Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 40

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 40
Fimm mínútur með Willy Breinholst Aumingja kisa litla Maríanna var reglulega áköf á svipinn þegar hún reif upp hurðina á vinnuherberginu mínu. Andartak var ég sannfærður um að fljúgandi diskur hefði lent á flötinni fyrir utan húsið okkar og vandamálið væri að þessir litlu marsbúar væru trítlandi og trampandi út öll blómabeðin hennar. En svo voðalegt var það nú sem betur fór ekki. — Kötturinn, sagði hún, hann klifraði upp í perutré. — Skítt með það, sagði ég hug- hreystandi. Við eigum nóg af perum samt. Leyfðu honum bara að fá sér nokkrar . . það er að segja ef þær hafa vaxið í hlýjunni undanfarið. — Hann kemst ekki niður. Hann er svo óhamingjusamur, veslings litla skinnið. Þarna situr hann og mjálmar ámátlega eftir hjálp. Þú verður að komastrax. Ég fór út og virti köttinn og perutréð fyrir mér dágóða stund. Kötturinn hafði klifrað eins hátt upp og hann komst og langt út á grein þar sem hann sat og vældi ámátlega. — Gerðu eitthvað, strax, sagði Maríanna óþolinmóð. — Kis, kis, kis! kallaði ég. — Mjááááá . . . sagði kisa. Við vorum jafnnær. — Náðu í skál með mjólk í, skipaði ég, og Maríanna náði í mjólkurskál. Ég ýtti henni undir perutréð. — Indæl mjólk, sagði ég, komdu nú, kisa mín! Kisa kom ekki. — Náðu í mús. — Mús? Hvar í ósköpunum ætti ég að ná í mús? Vertu ekki svona vitlaus. Reyndu nú að hugsa áður en þú talar! Ég setti reykta síld á hrífu og lyfti henni svo eins hátt upp með trénu og ég gat í von um að kræsingarnar lokkuðu kisu niður. — Þú nærð henni aldrei svona. — Hvernig þá? Eftir því sem ég komst næst voru ekki önnur úrræði til en að fella tréð. En það kom brátt í ljós að ég hafði rangt fyrir mér. — Þú verður að klifra upp á eftirhenni. — Ég? Maríanna kinkaði kolli. — Já, en ég hef ekki klifrað upp í perutré síðan ég var strákur. Þú mátt ekki halda að ég . . . eins og ég er nú orðinn þungur . . ertu vitlaus, kona! Þetta perutré er líka á hæð við fjögurra hæða blokk! Maríanna sendi mér augnaráð sem lýsti betur en nokkur orð hvaða álit hún hafði á mönnum sem þorðu ekki að klifra upp í eitt aumt perutré. — Ökei! sagði ég til að gera út 40 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.