sér um allt og sökkt sér niður í fen sjálfsmeð- aumkunar. Jafnvel dóttir hennar, sem svaf uppi, hafði sagt: „Vertu reið, mamma — brjóttu eitthvað — taktu þessu ekki þegjandi. ” Nei, hún henti ekki hlutum eða braut þá, en. . . nú byrjaði hún að teikna á blaðið. Hún varð að ná í liti. Rautt, svart, grænt. Hún fór upp og inn til Lindu. Dóttir hennar lá í hnipri undir sænginni. Jess tók litakassa af borðinu og fór aftur niður. Hún þurfti stóran flöt. Hún fór með litina inn í borðstofu. Hún tók myndirnar varlega af veggjunum og teiknaði svo hikandi stóran kross á ljóst veggfóðrið. Stjarna kom á eftir og svo hellti hún sér ánægð og sæl út í verkið, teiknaði stór laufblöð og svo blóm. Fram- andi ávextir skiptust á viö óþekkta fugla. Hún kveikti betra ljós til að sjá handaverk sitt betur og svo kveikti hún á útvarpinu til að fá tónlist við vinnuna. Hún teiknaði og litaði. Appelsínugular bárur brotnuðu við skarlatsrauða kletta, fiskarnir stigu dans í djúpunum. Jess söng með tónlistinni og henni leið mjög vel. Litirnir voru upp- eyddir, hana verkjaði í handlegg- inn en henni fannst hún hafa sigrað heiminn. Hún dró gluggatjöldin frá og fannst birtan spilla listrænu áhrif- unum ögn en svo setti hún morgunmat á bakka handa Lindu og bar hann kallandi upp: „Komdu, letingi, og fáðu morgunmat uppi í rúmi hjá mér. ” Linda kom fljótlega en mót- mælti þó: „Mamma, ég er í fríi og það er svo snemma dags.” Samt byrjaöi hún að borða brauðið af áfergju enda átti hún ekki við offitu aö stríða. „Manstu að þú sagðir mér að verða reið, Linda? Sagðir að ég ætti ekki að taka þessu þegjandi og veraþunglynd?” „Áttu við að þú hafir mölvað alla diskana og þessir séu einir eftir heilir?” sagði Linda. „Auðvitað ekki en ég fann dálít- ið annað sem hjálpaði mér og mér líður betur.” „Hvað er það? Haltu mér ekki í ofvæni!” „Farðu niður í stofu og sjáðu. ” „Ég geriþað.” Linda masaði alla leiðina niður stigann og giskaði á hitt og þetta sem hún sagði að mamma sín hefði gert. Svo heyrði Jess Lindu þagna þegar hún kom að stofunni. Smáþögn, svo gleðihróp og Linda kom hlaupandi upp stigann. Hún hossaði sér hrifin á rúminu. „Þú ert hetja, mamma. Þetta er stórkostlegt. Það getur ekkert læknað þig ef þetta getur það ekki. Svo finnst mér að þú ættir að fara í myndlistarskóla því að þú hefur hæfileika.” Jess henti kodda í hana og þær kútveltust um hlæjandi, hentu brauðmolum út um allt og muldu pillur undir fótunum. En það skipti engu máli því að næturleið- angurinn til að finna hina sönnu Jess hafði heppnast og í dag ætlaði hún að horfast í augu við heiminn. FITA+JESS=LÆGÐ SKILNAÐUR Patricia A. May © Europa-Press AB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.