Alþýðublaðið - 28.02.1923, Side 1

Alþýðublaðið - 28.02.1923, Side 1
Gefid xxt n.f Alþýðufloklmnm 1923 Miðvikudaginn 28. febrúar. 47. tölublað. föears ELEPHANT CIGARETTES 1 ♦ ♦ ♦ ♦ SMÁS0LUVERÐ 50 AURAR PAKKINN ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD., \ LONDON. «■ ''^to -<► •*&>■ Leikfélan Reykjavtkur. Nýjársnóttin verður leikin fimtuudaginn i. marz kl. 6 síðd. Barnasýning. Aðgöngumiðar seldir sama daginn frá kl. io. Fyrirlestur um stjórnmál og önnur mál íslands í Bárunni fimtudag i. marz kl. 830 e. m. Aðgangur i króna. Seldur í bílætaherbergi Bárunnar fimtudag i. marz kl. i — 8 e. m. Allir velkomnir. Yilh. Theos Jónsson. Frá AlþingL „Sparnaðnr44. Sparnaðarmálin svo kölluðu, frumvörpin um afnám eða sam- eining embætta, eru nú komin í gegnum fyrstu umræðu, þótt ekki gengi það hljóðaláust. í fyrra dag var í Nd. rætt um af- nám biskupsembættisins — þegar núverandi biskup er úr sögunni,' vel að merkja, — og stóð hríðin um það nærfelt þrjár stundir. Börðust þeir gegn frumvarpinu klerkarnir Magnús Jónsson og Sigurður Stefánsson, og flutti hinn síðarnefndi klukkutíma-ræðu, sem eðlilega var að sama skapi rýr sem hún var löng, enda kvað hann sér þetta mál tilfinninga- mál. í>ó var tilfinningin ekki heitari en svo, að hann kvaðst hefða fallist á afnám embættis- ins, ef að því hetði verið veru- legur sparnaður. Annað veifið vildi hann, að í staðinn væru end- urreist biskupsembættin fornu á Hólum og í Ská'holti, og hefðu biskupar þá á hendi kenslu jafn- framt I guðfræði og búskap. Margt. bar fleira á góma, sem hér er ekki rúm að rekja. For- sætisráðherra og atvinnumála- ráðherra vörðu afnámið. Séra Magnús Jónsson kvað með at- námi embættisins þjóðina svifta andlegum forystumanni sínum og þótti skaði að þeim leiðsagnar- missi, sem vonlegt er, eftir að nýlega er komin á prent í >Morgunblaðinu< hin merkilega leiðbeining fyrir Dani um skiln- ing á Matthíasi Jochumssyni eftir núverandi biskup. Urslitin urðu þau, að frumvarpinu var vísað til annarar umræðu með 19:6 atkvæðum að viðlögðu nafna- kalli. í gær kom til umræðu afnám landlæknisembættisins og yfir- skjalavarðarenjbættisins við Þjóð- skjalasafnið. Magnús Pétnrsson andmælti afnámi lándlæknisem- bættisins, og voru röksemdir hans nærfelt hinar sömu og klerkanna daginn áður með þeirri breytingu, að nú kom landlæknir í stað biskups. For- sætisráðherra varði bæði frum- vörpin at kappi, en Bjarni frá Vogi og Magnús Jónsson vörðu þjóðskjalavörðinn, og kom margt einkennilegt fyrir í þeirri viður- eign, Til dæmis brugðu Bjarni Eignist „Kvenhatarann44. Á- skriftum veitt móttaka í síma 1260. og forsætisráðherra hver öðrum úm fjármálavit-leysi, og mátti þá segja, að ýmsum veitti ver, en hvorugum betur. Voru frum- vörpin svo bæði samþykt til annarar umræðu. — Á frumvörp þessi má víst yfirleitt leggja (Framhald á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.