Vikan - 13.08.1987, Síða 8
bærinn á Gufuskálum fór i auðn en „túninu grand-
ar sandQúk i mesta lagi, svo að moka þarf að
húsum eftir hvert norðan stórviðri".
HÚSFREYJAN
Á GUFUSKÁLUM
Svo sleppt sé löngum kafla i merkilegri sögu
Gufuskála er þess næst að geta að árið 1931 gaf
Elínborg Þorbjarnardóttir, þávcrandi húsfreyja á
Gufuskálum, út litinn, prentaoan bækling sem
nefndist einfaldlega „Gufuskálar". Þar segir hún
sluttlcga frá jörðinni en víkur síðan að sögninni
um Gufu landnámskonu. Elínborg heldur því
nefnilega fram að þrátt fyrir góðan efnahag íbúa
á Gufuskálum sé eins og menn kinoki sér við búa
þar vegna bölbæna Gufu. Vist sé að óvenjumarg-
ir skipsskaðar hafi orðið þaðan; líklega farnir að
nálgast annan tuginn. Síðan segir orðrétt:
„Eg sem þetta rita er nú orðin ekkja á Gufuskál-
um, missti mann minn i sjóinn, frábæran dugnað-
armann, sem oft hafði róið aleinn og aflað vel, en
í það sinn voru þrír menn með honum og fórust
allir.
Þessi missir minn, nam mér djúpt að hjarta, og
voru það máske hinar fornu bölbænir, sem jörð-
inni fylgja, scm komu mér til að kaupa þá jörðina,
i þeirri von að ég gæti lagt eins miklar blessunar-
bænir yfir jörðina og hafið, eins og hin gamla
landnámskona lagði bölbænir, svo engin kona
þyrfti framar á Gufuskálum að gráta mann sinn
né sonu drukknaða á hafinu nær Gufuskálum."
BLESSUNARBÆN
ELÍNBORGAR
Elínborg endar síðan mál sitt á bæn sem beint
er gegn 1000 ára gömlum áhrínsorðum Gufu: „Þú
hinn voldugi herra hafs og lands, Drottinn alls-
herjar, blessa þú hafið og ströndina fyrir Gufu-
skálalandi, svo að enginn sem héðan leitar á sjóinn
verði fyrir grandi, né neinn sem leitar hér lands
af sjónum farist. — Þín blessun hvili yfir hverjum
kima og hverjum tanga landsins yfir hafinu og
þeim, sem á jörðinni búa nú og framvegis, meðan
land er byggt.“
Elínborg bjó á Gufuskálum til 86 ára aldurs eða
til 1946. Ekki hefur verið róið þaðan til fiskjar
eftir að hún missti mann sinn og ekki er vitað til
að skipsskaði hafi þar orðið síðan. í túnfætinum
hefur nú verið reistur bautasteinn til minningar
um þessa óvenjulegu konu og bæn hennar. Með
tilliti til sögu hennar á það einstaklega vel við að
lóranstöðin skuli einmitt hafa verið reistt á Gufu-
skálum; ef til vill færir það okkur heim sanninn
um að blessunarbæn hennar hafi haft tilætluð
áhrif.
GÓÐKYNJAÐIR KRAFTAR
Lóranstöðin var reist á sjötta áratug þessarar
aldar og er hún hlekkur í lórankerfi á norður-
hveli sem bandaríska strandgæslan á. Sambærileg-
ar stöðvar cru meðal annars á Grænlandi, i
Færeyjum og á Jan Mayen. Stöðvarnar senda frá
sér sérstök hljóðmerki sem skip, flugvélar og bílar
geta fundið staðarákvörðun sína út frá. Til þess
er nauðsynlegt að hafa þar til gert móttökutæki
og ná sendingum frá þremur lóransendum í einu.
Lórankerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki
þannig að þeir sem þess njóta geta vitað 'nákvæm-
léga hvar þeir eru staddir enda þótt þeir sjái ekki
út úr augum fyrir þoku eða hrið. Hvað sem or-
kunni frá Snæfellsjökli líður má því til sanns vegar
færa að frá Gufuskálum berist ósýnilegir en góð-
kynjaðir kraftar.
Húsin á Gufuskálum eru byggð eftir staðli
strandgæslunnar og það skýrir hve yfirbragð stað-
arins er ameriskt. Enda þótt strandgæslan greiði
rekstrarkostnað stöðvarinnar er öll starfsemi
hennar í höndum íslendinga og undir umsjón
Pósts og síma. Nú vinna þarna 15 fastir starfs-
menn, rafeindavirkjar og vélstjórar; 12 sem búa á
staðnum en 3 sem koma frá Hellissandi.
HIMINHÁTT MASTUR
Vissulega er athyglisvert að bcra saman þá verk-
kunnáttu. sem þurfti til að þurrka fisk i hinum
aflöngu, fátæklegu hraunbyrgjum, saman við þann
tæknibúnað sem þarfi nútímalóranstöð. Aförygg-
isástæðum er að minnsta kosti þrefalt kerfi á
fiestum búnaði lóranstöðvarinnar. Lóransendarnir
eru til dæmis tveir og ef rafmagnið fer af eru tjór-
ar dísilrafstöðvar tilbúnar að fara í gang og
Ytri lendingin á Gufuskálum. Ef
grannt er skoðað sést kjölfar í
Stóruklöpp fremst á myndinni.
framleiða rafmagn. Hins vegar er aðeins eitt send-
ingarmastur. Það er hvorki meira né minna en
412 metra hátt og var hæsta mannvirki i Evrópu
þegar það var byggt árið 1963.
Það var því eícki að undra þótt mastrið teygði
sig langleiðina upp i skýin þegar ekið var úr hlaði
á Gufuskálum. Snæfellsjökullinn lá hins vegar
ennþá undir móskulegri skýjasæng sinni, þögull
um eigin hagi sem annarra. Kannski finnst honum
nóg um þá ósýnilegu orku sem berst reglulega frá
lóránstöðinni en kýs að hvílast sjálfur. Kristleifur
Kolbeinsson, yfirvélstjóri á Guluskálum, sem
hafði verið leiðsögumaður okkar þennan dag, vildi
allavega ekki kannast við neina sérstrauma frá
blessuðum jöklinum: „Ég held að það sé bara
svona til að tala um á hátíðisdögum."
8 VIKAN 33. TBL