Alþýðublaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 2
2 Rauíir þræðir. Eftir Agúst JÓhannessotí. V. Ljós í myrkri. »Ég veit, að það sigrar, snm aflsmunirm á, að ofbeldismenn skulu hverfa, því sterkari’ er ijöldinn og meira sin má, ef málið til stáls kynni sverfa. • Og sigurbraut fólks’ opna forystur þær, sem falla nú örar og merk- inu nær.c Stephan G. Stephenssen. Eftiir því, sem samtök verka- manna urðu þroskaðri, varð and- staðan harðari. Fyrst voru samtökin mynduð í því augna- miði að berjast fyrir kaupktöfu verkamanna, en brátt kom það í ljós, að samtökin voru ekki bygð á nægilega tryggum grund- velli til að hafa nægileg áhrif á stjórn og löggjöf þjóðarinnar, því að reynslan er, að sá, sem hefir mest völdin, hefir tögl og halgdir í öllum úrskurðarmálum. íslenzki verkalýðurinn varð þvi að mynda sér stefnuskrá, sniðna eftir stefnu erlendra verkalýðs- flokka, sem í öilum höfuðdráttum var sniðin eftir grundvallarat- riðum jafnaðarstefnunnar. í>ar með var því slegið föstu, að verkamannaflokkurinn . íslenzki starfaði sem sjálfstæður stjórn- máiaflokkur fyrst' og fremst með því að fá bætta löggjöf landsins, en til þess að ná því varð hann að koma sfnum eigin mönnum í sem flestar opinberar stöður og stjórnir og koma atvinnumálun- um og yfirleitt öllum þjóðþrifa- málum í viðunanlegt horf. Verkamannaflokkurinn eða Ál- þýðuflokkurinn veitti því von bráðar töluverða athygli á sér. það var líka eini flokkurinn á stjórnmálásviðinu, sem skreið ekki undir huliðshjálm með skoðanir sínar. Hann var ekki margra ára, er haun gaf það til kynna, að takmark hans væri að gerbreyta iiúríkjandi þjóðfé- lagsfyrirkomulagi og byggja það upp á jafnréttisgrundvelli með því að þjóðnýta alla framleiðslu og starfrækslu í landinu, sem er ; ALÞYÐUBLA ÐIÐ einnig stefna erlendra jafnaðar- mannaflokka. Ekki var laust við, að átvinnu- rekendum þætti stjórnmálaflokk- ur þessi full-umsvifamikiil og höggvá nærri hagsmunum þeirra; gerðust þeir fljótt andvígir hon- um og vildu kveða þennan draug niður, sem yildi tetta fingur út í gerðir þeirra, en það reyndist þeim ofvaxið; hefir baráttan staðið og stendur enn og fer vaxandi með ári hverju, — En snúum okkur nú til sveitanna og athugum, hvað þar var á seyði. Fyrstu stríðsárin þrjú voru regluleg gullnáma fyrir sveitirnar að því leyti, að afurðir landbún- aðarins voru í svo geysilega háu verði. Þetta orsakaði það, að flestar jarðir komust í geypi- verð. Þá risu upp braskarar í sumum kauptúnum, keyptu jarð- irnar okurverði, höfðu máske skifti við eigandann á útlifuðum húshjalli í kaupstað, skófu dyggi- lega grasið at jörðinni og fluttu það svo að haustinu eða vetrin- um til kaupstaðanna og okruðu þar sæmilega á því, en jarðirnar stóðu mannlausar og áhafnar- lausar eftir allan veturinn. Slíkt og þetta varð nú fyrst og fremst til þess, að efnalitlir frumbýling- ar, sem gjarnan vildu búa í sveit, gátu ekki kept við þessa þjóð- arníðinga. Þó varð þetta enn þá tilflnnanlegra sveitunum, þegar aturðir tóku að lækka í verði hjá sveitabændunum. Þá komst jarðabraskið fyrst í álgleyming, og engin nýlunda þótti, þó næst- um þvi daglega væru auglýstar í blöðunum jarðir til sölu, og gæti komið til mála, að skift væri á húsi í höfuðstað landsins og jörð uppi í sveit. Bændurnir . flytja úr sveitinni, áf jörðunum — kjarna landsins — ájnölina, ofan á ríkjandi örbirgð. Sjávarútveguriun er hættur að ganga á sínum betri fótum, hafi hann þá nokkurn tímá gert það; hann gengur nú samt á tréfót- unnm. Gullkistan, hafið í kring- um landið, hefir líka illa verið skafin af innlendum og erlend- um togarabröskurum, sem kunnu ekki einu sinni fótura sínum for- ráð. Jarðir Ieggjast í eyði eða verða óhlutvöndum >spekulönt- um< að bráð. Alþýðan heflr verið leidd úr ánauð sveitanná í örbirgð kaupstaðanna, en bænd- ur segja, að það sé fólkinu, — vinnustéttinni, að kenna, hvernig komið sé í sveitunum; það vilji ekki vera þar. Við jafnaðar- menn mótmælum því. Á Iög- gjafarþingi þjóðarinnar sitjá mið- lungsmenn og minni en það og koma með hvert lagafrumvarpið öðru barnalegra. Alt sparnaðar- hjal og viðreisnartal þings og stjórnar er máttiaust hjál út í loftið. Valdhafar og valdleys- ingjar glápa hver upp í annan, æpa hver ofan í annan: >Það er komið í Ijóta óefnið, þetta með fjárhag þjóðarinnaí og at- atvinnumál. Það verður almenn- ur dauði, ef þessi fólksstraumur heldur átram til kaupstaðannac, og þetta fram eft<r götunum. Engum kcmur til hugar að hreyfa hönd né fót í viðreisnaráttina eða að benda á leiðir út úr þessum ógöngum, og þó ein- hverjum kæmi eitthvað í hug, sem að gagni mætd verða, þá byrgir sá hinn sami það vand- iega. Þetta er stórhættulegt laun- morð. Almenningur veit, að í ó- efni er komið, og veit enda líku, af óyggjandi ráði, sem bætt getur bölið. Því ekki að láta það skýrt og skorinort í ljós og krefjast þess, að því verði fram- iylgt. Það þarf að ýta nógu fast á ettir. Nú kunna menn ef til vill að spyrja: Sér þú þá nokkurt ráð til að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem komið er í? Já, ég sé ráð eða við jaínaðarmenn sjáum það, en við viljum þá spyrja ykkur, sem standið fyrir utan flokk vorn: Viljið þið fylgja Alþýðuflokknum að málum? Ef þið viljið það, þá nær það tram að ganga; annárs ekki. Engar vtfilengjur, ekket't hik má ' þar að komast. Við eigum að snúa við og breyta straumrásinni með skyn- samlegum ráðum og fyrirhyggju, ekki úr örbirgð í ánauð, sem áður var, heldur til frjálsara og þroskámeira lífs, Alþýðuflokkurinn er ljósið í myrkrinu, flokkurinn, sem vill og mun skapa hverjum einstak- lingi gæfuríka framtíð. Fylgið honum og styrkið hann; það er vegurinn til lffsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.