Vikan


Vikan - 05.02.1987, Side 25

Vikan - 05.02.1987, Side 25
Við komumst ekki Rætt viö Guntihildi Gunidaugsdóttur sem búsett er í Portúgal Þó langt sé frá Ólafsfirði til Lissabon unir Gunnhildur sér vel í nýju umhverfi. Hér er hún ásamt sonum sínum tveim. Henrique Garcia, eiginmaður Gunnhildar, er fréttastjóri kvöldfrétta í portúgalska sjón- varpinu og þekktur mjög í heimalandi sínu. Forsíöumynd af honum á vikuriti sem kom út nýlega. Þessi heimsókn var sú fyrsta, en ekki sú síðasta, til Gunnhildar á heimili hennar í Parede, smábæ við Lissabonströndina, á leiðinni til Estoril og Cascais. Hún býr þar ásamt eiginmanni sínum, Henrique Garcia, fréttamanni hjá portúgalska sjón- varpinu, og tveimur sonum, tveggja og þriggja ára. Nú um jólin kom Gunnhildur með fjölskyldu sína til íslands og dvaldist hér um hátíðarnar. Hún lét tilleiðast, þegar ég bað hana um viðtal fyrir Vik- una, þó að hún segðist lítið vera fyrir að láta bera á sér. Hún kemst þó varla hjá því úti í Portúgal, þar þekkir hvert mannsbarn Henrique því að hann er fréttastjóri kvöldfrétta rásar 1 og les fréttirnar. Það er því ekki óalgengt að rekast á myndir og fréttir af Henrique Garcia og fjölskyldu þegar mað- ur flettir portúgölskum blöðum. En nú er Gunn- hildur komin í kaffi til mín, aldrei þessu vant, ég byrja á áhugamálum íslendinga, ætt og uppruna. 6. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.