Vikan


Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 12

Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 12
Samkomur Krossins eru mjög líflegar. KROSSINN Heimildarmaður: Gunnar Þorsteinsson í ágúst árið 1979 hóf lítill hópur fólks að hittast á samkomum í þeim tilgangi að lofa Drottin. Fólk þetta hafði áður hist í heima- húsum og beðið saman til Guðs, sungið honum lof og lesið Biblíuna. Síðan fyrsta opinbera samkoman var haldin eru tæp átta ár. í dag hefur starfsemi þessa litla hóps auk- ist mikið og margir bæst við. Flestir upphafs- mannanna eiga það sameiginlegt að hafa áður verið starfandi i Hvítasunnusöfnuðinum. Samnefnari yfir hópinn og starfsemi hans er Krossinn. Segja má að Krossinn eigi rætur í hvítasunnuhreyfmgunni. Söfnuðir þessir eru sammála í mörgu en ágreiningsefni eru nokk- ur. Sjálfur skilgreinir hópurinn sig sem hóp af hressu fólki sem á þá ósk heitasta að þjóna Guði í anda og sannleika. I dag eru um 180 manns á skrá hjá söfnuðin- um og sífellt bætist við að sögn forstöðu- mannsins, Gunnars Þorsteinssonar. Flestir meðlimanna eru ungt fólk. Krossinn er kristið trúfélag. Þar er meginá- herslan lögð á að allir fylgi Jesú Kristi og trú á friðþægingardauða hans. Jesús Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Meðlimir Krossins segja að aðeins fyrir trú á dauða hans og upprisu geti menn hlotið eilíft líf. Þetta telja þeir grundvallaratriði sem skilji á milli kristinna manna og ekki kristinna. Einn- ig trúa meðlimir Krossins því að myrkravöldin og djöfullinn séu að verki úti í þjóðfélaginu. „Herra þessa heims er djöfullinn,“ segir for- stöðumaðurinn. „Djöfullinn er alls staðar að verki. Það þarf ekki annað en að labba inn á myndbandaleigu, horfa á sjónvarp eitt kvöld eða skoða sig um á Hlemmi. Alls staðar blas- ir sorinn við.“ Krossinn berst gegn myrkra- völdunum. Þrátt fyrir að vakning sé hjá djöflinum er einnig vakning hjá Guði. Þess vegna þýðir ekki að gefast upp fyrir hinu illa heldur mun Krossinn halda áfram að berjast því samkvæmt Biblíunni sigrar það góða hið illa að lokum. Til þess að berjast gegn hinu illa rekur Krossinn margháttaða starfsemi. Útvarps- stjóri kristilegu útvarpsstöðvarinnar, ÖÍfu, er meðlimur í Krossinum. Samtökin .vinna nú að gerð sjónvarpsþátta í samvinnu við fleiri. í bígerð er að koma upp hljóðveri í húsakynn- um Krossins til að gera mögulegt að hljóðrita hljómplötur með kristilegu efni. Útgáfustarf- semi er rekin af félaginu. Biblíuskóli tekur til starfa nú í haust og síðast en ekki síst má nefna áfangaheimilið sem samtökin reka. Áfangaheimilið var stofnað í mai siðastliðið vor. Markmið heimilisins er að hjálpa þeim sem villst hafa af réttri braut og beina þeim inn á hinn rétta veg sem mörgum reynist svo vandrataður. í flestum tilfellum er um að ræða fíkniefnaneytendur á aldrinum 16 til 30 ára. Krossinn hefur átt samstarf við ýmsa opinbera aðila í baráttunni gegn ávana- og fikniefnum. Til dæmis hefur verið samstarf milli samtakanna og félagsstofnana og heil- brigðisráðuneytisins. Starf samtakanna er fjánnagnað með fram- lögum félagsmanna og með almennum fjáröfl- unarleiðum, svo sem bösurum og jólakorta- sölu. Trúboð er ekki starfrækt skipulega hjá Krossinum heldur kynna meðlimirnir ættingj- um sínum, vinum og kunningjum starf og trú safnaðarins. Þannig berst boðskapurinn áfram, mann frá manni. Meðlimunum eru ekki sett nein boð eða bönn en aftur á móti reyna þeir sem í söfnuð- inum eru að lifa eftir kristilegu siðgæði. Menn drekka ekki áfengi, kynlíf utan hjónabands samrýmist ekki skoðunum hópsins og fíkni- efna á enginn að neyta. Ef einhver hrasar, gerir eitthvað af þessu, er engum refsingum beitt heldur reynir söfnuðurinn að beina við- komandi inn á rétta braut og biður fyrir honum. Eitt af því sem kemur á óvart þegar komið er inn á samkomur Krossins er form þeirra. Krossinn á samkomusal í stóru húsnæði. Þar eru mjög sérstakar samkomur haldnar. Fremst í salnum má sjá hljómsveitargræjur sem strax vekja athygli þegar komið er inn í salinn. Á samkomunum er spiluð rokkuð poppmúsík og önnur létt tónlist samhliða hefðbundnum sálmasöng. Menn tala um að þar mæti þeir Guði. Þeir fá trúarlega upplif- un, syngja með, hrópa, kalla og dansa. Það er því mikið líf og fjör á samkomunum þann- ig að gestkomandi verður stundum nóg um allan hamaganginn. Einnig er predikað á sam- komunum en enginn einn einokar ræðustólinn heldur geta allir safnaðarmeðlimir fengið tækifæri til að tjá sig ef svo ber undir. Krossinn víkur einnig frá siðum þjóðkirkj- unnar með því að boða niðurdýfingarskírn og skírn í heilögum anda með tungutali. Meðlimir eru ekki skírðir sem börn heldur verða þeir að vita hvað fer fram og láta skír- ast af einlægri trú. Athöfn sem þessi, ásamt giftingum og greftrunum, er framkvæmd af forstöðumanni safnaðarins, Gunnari Þor- steinssyni. Forstöðumaður þiggur laun frá söfnuðinum fyrir starf sitt og er hann eini fasti starfsmaðurinn. 12 VIKAN 33. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.