Vikan


Vikan - 06.08.1987, Qupperneq 9

Vikan - 06.08.1987, Qupperneq 9
Leg á leigu Vestur í Bandaríkjunum fer fjöldi með- göngumæðra stöðugt vaxandi. Meðgöngu- mæður eða surrogates, eins og þær nefnast á ensku, eru konur sem ganga með og ala böm fyrir annað fólk. Þær gera samning við væntanlega viðskiptavini sem í flestum tilfellum em bamlaus hjón. Þau semja um ákveðna upphæð sem meðgöngumóðirin fær fyrir að ganga með bamið og hún afsal- ar sér á hinn bógjnn öllum rétti yfir baminu. Getnaðurinn fer svo fram með tæknifijóvg- un þar sem egg meðgöngumóðurinnar og sæði foðurins em sameinuð. í níu mánuði er vöxtur og viðgangur bamsins eingöngu á ábyrgð móðurinnar en að lokinni fæðingu lætur hún það þegar í hend'úr foðurins og konu hans. Aðgerðir af þessu tagi hafa valdið miklum deilum. Flestum era eflaust í fersku minni réttarhöld vegna litlu stúlkunnar „Baby M“ sem stóðu yfir síðastliðinn vetur. Forsaga málsins var á þá leið að ung kona, Mary Beth Whitehead, tók að sér að ganga með og ala bam fyrir hjónin William og Elizabeth Stem. Samkvæmt samningi, sem þau þijú gerðu, gekkst Mary undir tæknifijóvgun þar sem sæði Williams var sameinað eggi Mary og fyrir þessa að- stoð greiddu hjónin ungu konunni 10.000 dollara eða tæpar 400.000 krónur. Níu mánuðum síðar ól Mary stúlkubam, Baby M. Þegar William og Elizabeth komu til þess að sækja bamið hafði Mary fengið eftirþanka og nú neitaði hún að láta bamið frá sér. Hjónin ákváðu að vísa málinu fyrir dóm og eftir löng og ströng málaferli unnu þau réttinn yfir baminu nú í vor. Mál þetta var um margt sögulegt. I fyrsta sinn vom þessar sérstöku meðgöngur og lögmæti þeirra tekin til ítarlegrar umfjöllun- ar, menn veltu fyrir sér réttarfarslegri stöðu meðgöngumæðra og loks var komist að þeirri niðurstöðu að yfirráðaréttur skyldi vera í höndum lánshafa legsins, þ.e. föður bamsins og eiginkonu hans. Ýmis ríki Bandaríkjanna hafa þegar sett bann við gerð meðgöngusamninga. Þar hefur þorri almennings látið í ljós megna andúð á þessum aðfömm. Önnur ríki íhuga að leyfa meðgöngusamninga sem verða þó að uppfylla ýmis skilyrði. I fyrsta lagi verð- ur þess krafist að meðgöngumóðir geri einungis samning við hjón og að eiginkonan sýni fram á það með læknisvottorði að hún sé óbyija. Þá afsalar meðgöngumóðirin sér öllum rétti yfir baminu strax við fæðingu þess. Á hinn bóginn verða hjónin að taka við baminu. Þeim má ekki snúast hugur, jafnvel þótt bamið sé vanskapað eða þroskaheft. Nú standa einmitt yfir réttar- höld í máli þar sem slík staða kom upp. Kona að nafni Nancy Stiver gerði með- göngusamning við hjón nokkur. Bamið fæddist hræðilega vanskapað. Hjónin heimtuðu að gerð yrði ítarleg rannsókn á baminu og kom í ljós að vansköpun þess stafaði af erfðagalla sem mátti rekja til móðurinnar. Þegar þessi úrskurður var staðfestur þvemeituðu hjónin að taka við baminu og kröfðust endurgreiðslu. Nancy Stiver hefur hins vegar kært hjónin. Hún trúir ekki úrskurði læknanna og segist hafa verið fijóvguð með sæði sem sýkti hana af herpes og þvi hafi bamið orðið eins og það er. Loks hefur komið upp sú hugmynd að meðgöngumóðir fái 20 daga umhugsunar- frest eftir að getnaður hefur átt sér stað. Á þessu tímabili mætti hún rifta samningnum og eyða fóstrinu eða ákveða að eiga bamið sjálf. Ef slíkur umhugsunarfrestur yrði gef- inn fengi meðgöngumóðirin greiðslu eftir fæðingu bamsins en ekki fyrirfram eins og nú tíðkast. Það em þó litlar líkur á að lög um með- göngumæður verði sett í bráð. Þessi mál em enn mjög erfið viðfangs og til viðbótar hefur þorri almennings litla samúð með meðgönguliðinu. Þá hafa menn velt fyrir sér ýmsum spumingum sem verður að svara. Gæti kviðdómur til dæmis úrskurðað meðgöngumóður óhæfa til þess að ala upp bam sem hún hefur lofað að gefa ef þessi sama kona þykir fullfær um að ala upp sín eigin böm? Hver á rétt yfir baminu ef fað- ir þess deyr meðan á meðgöngu stendur; meðgöngumóðirin eða eiginkona föðurins? Og loks hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort leyfa eigj piparsveinum að leigja leg. Allar þessar spumingar em feikilega umdeildar og sýnist sitt hveijum. Þrátt fyrir allar málaflækjur og mótsagn- ir færast meðgöngur af þessu tagi stöðugt í vöxt og er þetta þegar orðin blómleg at- vinnugrein. Til dæmis hafa þónokkrir lögfræðingar grætt stórfé á meðgöngusamn- ingum en þar hafa þeir gegnt hlutverki milligöngumanna. Nú hefur hópur lögfræð- inga ákveðið að setja á laggjmar umboðs- skrifstofur fyrir meðgöngumæður. Lögfræðingamir em metnaðargjamir og gera miklar kröfur til væntanlegra með- göngumæðra. Þær verða að vera gáfaðar, hraustar og umfram allt fallegar, enda segj- ast þeir ekki vilja fjölga vesalingum í heiminum. Viðskiptavinimir verða heldur ekki af verri endanum því lögfræðingamir ætla að fara fram á allt að 1.000.000 króna greiðslu fyrir hvert bam. Nú em um 50 milljónir munaðarlausra bama í heiminum. Flest eiga sér hvergi skjól, svelta og deyja drottni sínum. Á meðan borga forríkir bamleysingjar himin- háar upphæðir fyrir leiguleg og ýmiss konar málaferli sem því fylgja. Væri þeim ekki nær að taka að sér eitthvert þeirra bama sem þegar er fætt? Mynd: helgi skj. friðjónsson 32 TBL VIKAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.