Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 60

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 60
P/ötudómur með mnbyggðu skítkasti Limahl — Don't Suppose Það segir margt um gæöi einnar plötu ...hversu vel hún situr í manni daginn eftir fyrstu hlustun. Hvað er hægt að muna af henni? I þessu tilfelli var það ekki svo mikið. Astæöan er sú að lögin eru einfaldlega ekki nógu góö og í þeim fáu undantekningum sem á því voru spillti vemmileg pródúsering fyrir. Þannig er nu það að Limahl höföar helst til stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára. Það hafa þeir berlega vitað sem tóku að sér upptökustjórn á þessari plötu. Tim Palmer og De Harris heita þeir og sjá þar að auki um meiri partinn af hljóðfæraleiknum ásamt Limahl sem glamr- ar á hljómborð ásamt Harris. Sá leikur þar að auki á alla gítara eða réttara sagt það litla af gíturum sem er á skífunni. Palmer slær svo slagverk allt og trommur sem skipa öllu stærri sess heldur en gítararnir, eiginlega mætti kalla tónlistina orgeltrommuleik þar sem svo ótrúlega lítið er notað af öðrum hljóð- færum og í þau fáu skipti sem það kemur fyrir er það yfirgnæft í hljóðblöndun af hljómborði og trommum. Þegar ofan á bætist að blessað sándiö er hörmulega ósannfærandi, einhvern veginn er best að lýsa því með „gling-glong”, verður fátt um fína drætti í þetta skiptið. Auövitað eru á þessu undantekningar. Ekki ætla ég að reyna aö telja fólki trú um aö „Never Ending Story” sé lélega samiö lag, það er það alls ekki. En ég get líka fullvissað ykkur um að það er eina lag plötunnar sem ekki er eftir Limahl heldur Giorgio Moroder og er milljón sinnum betur upp byggt (hefur vitlegra viðlag og laglínur), hentar í það minnsta þessum „gling-glong” stíl miklu betur en hin lögin. Þau lög Limahls sem koma hvað næst á eftir þessu lagi eru singlarnir — lögin sem gefin hafa verið út á smáskífum. Síðast sendi hann frá sér „Tar Beach” en það lag, sem í sjálfu sér er ekki svo galið, hefur ágætis viölag og þokkalega laglínu en fær leiðinlega meðferð hjá Harris og Palmer og dettur með því niður í meðalmennskuna þó aö það sé alls ekki merki um að lag verði ekki vinsælt. Lítum bara á vinsældalista rásarinnar sem inniheldur stundum svo mikiö af viöbjóðslegu og vemmilegu lagarusli að hlustendum liggur við uppsölum. Og hver velur svo lögin? Ég hef orðið vitni að því að óprúðir ódámar stæra sig af því að hafa hringt tuttugu (eða reyndar átján) sinnum niður á rás í kosningum og breytt röddum sínum þannig aö (heyrnarlausir?) þáttastjórnendur þekktu hvorki haus né sporð á þeim. Þetta var gert einhvem tímann í september síöastliðnum (aö mig minnir) og dugði ásamt örfáum símtöl- um frá öðrum til að koma Sirius með Spliff vel inn á lista. Það olli því svo aö lagiö fékk spil- un, ekki beint „heavy rotation” en nóg samt til að halda því inni á lista án hjálpar óþokk- anna. Þetta sýnirtvennt: Þáttagerðarfólk, að minnsta kosti í listaþáttum (meö efni af vinsældalistunum), fer eftir hlustendum í vali sínu á músík og hlustendur fara eftir þátta- stjórnendum í vali á uppáhaldslögum sínum. Þessi ófrumleiki vofir þó sem betur fer ekki yfir rásinni allri því annars væri sennilega sami listi núna og var gerður í barnæsku rásarinnar. Nú er ég kominn langt út fyrir efniö. Hvar var ég nú? Já, alveg rétt, hérna. . . Þar sem ég hef ataö þessa skífu út í skít verð ég aö telja henni eitthvað til tekna. Öboj, hvar á ég svo sem að finna það? Já, þarna kom það! Limahl greyinu er alls ekki alls varnað þegar í sönglistina er komið. Hann getur beitt rödd sinni af miklu öryggi og heldur sig þar sem geta hans hlýtur að vera best — á hærri skölunum. Þaö er þó ekki þar með sagt að hann hafi fallega rödd. Það er ég ekki kominn til aö predika. Málið er meira að segja það að hann hefur vemmilega rödd — svona eins og þegar John Travolta stynur í enda lagsins Summer Nights úr Grease. Ofan á það bætist að bakraddir eru í höndum nokkurra kvenna sem eru sama markinu brenndar — væmnar. Að lokum vil ég minnast á aö textarnir taka ekki tali, ekki einu sinni svona smálínu eins og hérna fyrir ofan þannig að þessi málsgrein gæti allt eins fallið niður. 3 «o k. :0 X I- Superman. „Gamli draumurinn um að geta flogiö er aöalatriðið um Superman. Og svo var líka flott, þó að hann væri frá annarri plánetu, aö hann var rómantiskur og varö ástfanginn af Lois Lane. Hann var líka fulltrúi hins góða, elti þjófa og allt það. Svona myndir hafa virkilega góð áhrif, jafnvel þó að þær séu ótrúlegar. Ég man að í fyrstu myndinni fór ég næstum því aö gráta þegar hann bjargaði konunni sem datt úr þyrlunni. Allir í bíóinu klöppuöu, það var svo áhrifamikið. Hvaö ég gerði ef ég gæti flogið? Það væri betra að lifa ef við gætum öll flogið. Samt myndi ég ekki labba um svona klæddur. Ætli ég yrði ekki Superman í gallabuxum.” James Bond. „Mér fannst Roger Moore alltaf betri en hinn gaurinn, Sean Connery. Það er eitthvaö við Moore, hvernig hann glott- ir. Karakterinn Bond er algert karlrembu- svín, hann er mikiö kvennagull og hann er næstum því þorpari. En það er stíll yfir honum og þegar hann er leikinn af Moore hefur hann frábæran húmor. Og þetta líka bros, þegar hálf vörin á honum lyftist og augnabrúnirnar krumpast niður. . . Hann er mikill feröalangur. Næstum því eins og ég.” 6o Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.