Vikan


Vikan - 24.01.1985, Qupperneq 54

Vikan - 24.01.1985, Qupperneq 54
Barna—Vikan FÚLL DAGU R Það var komið kvöld og Palli litli lá í rúminu sínu og var í leiðu skapi. Þetta hafði ekki verið góður dagur. Hann hafði verið óþekkur, næstum óþolandi víst, og um kvöldmatar- leytið kom dálítið fyrir sem gerði það að verkum að pabbi sagði hon- um að fara inn í herbergið sitt og hátta sig. — Hugsið ykkur bara — hátta sig þegar klukkuna vantaði að- eins kortér í sjö og það á miðviku- degi í þokkabót og heilar fimm barnamyndir í sjónvarpinu. Já, það var nefnilega þannig að hann átti að fara að sofa og mátti alls ekki koma fram. Og nú var sem sagt komið kvöld. Palli heyrði aö fréttirnar í sjónvarpinu voru búnar og komið að auglýsingum en ennþá hafði enginn litið inn til hans til að athuga hvernig hann hefði það. „Líklega er þeim al- veg sama um mig,” hugsaði Palli og fannst óréttlætið í heiminum bitna eingöngu á sér. Viljið þið fá að vita hvernig þessi dagur í lífi Palla, níu ára,gekkfyrir sig? Hann vaknaði eins og venjulega klukkan hálfátta, borðaði, klæddi sig, fékk nestið sitt og þaut síðan af stað með skólatöskuna á bakinu til Öla vinar síns sem var á sama tíma og hann í skólanum. Það var samfélagsfræði í fyrsta tíma og kennarinn vildi að hver og einn í bekknum teiknaði mynd af fjölskyldu sinni og skrifaði eitthvað um hana. Palla fannst hann bara vera nokkuð heppinn. Heima hjá honum voru þau aðeins fjögur, hann sjálfur, Arna systir hans og svo mamma og pabbi. En þá dundu fyrstu leiðindi dags- ins yfir. Fjölskylduteikningin var ómöguleg. Reyndar hafði Palli alls ekki verið svo óánægður með verkið til að byrja með en Siggi, sem sat fyrir framan hann, hafði snúið sér við og hlegið að myndinni. Palli var í fúlu skapi þegar hann kom heim úr skólanum. Hann spurði mömmu sína hvort hann mætti fá íspinna úr stóra ískassanum í frystiskápnum, en hún sagði að hann hefði ekkert að gera með ís núna. ,,Þú getur fengið appelsínu með hádegismatnum,” sagði hún og æddi um allt með vörurnar sem hún hafði keypt í búðinni á leið úr vinnu. Palla langaði í ís en ekki appelsínu og hann suðaði í mömmu sinni allan tímann á meðan hún var að taka til hádegismatinn. En Palli fékk brauð, egg og appelsínu og engan ís. Eftir hádegi fór hann til Öla og þeir fóru í stjörnustríðsleik og það var einmitt þá sem þriðju leiðindi dagsins gerðu vart við sig. Hann fékk ekki að hafa grænu karlana og fór í vont skap sem leiddi til þess að hann og Öli fóru að rífast — hann sparkaði í Öla áður en hann þaut út um dyrnar heima hjá honum. Hann hljóp heim og skellti útidyra- hurðinni á eftir sér. Hann var næst- um búinn að velta mömmu sinni um koll þar sem hún var að skúra for- stofuna: „Hvaða hamagangur er þetta eig- inlega,” sagði hún, „ertu enn í vondu skapi?” „E-he,” sagði Palli og þaut inn í herbergið sitt og skellti enn einni hurðinni. Hann sat síðan inni í herberginu sínu þar til klukkan rúmlega sex en þá heyrði hann að pabbi hans og Arna systir hans voru komin heim og hann fann yndislega kjötbollulykt inn til sín. Kjötbollur í brúnni sósu voru það besta sem Palli gat hugsað sér í matinn. „Ætlarðu að koma fram og borða ? ’ ’ kallaði pabbi hans. Palli kom fram og sá á svipnum á pabba sínum að hann vissi allt um vonda skapið. „Ég vil bara tvær bollur og sósu en engar kartöflur,” sagði hann. „Þú borðar eina kartöflu með,” sagði mamma hans og kom tveimur 54Vikan4. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.