Tíminn - 11.05.1990, Side 18

Tíminn - 11.05.1990, Side 18
18 Tíminn Föstudágúr' 11! rriaí 1990 Sverrir Júlíusson fyrrverandi umdæmisstjóri Kveðja frá Lionsklúbbnum Þór Sverrir Júlíusson, fyrrv. um- dæmisstjóri, alþingismaður og út- gerðarmaður, andaðist 30. apríl sl. Hann fæddist í Keflavík 12. október 1912. Sonur hjónanna Júiíusar Björnssonar sjómanns og Sigríðar Sverrínu Sveinsdóttur. Ætt hans verður ekki rakin hér, en móðir hans er frá Miðbýli á Skeiðum. Þegar Sverrir fermdist var sunginn sálmurinn: Legg þú á djúpid, þú sem enn ert ungur og æðrast ei, þóttstraumuriífs sé þungur en set þér snemma háleitt mark og mið haf Guðs orð fyrir ieiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. (M. Joch.) Sverrir lagði snemma á lífsins djúp. Þegar hann var 15 ára var laus staða símstöðvarstjóra í Keflavík. Hann sótti um starfið og var valinn úr mörgum umsækjendum. En hann varð að hafa ábyrgðarmann þar til hann varð fjárráða. Sýnir það hvað hann hafði strax mikið álit og traust. Var honum veitt staðan 1. okt. 1928 og gegndi hann því starfi til 30.11. 1940. Þegar Sverrir tók við starfinu gerði hann bæn sína og bað að sér yrði veitt handleiðsla og styrkur. Strengdi hann það heit að vera reglusamur og trúr í starfi, þjóna með hlýhug og jákvæðu hugarfari, í þessu starfi svo og öðrum störfum sem honum kynnu að verða falin á lífsleiðinni, en þau urðu mörg Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 t Bróðir minn Skúli Eyjólfur Skúlason Gillastöðum, Laxárdalshreppl, Dalasýslu verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 12. maí kl. 15. Þuríður Skúladóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar Helgi Eiríksson Fossi á Síðu andaðist að heimili sínu 9. maí. Guðrún Björnsdóttir Guðleif Helgadóttir Björn Helgason III 'V Útboð t Kristján Teitsson fyrrum bóndi i Riftúni, Ölfusi Skolagerði 61, Kópavogi er lést 2. maí s.l. verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Ölfusi laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Sigfríður Einarsdóttir Lilja Kristjánsdóttir Hrafnhildur Kristjánsdóttir Alfred Poulsen Ragnar Kristjánsson Anna Guðmundsdóttir Einar Kristjánsson Guðrún Eiríksdóttir Kári Kristjánsson Guðmunda Sigurðardóttir Hörður Kristjánsson Vibeka Kristjánsson Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í endurnýjun hitaveitu neðst í Hverfisgötu frá Ingólfs- stræti, í Hafnarstræti og í Fischersundi. Heildar skurðlengd er um 950 m. Heildarpípulengd (pípur einangrað- ar í plastkápu) er um 1600 m. Verkiö nefnist: Hafnarstræti endurnýjun. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 29. maí 1990, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ábyrgðarstörfin sem Sverrir tók að sér. Hélt hann ávallt sitt æskuheit. Hann var bænheyrður. Öli störf leysti hann vel af hendi og naut í hvívetna trausts og virðingar. Hann setti sterkan svip á störf sín og samtíð. Sverrir hreifst ungur af ung- mennafélagshugsjóninni. Hann var einn af stofnendum Ungmennafé- lags Keflavíkur en það var stofnað 29. sept. 1928. Formaður félagsins 1936 til 1942 og heiðursfélagi þess. Sverrir hóf útgerð 22 ára og var útgerðarmaður tii æviloka. Hann var stofnandi og framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss .. Keflavíkur 1942- 1947. Sverrir stofnaði með öðrum sameignarfélagið Hilmir sf. á Fá- skrúðsfirði 1962. Hann var forstjóri verðlagsráðs sjávarútvegsins 1961-1963. Forstjóri Fiskveiðisjóðs (slands frá 1970 til 1983. í stjórn Fiskimálasjóðs frá 1947 til 1983 og formaður frá 1951. Hann var formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna 1944 í 26 ár og heiðursfélagi þess frá 1970. Sverrir sat í bankaráði Lands- bankans 1965 til 1968 og átti sæti í bankaráði Seðlabankans frá 1969 til 1982, þar af formaður í tvö ár. Auk þess sem hér er getið gegndi hann fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum í atvinnu- og félagsmálum. Átti sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags Keflavíkur um árabil og formaður þess 1937 til 1941. Sverrir var í kjöri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjaneskjördæmi 1963 og 1967 og hlaut í bæði skiptin sæti landskjörins alþingismanns og sat á Alþingi til 1971. Sverrir var búsettur í Keflavík til ársins 1945 en flutti þá til Reykjavík- ur. Sverrir gekk í Lionsklúbbinn Þór 1967. Það var mikil gæfa að fá hann í Þór og til starfa fyrir Lionshreyfing- una. Hann varð strax áhrifamaður í Þór og Lionshreyfingunni. Leiðandi, leiðbeinandi og hvetjandi félagi frá inngöngu í Þór til hinstulítundar. Hann varð ritari Þórs 1971 til 1972 og formaður 1975 til 1976. Undir hans leiðsögn og handleiðslu var gott að starfa. Sverrir var umdæmis- stjóri í umdæmi 109A 1977 til 1978. Sat alþjóðaþing Lionsmanna í New Orleans árið 1977. Árið 1987 var hann gerður að Melvin Jones félaga. Sverrir var sannur lionsmaður. Að leiðarlokum þökkum við fé- lagar í Þór og Lionshreyfingunni öll þau góðu störf sem hann vann fyrir Þór og Lionshreyfinguna. Samfylgd- in með honum var góð, lærdómsrík og þroskandi. Við heiðrum best minningu hans með því að efla starfsemi Þórs og Lionshreyfinguna. Undirritaður færir honum persónu- legar þakkir fyrir vináttu og tryggð. Hinn 30. apríl vissi hann að stund- in var komin. Hann bað fyrir kveðju til Þórsfélaga og kvaddi án kvíða og í öruggri trú á framhaldslíf og endur- fundi við ástvini. Við vottum eiginkonu hans, Ingi- björgu Þorvaldsdóttur, börnum og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning hans. F.h. Lionsklúbbsins Þórs Hclgi Ólafsson Rósa Jóhanna Sigurþórsdóttir Faedd 13. júní 1935 Dáin 22. mars 1990 Aðeins nokkrar línur um vinkonu mína Rósu Jóhönnu. Mér aldeilis krossbrá er ég fékk upphringingu frá Grundarfirði sunnudaginn 9. apríl. Það var Guðbjartur Cecilsson, eiginntaður Rósu, sem hringdi og tilkynnti mér lát Rósu. Það hafði alveg farið framhjá mér í fréttum. Að vísu var ég búin að lesa um í blöðunum að kona hefði verið skorin upp við brjósklosi og dáið af völdum þess, en að mig óraði fyrir því að ég þekkti konuna, það hvarflaði aldrei að mér. Það er oft skammt á milli lífs og dauða. Það sýnir sig í þessu tilfelli. Hún hefur í skyndi verið kölluð til annarra starfa og þykir mér það ekki skrýtið því allir vilja hafa jafnljúfa konu í vinnu hjá sér. Við Rósa kynntumst á Heilsuhæl- inu í Hveragerði fyrir þremur árum. Tókst með okkur kær vinátta frá fyrsta degi er við tókum tal saman. Höfðum við lík áhugamál, vorum báðar bindindismanneskjur, áhuga á söng, góðri tónlist, gönguferðum og síðast en ekki síst töluðum við Grundarfirði mikið um trúmál og um heimili okkar. Við vorum báðar svo lánsam- ar að eiga yndislega menn sem hægt var að treysta, yndisleg börn og barnabörn sem öll voru í fjarlægð. Rósa skifti aldrei skapi, hún kom til dyranna eins og hún var klædd, alltaf hrein og bein þannig að maður vissi alltaf hvar maður hafði'hana. Það er gott að kynnast slíkri mann- kostamanneskju. Einnig var ég svo lánsöm að kynnast seinni manni hennar, Guðbjarti Cecilssyni. Hann kom á eftir konu sinni til Hveragerð- is sér til hressingar og hvíldar eftir mikið slys. Hann sýndi þvílíkt æðru- leysi, var sko ekki aldeilis að kvarta þó að honum liði oft illa. Það var yndislegt að sjá hvað þau báru mikla virðingu hvort fyriröðru. Égdauðöf- undaði hana að hafa manninn hjá sér en auðvitað þakkaði ég Guði fyrir það að minn maður var heill heilsu þó að það hefði verið dásam- legt að fá að hafa hann hjá sér. Ég kom oft inn á herbergi til þeirra og drakk með þeim kaffisopa, þá var oft glatt á hjalla, eins og raunar alltaf nálægt Rósu minni. RIKISSKIP Sími: 28822 Vegna útfarar Guðjóns F. Teitssonar, fyrrverandi forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, verða skrifstofur vorar og vöruafgreiðsla lokaðar í dag, föstudaginn 11. maí, frá kl. 1400. Skipaútgerð ríkisins Reykjavík Lokað Vegna jarðarfarar Sverris Júlíussonar, fyrrverandi forstjóra, verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12 á hádegi í dag föstudaginn 11. maí. Fiskveiðasjóður íslands Þó að kynni okkar yrðu ekki löng þá urðum við strax svo kærar hvor annarri. Sögðum við stundum að það væri engu líkara en við hefðum þekkst í fyrra lífi. Ég vissi oft hvað Rósa hugsaði og gagnkvæmt. Það er erfitt að trúa því að Rósa sé dáin en staðreynd eigi að síður. Ég finn fyrir tómarúmi við tilhugsun- ina um að hitta Rósu ekki oftar á þessari plánetu, en ég trúi því að við eigum eftir að hittast aftur á öðru tilverustigi og getum þá sungið sam- an á ný. Ég veit að Rósa hefur fengið góða heimkomu. Ég kveð þig, kæra vin- kona, minninguna um þig geymi ég í huga mínum og mun biðja fyrir þér í bænum mínum. Elskulegi Batti minn, missir þinn er mikill, en ég vona að góður Guð mildi sárin er fram líða stundir. Börnum hennar og barnabörnum og öðrum aðstandendum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur, en munið að þið eigið góðar endurminningar sem enginn getur tekið frá ykkur. Minningarnar verða ógleymanlegar og oft rifjaðar upp í góðum vinahópi. Að lokum læt ég fylgja hér Ijóð eftir tengdaföður minn Sigurð Gísla- son sem heitir „Tár“. Ég er hardur og hljóður. Ég er hrímaður grár. Visinn gleðinnar gróður. Ég er glapinn og sár. - Ég var glaður og góður með geislandi brár. Er nú ómvana óður og á ekki tár. Ég hef lifað og látið allt í Hfinu falt. Hvarf mér meðalhófsmálið og í muna varð svalt. Nú er stórmennskustátið orðið stirðnað og kalt. Ó, að ég gæti grátið. - Ég vil gráta mitt allt. Tár, sem laugandi leika um lífsflekkuð tröf, eru vinir hins veika og viskunnar höf. Tár í bölinu bleika væru blíðasta gjöf - er ég raunklökkur reika yfir rósanna gröf. Guð blessi minningu Rósu. Hildur Kristín Jakobsdóttir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.