Alþýðublaðið - 28.02.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1923, Blaðsíða 3
ALÍ>ÝÐUBLA»I£> komulagsins, yrði oflangt mál, Allar mögnlegar leiðir voru fundnar til þe9s að plokka og kúga mentunarsnauða alþýðuna og hafa hana að féþúfu. Kvik- myndaleikhúsin, skemtanaskrölt af lægsta stigi, glysvarningurinn og munaðarvörur, bitreiðafarg- anið, sem nú er að verða hrein- asta landplágu, og síðast en ekki síst vínsmyglið í bannland- inu, sem sumir þokkapiitar gerðu að atvinnu sinni og græddu og græða enn drjúgum á og m. fl., — alt þetta átti stóran þátt f því að veikja siðferðið, sýkja hugsunarháttinn og úrkynja þjóð- ina, og það merkilegasta var, að alt þetta kom ofan að frá, en ekki neðan frá aiþýðunni. En alþýðan var að vakna og kenna máttár síns. Það var hún, sem hlaut að knýja hið hreina fram. Það var hún, sem varð að tnka í taumána og berjast fyrir réttlætinu á grundvelli jafnréttis og siðferðisbetrunar, f naíni kær- leikáns og mánnúðárinnar. Það var hinn undirokaði ör- eigalýður, sem tendraði Ijósið, lyfti merJcinu. Mannúðarstofnun svikin urn fé, 8em Mn á tílkall til. Eins og menn rekur minni til, var sámþykt á einum at Kjós- endafélagsfundunum um daginn, að ágóði af aðgöngumiðasölu að fundinum skyldi renna til hjúkr- unarfélagsins >Líknar<. Nú vill stjórn Kjósendafélagsins ekki láta þetta fé áf hendi og ber því við, að ágóðinn hafi enginn orðið. En auðvelt er að gera sér ljóst, að það getur ekki verið rétt. Ef gert er ráð fyrir, að 400 menn háfi keypt aðgang á hverju kvöldi, og það er fráleitt of í Isgt, þá hefir félagið fengið í aðgöngueyri 1200 kr. fyrir öll þrjú kvöldin eða 1080 kr. að frádregnum skemtanaskatti, 120 kr. Kostnaður hefir fráleitt verið meiri á kveldi en 135 kr„ er skiítist þannig niður; Húsnæði 80 kr., auglýsingar 40 kr. og aðgöngumiðar 15 kr., eða 405 kr. alls. Sést þá, að ágóðinn af fundunum hefir verið minst 675 kr., sem hjúkrunarfélagið »Lfkn< á hjá Kjósendafélaginu, en hefir Húsmæð ur! Reynslan mun sanna, uð „Smárasmjörlíkið14 er bragð- bezt og notadrýgst til viðbits og bðkunar. — Dæmið sjálfar um gæðin. Skakan lítur þannig út: Hjálparstðð Hjúkrunarfélags- ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. ii —12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- - Laugardaga . . — 3—4 e. -- verið svikið um greiðslu á. Vita- skuid má þetta ekki við gangast. Stjórn »Líknar< verður að leita liðveizlu yfirvaldanna til að ná rétti sínum. Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aftur. það, og er hún tók' við því, féllu handleggir hans máWlausir á brjóst hans, höfuð hans hné aftur á á bak, hægt andvarp leið frá vöruin hans og hann stirðnaði. Tarzan apabróðir breiddi yfir andlitið. Þau krupu bæði um stund við líkið. Varir stúlk- unnar bærðust. Hún baðst fyrir. Þegar þau stóðú á fætur komu tár í augu apamannsins. Af raunum sínum hafði hann lært aö hryggjast af þjáningum annara. Stúlkan las það, sem á miðanum stóð, með tárin í augunum. Hún starði á það, er hún hafði lesið það. Hún las þessi furðulegu otð tvisvar, áður en hún skildi þýðingu þeirra: jFingtaför sanna, að þú ért lávarðurinn af Greystoke. d’Arnot.“ Hún rétti Tarzan blaðið. „Og þetta hefir hann alt.af vitað," sagði hún, nog sagði þér það ekki?“ „Ég vissi það fyrir, Jane,“ svaraði Tarzan. #En ég vissi ekki, að honum væri kunuugt um það. Ég hlýt að hafa týnt skeytinu kvöldið góða í bið- stofunni. Eg fékk það þar.“ „Á ettir sagðir þú okkur samt, að móðir þin hefði verið apynja, en að föður þinn hefðir þú aldrei séð?“ spurði hún tórtryggin. „Án þín var tit.illinn og eignin mér einskis virbi, elskan inín,“ svaraði hann. ^Og hefði ég tekið þetta af honum, hefði óg rænt konuna sem ég elska; — skilurðu það, Jane?“ Éað var eins og hann vildi afsaka sig. Hún rétti hendurnar yfir líkið og tók í hendur hans. „Og slíkri ást ætlaði ég að hafnai" sagði hún. ' i ' \ : SXVI. KAFLI Greftrun apamanuslns. Daginn eftir lögðu þau af stað til kofa Tarzans. Fjórir Waziri-menn báru líkið af Englendingnum. Éað var ætlun Tarzans að jarða Glayton við hlið- ina á foreldrum sínum í skógarjaðrinum skamt frá kofanum. Tarzasi'Sögurnar eru beztar! Tatzan seldist upp á rúmum mánuði. Hann er nú í endurprentun. Verð 3 kr. Stærð á 3. hundrað síður. Tarzan enýr attur er í prentun. Verð 3 kr. og 4 ki< betri pappír. Sama stærð og Tarzan. Askriftum veitt móttaka á afgreiðslu A1 þ ý ð u b 1 aðsins, Reykjavík. AV. Verið ekki of seinir! Bækurnar sendar frít.t gegn póstkiöfu, séu minst 5 eintök pöntuð í einu. — Sláið ykkur saman t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.