Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 42

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 42
m Framhaldssaga 15. hluti. C JISTIR ^EMMU „En hvers vegna — hvers vegna?” hrópaði Emma. „Þú stóðst prófið. Þú fullnægðir heimskulegum fyrirmælum þinnar stéttar — sem ég var fullvissuð um að allar væru til aö þjóna æðra skipulagi og dýrlegri útkomu. Af hverju þurrkar þú þér ekki um augun, snýtir þér og ferð aftur þarna inn — þar sem ég er sannfærð um að þú finnur einhverja eftirláta stúlku, fulla aðdáunar, sem hrífst af þér fyrir aö vera svona hugrakkur piltur?” „Hvernig get ég farið inn svona á mig kominn?” sagði hann. „Ég get ekki hætt aö skjálfa. Og — ég er búinn að bleyta mig. ” Emma fékk sting í hjartaö. „Æ, veslings strákkjáni!” hrópaði hún. „Heyrðu — þú kemur meö mér.” Hún greip um hönd hans. „En — lafði Devizes, frú mín góð...” „Komdu. Fljótur. Áður en ein- hver sér okkur.” Hún leiddi hann á hlaupum yfir mánalýst torgið, undir bronsaug- um — eflaust fullum vanþóknunar — sigurvegarans frá Quebec, að litla skrautgarðinum við húsið og garðdyrunum sem opnuðust að stiga beina leið upp á efri ganginn og að herbergjum hennar. „Faröu hljóðlega,” hvíslaði hún. „Þjónustustúlkan mín bíður eftir mér og hún má ekki heyra til þín.” Emma læddist eftir teppalögð- um ganginum með Morris í eftir- dragi, komst að dyrum sínum, dró hann inn, lokaði og læsti. Agnes Reilly hlaut að hafa heyrt það... Bank, bank. „Er eitthvað sem þig vantar, lafði mín?” „Nei, þakka þér fyrir, Reilly.” „Ég vona að þú hafir skemmt þér vel á dansleiknum, lafði mín.” „Þokkalega, þakka þér fyrir, Reilly. Góða nótt.” „Góða nótt, lafði mín.” Fótatakið f jarlægðist eftir gang- inum, dyr heyrðust lokast hljóð- lega við hinn enda hans. Emma varpaði öndinni léttar. „Jæja þá, Janette Seymour Ung komst Emma aö því að lífið er enginn dans á rósum og allt krefst nokkurra fórna. Hún var uppi á tím-, um sem ekki voru beinlínis neinir kvenréttindatímar en lærði það jafnframt að konur allra tíma hafa með lagi getað komið sínum málum fram og haft þó nokkur áhrif á gang mála í kringum sig. Hún neyðist til að ganga að eiga mann sem er henni lítt að skapi og er tæpast eiginmaður nema að nafninu til og jafnframt lendir hún í hrakningum og ævintýrum sem gera lífið ansi f jölbreytt og sögulegt. Ekki er það þó allt af hinu góða og skuggi atburðar í æsku fylgir henni langt fram eftir árum, eða þar til — nei annars, hér er mál að láta söguna sjálfa tala. — Þessari framhaldssögu hefur oft verið líkt við söguna af Angelique sem að öllum öðrum sögum ólöstuð- um er einhver vinsælasta framhaldssaga sem birst hefur á síðum Vikunnar og er nú eitthvert alvinsælasta efnið á myndbandaleigum landsins. þetta dugði við hana. Nú, nú, ungi maður, hvað á ég að gera við þig?” Hann starði æðislega á hana. „Frú, ég stefni mannorði þínu í hættu. Ég verð að fara héðan. Ég verö...” „Þú verður að fara úr fötunum og þvo þér, svona til að byrja með,” tilkynnti Emma. „Komdu inn í búningsherbergið mitt. Þar er setubað og kanna með heitu vatni til reiðu. Ég ætla að fara og sækja einn af sloppum mannsins míns handa þér að fara í. Ekki standa og glápa á mig, ungi maður. Sinntu sjálfum þér eða á ég að baða þig eins og ungbarn?” Hún fann víðan ullarslopp í her- bergjum eiginmanns síns og fleygði honum inn um dyrnar þar sem hún heyrði Morris busla í set- baðinu hennar. Hún fór aftur inn í setustofuna, hellti vænum koníak- sopa í glas handa sjálfri sér og bætti ölkelduvatni út í. Atburðir næturinnar og hitinn í yfirfullum salnum höfðu í sameiningu gert hana eirðarlausa, fyllt hana af óánægju sem var henni ákaflega framandi. Því skyldi hún annars stika um herbergið eins og hlé- barði, með glas i hendi, hrista púða, setja skrautgripi á sinn stað, rétta myndir? Hvað átti hún að gera viö þennan fáránlega, fallega pilt? Hún hlaut aö vera gengin af vitinu aö fara með hann hingað. Hvaö ef það spyröist að eiginkona hernaðarlandstjórans í Quebec hefði haft ungan undirforingja í herbergjum sínum á meðan aldraður eiginmaður hennar var fjarverandi í stríði? Best aö þurrka blautu fötin hans við eldinn í svefnherberginu og senda hann svo sína leið, þveginn og klæddan. Emma drakk afganginn af koníakinu í einum sopa, hellti aft- ur í glasið, sleppti ölkelduvatninu og kastaði sér með fýlusvip niður á legubekk með silkið flögrandi í kringum sig. Hvað ætlaði pilturinn að vera 42 Víkan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.