Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 44

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 44
Framhaldssaga BROTTFÖR 21. fótgönguliösins frá Quebec var líflegri en ella þar sem dagurinn var unaðslegur, meö heiöum, bláum himni og svalri golu. Síðustu gullnu lauf ársins flögruöu niöur á langa skarlatsrauöa rööina. Emma fylgdist með öllu af svölunum á landstjórabústaðnum með hinn auömjúka Gareth Hemmings tvö skref aftan viö olnbogann í virðingarskyni. Ungi einkaritar- inn lét í ljós þá skoðun sína aö hermennirnir litu glæsilega út — og það var vissulega rétt. Charteris ofursti reið fyrir fylk- ingu sinni á viljugum, svörtum hesti. Þegar hann fór fram hjá bústaðnum skipaði hann mönnum að horfa til vinstri meö drynjandi rödd sem kom turtildúfunum til að fljúga í skelfingu af húsþakinu og beindi augum fimm hundruö og fimmtíu manna fullum girndar að fallegu dökkhærðu konunni uppi á svölunum. Hún veifaði þokkafullt í þakklætisskyni fyrir kveðjuna. Það voru margir í þessari hugrökku sveit sem hefðu kosið að verða eftir í Quebec og spreyta sig viö eiginkonu hernaöarlandstjór- ans fremur en að ganga á móti Könum — og þar var Charteris ofursti engin undantekning. Þrátt fyrir þessa virðingarkveðju vott- aði fyrir gremju í augnaráði hans sem mátti greina þrátt fyrir þau þrjátíu skref sem skildu þau að. Emma velti því fyrir sér með svo- litlu samviskubiti hvaö hann hefði beðið lengi eftir að hún kæmi aftur í messann með sjalið sitt kvöldiö áður. ,,Já, ákaflega glæsileg sveit manna, frú,” endurtók röddin viö olnboga hennar. „Vissulega rétt,” sagði Emma „Önnur deildin er rftjög glæsi- leg,” sagði Hemmings, „Taktu eftir þeim þegar þeir fara fram hjá,frú.” „Já, það skal ég gera,” sagði Emma. „Viltu vera svo vænn að benda mér á þá þegar þeir eru komnir á móts við okkur? ” „Það verður varla nauðsynlegt, frú,” var einkennilegt svar einka- ritarans. „Þaö nægir að segja að önnur deildin sé deild Morris und- irforingja. Og sá herramaður gengur fyrir henni. ” Emma hrökk við og mætti augnaráði mannsins. „Er það svo?” tautaði hún. „Og laföin þekkir auðvitað Morris,” hélt Hemmings áfram með hæðnisbrosi. „Að ekki sé sagt náið.” Emma fann heitati roða stíga upp háls sinn og fylla vanga sína og vissi skelfilega af því að meö þessu móti var hún að sýna sektarkennd. Hvað átti hún aö segja? Athuga- semdin var greinilega beitt og átti að særa hana. Að skeyta ekki um hana var að bjóða upp á frekari aðdróttanir. Hér var netla sem þurfti að grípa þétt um og rífa upp meðrótum. „Nákvæmlega hvaö ertu aö reyna að gefa í skyn, Hemm- ings?” spurði hún meö nokkru yfirlæti. Hann svaraði ekki strax heldur horfði á hana á móti, með pírð augu, ljótt bros lék um varir hans. Einhvers staðar langt undan, á brún veruleikans, gall í pípum og trumbum. Hljóðið barst hjá og tramp negldra stígvéla á götu- steinunum hélt endalaust áfram. „Svona nú, frú mín,” sagði Hemmings loks. „Viö vitum vissu- lega að samskipti lafðinnar við foringja tuttugustu og fyrstu hafa ekki einvörðungu verið í veislu- höldum. Og lafðin deildi ekki út eftirlæti sínu almennt, eins og heiðursgesti ber, heldur sérstak- lega — og það sérstökum aðila. Og sá aðili var Morris undirforingi.” Það lá við að hún slægi hann á munninn en hún stillti sig tíman- lega. „Þú hefur verið að njósna um mig, Hemmings,” sagði hún. „Já, frú.” Brosið hvarflaði ekkert. Emma fann nokkuð af sjálfs- öryggi sínu hverfa vegna óhvikuls augnaráðs hans en var langt frá því að gefast upp. Þegar allt kemur til alls, sagði hún við sjálfa sig, hvernig getur hann hugsan- lega vitaö þetta með vissu? „Heyrðu mig nú, Hemmings,” sagði hún með ró sem hún fann áreiðanlega ekki fyrir. „Eg þarf ekki að útskýra eða afsaka hegðun mína fyrir þínum líkum en ég ætla engu að síður að upplýsa sóða- legan lítinn huga þinn um hvað gerðistígærkvöldi.” „0, gerðu það endilega, frú,” sagði Hemmings og brosti enn. „Það verður áreiðanlega mjög fróðlegt.” Enn varöist Emma löngun til að slá hann en hélt áfram. „Hr. Morris var svo vænn að bjóðast til að fylgja mér frá messanum og hingaö. Þaö er upphaf, meginmál og endir þeirrar sögu.” „Og í þakklætisskyni, frú, skemmtirðu þessum göfuga herramanni í herbergjum þínum,” svaraði Hemmings. Emma dró djúpt að sér andann. „Það virðist ef til vill óskiljanlegt þínum líkum, Hemmings,” sagði hún, „en í því upplýsta samfélagi sem ég óx upp í má kona bjóða herramanni vínglas í herbergjum sínum án þess að eiga á hættu að sverta mannorð sitt í augum ann- arra en ættsmárra, óhreinskil- inna, ofstækisfullra lítilmenna.” Hann roðnaði ákaft við lag hennar. Þarna fékk hann rauðan belg fyrir gráan, hugsaði Emma. „Einmitt það, frú,” svaraði hann loks. „En ég ímynda mér að jafnvel í upphöfnum kunningja- hópi laföinnar — og þar tel ég með eiginmann lafðinnar — sé það talið ívið of djarft að gift kona taki ungan mann í eina sæng við fyrstu kynni.” I þriðja sinn lá við aö Hemmings einkaritari væri sleginn utan undir í allra augsýn en enn hélt Emma aftur af sér. „Hemmings,” sagði hún. „Eg hef verið ótrúlega þolinmóð við þig. Eg hef reynt að fræða þig um framkomu fólks sem er þér æðra. En þú eyst í sífellu yfir mig sví- virðingum. Eg skal segja þér hvað þú gerir. Þú hirðir þegar í stað föggur þínar og hverfur af heimili mínu strax í dag. Ég skal útskýra brottför þína fyrir sir Claude þegar hann kemur aftur — og ég sleppi engu úr!” „Ætlarðu ef til vill að segja honum frá því, lafði mín, að þú hafir gamnað þér, ekki einu sinni heldur tvisvar, meö Morris unga? Og það á meðan kertið brann — því þú ert blygðunarlaus! ’ ’ Emma átti ekkert svar, enga brynju gegn þessu banahöggi. Hún gat bara starað og bært varirnar í hljóðlausri spurningu. Og sú spurningvar: Hvernig. . . ? Hemmings skynjaði spurning- una. Hann benti eftir suðurhliö hússins, þar sem gluggarnir að herbergjum Emmu voru, á stóran og limmikinn ýviðinn sem óx fyrir utan svefnherbergiö hennar. „Ur ýviðnum,” sagði hann blátt áfram. „Þú — þú fylgdist með okkur?” hvíslaði Emma, allar hugmyndir um mótbárur horfnar. „Þangað til kertið brann niður,” sagöi Hemmings. „Mér fannst frammistaða þín ákaflega fróöleg. Þú ert fæddur kennari, lafði mín. Það myndu margir vilja kennslu í listum Venusar af þínum höndum.” A þessu andartaki dóu síðustu leifar heiðarlega, auðmjúka þjónsins í ímyndun Emmu og hún sá Hemmings glöggt. „Viöbjóðslega svínið þitt!” sagði hún lágt. „Ætlarðu þá aö kúga út úr mér fé?” Hann breiddi út hendurnar, yppti öxlum. „Eigum við fremur að segja það, frú, að ég sé aö benda á þakkarskuld. Fundur ykkar Morris undirforingja er öruggt leyndarmál hjá mér, sömuleiðis þær fremur furðulegu athafnir sem þið þerna þín eigið meðykkur. . . ” „Drottinn minn!” hrópaði Emma. „Er ekkert heilagt fyrir njósnaraaugum þínum?” Hann reyndi árangurslítiö að viröast guðhræddur og fullur heilagleika. „Eg reyni ekki að for- vitnast um neitt,” sagði hann. „Við höfum öll okkar tiktúrur. Sumir elta saklaus dýr merkur- innar á hesti og með hund og byssu. Aðrir” — og hann gaf Emmu þýðingarmikið hornauga — „aðrir eltast við sína líka í losta og siðleysi, sólgnir í hórdóm. Löst- ur minn, ef löst skal kalla, er að auka þekkingu mína á náung- anum með því að fylgjast með á stundum þegar hann veit ekki að með honum er fylgst. ” „Þú ert sóöalega þenkjandi gluggagægir!” hrópaði Emma. „Það er það sem þú ert! ” „Sem yður þóknast, frú mín,” svaraði Hemmings. „Aftur á móti er leyndarmál þitt öruggt hjá mér, eins og ég sagði, og það eina sem ég krefst er þakklæti þitt. Eg er viss um að þú óskar ekki eftir því að ég fari í dag þegar allt kemur til alls.” „Komdu þér burt!” hvæsti Emma. „Eins og lafðin óskar,” sagði Hemmings brosandi. „Það er dap- urlegt, finnst þér ekki, að gangan er horfin fram hjá? Þú hefur verið svo áköf að lýsa yfir sakleysi þínu aö sá samseki fór fram hjá án þess svo mikið sem þið sæjust að skilnaði. Ég kveð þá, frú mín.” Hann hneigði sig hæðnislega og fór. Með svolitlum angistarsting sneri Emma sér viö og horfði niöur eftir strætinu á bak á 21. fót- gönguliðinu: breið bök skeggjaðra frumbyggja með axir um öxl, birgðavagnana aftast og hljóminn frá hljóðpípum og trumbum jafn- fjarlæg og dauf og minning. Hún lokaði augunum. Angur- værö vék fyrir bræði. „Fífl! Fífl!” hvíslaði hún. „Þú blekktir sjálfa þig meö að þú værir að hjálpa hræddum dreng aö finna karlmennsku sína en það var ekki annað en bölvað, siðlaust 44 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.