Vikan


Vikan - 13.08.1987, Side 15

Vikan - 13.08.1987, Side 15
þegar það hefur unnið milljón í happdrættinu. En tilfinningin er timabundin og grámi hvers- dagsleikans tekur fljótlega við aftur. Andlegt ástand einstaklingsins getur sveifl- ast ómeðvitað milli þessara sex lægri stiga. Fjögur næstu stig kallast æðri heimar og eru þau varanlegri. 7. og 8. Fræðsla og innsæi eru tvö nátengd stig: Fræðslustigið felur í sér þörf fyrir að fræðast meira og finna ákveðinn tilgang í lífi sinu. Innsæi er náð þegar þessari þörf hefur verið fullnægt og einstaklingurinn fundið það sem hann leitaði að. 9. Bodhisattva: Maðurinn leitar hreinleika og reynir með ósérplægni að minnka þjáningar annarra. Neikvæði þáttur þessa stigs er að sumir geta fórnað sjálfum sér algerlega fyrir aðra en gleymt eigin velferð. 10. Búddatign: Stig hinnar eilífu, sönnu ham- ingju...ástand sem inniheldur fullkomið frelsi sem einkennist af visku, hugrekki, hluttekn- ingu og lífskrafti. ÁSATRÚ Heimildarmaður: Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði Ásatrúarsöfnuður var stofnaður á íslandi árið 1972. Forsvarsmenn fýrirstofnunsafnað- arins voru Sveinbjörn Beinteinsson, núverandi allsherjargoði, Dagur Þorleifsson, Jörmundur Ingi. Jón frá Pálmholti og ýmsir fieiri, bæði konur og karlar. Aðdragandinn var að þessi hópur hafði rætt trúmálin um skeið og leiddu samræðurnar til stofnunar safnaðarins. í söfnuðinn eru skráðir um hundrað með- limir en öllum er heimilt að koma á blót og aðrar samkomur sem haldnar eru á vegum félagsins. Engin inntökuskilyrði eru í félagið en æskilegt er að menn mæti að minnsta kosti einu sinni á ári til blóts. Meðlimirnir koma alls staðar að af landinu og eru úr öllum stétt- um þjóðfélagsins. Yfirleitt eru haldin fjögur blót á ári, eitt á hverri árstíð. í upphafi hvers blóts er byrjað að helga staðinn guðunum. Það er gert með því að ganga kringum svæð- ið og nefna Æsi. Síðan er etið, minni guðanna drukkið og rabbað saman. Blót eru oft haldin úti að sumri til en inni á vetrum. Ekki eru fyrirfram ákveðnir dagar notaðir til blóta heldur eru þau skipulögð með skömmum fyr- irvara. Oftast er þó reynt að halda blót á sumarsólstöðum, 21. júní. Dýrafórnir tíðkast ekki hjá ásatrúarmönn- um nútímans. Þeim finnst ekki við hæfi að drepa dýr að ástæðulausu. Áður fyrr voru dýrafórnirnar að mörgu leyti nauðsynlegar þar sem fyrr á öldum var ekki unnt að geyma kjöt lengi. Til að fá það ferskt þurfti að slátra hrúti eða öðru dýri á blótstaðnum. Nú á dög- um er þetta ekki nauðsynlegt enda segir allsherjargoðinn að dýrafórnir yrðu ekkert nema leikaraskapur ef þær yrðu teknar upp hjá söfnuðinum. Jurtir eru þó notaðar í litlum mæli til fórna hjá ásatrúarmönnum. Þær eru þá lagðar við líkneski til heiðurs guðunum. Sveinbjörn allsherjargoði verður var við mikinn áhuga á félagi ásatrúarmanna á ís- landi. Áhuginn er þó mestur meðal útlend- inga. Þeir bæði skrifa um starfsemina og koma til að kynna sér hana. Ásatrúin fyrirfinnst víða um heim. Til dæmis má finna söfnuði á borð við þann íslenska á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Kanada og Bandarikjunum. Þessir hópar hafa haft mikið samband við íslenska hópinn. Þeir byggja all- ir trú sína á íslenskum heimildum og er sú helsta Snorra-Edda. Erlendis hefur lítið sem ekkert varðveist af heimildum um trúna en fundist hafa trúarlegir gripir. Hugmyndafræði og heimsmynd ásatrúar- manna byggist helst á þeirri hugmynd að til sé eitthvert óþekkt afl sem sameinar lífið allt. Þeir hafa ekki einn ákveðinn guð sem þeir tilbiðja og hafa nokkuð óljósar hugmyndir um í hvaða formi þetta afl er en viðurkenna tilvist þess. Tilgangur félagsins er meðal ann- ars sá að reyna að ná sambandi við þetta óþekkta afi sem þeir telja vera fyrir utan þenn- an heim. Guðirnir úr gömlu ásatrúnni eru ekki aðalatriði hjá félaginu enda var í ása- trúnni fyrr á öldum mjög frjálst hvaða guði menn tilbáðu. Æsirnir eru þó tilbeðnir að vissu marki, eftir því sem hverjum og einum hentar. Einnig er heimilt að tilbiðja landvætti og aðrar máttugar verur. Samband safnaðar- meðlima við aðra trúarhópa er mjög frjálst. Reglur eru þó í gildi um að félagsmenn eigi ekki að þiggja trúarlega þjónustu af prestum annarra safnaða en greftrun þeirra er heimil að kirkjulegum sið. í dag er Þór vinsælasti Ásinn og á félagið líkneski eitt mikið af honum. Meginatriðið í trúnni er að vera í góðu sambandi við náttúr- una. Ásatrúarmenn leggja áherslu á að vera ábyrgir gerða sinna og hafa náttúruverndun einnig að markmiði sínu. Allsherjargoðinn sér urn framkvæmd ýmissa hátíðlegra athafna. Til dæmis sér hann um nafngiftir barna og að gefa saman hjón. Nafngiftin fer frarn á þann hátt að allsherjar- goðinn fer með part úr fornu kvæði sem tengist trúarbrögðunum. Síðan er barnið vatni ausið að gömlum sið. Sveinbjörn hefur framkvæmt nokkuð marg- ar giftingar. Fyrr á öldum virðist giftingin ekki hafa verið sérstök trúarathöfn. Þá var gerður sérstakur samningur milli fjölskyldna brúðhjónanna en þegar gengið hafði verið frá festum var haldin brúðkaupsveisla sem virðist hafa verið hugsuð sem trúaratriði og stað- festing giftingarinnar. Ásatrúarmenn okkar tíma hafa aðlagað giftingarathöfnina breytt- um tímum. Vígslan fer fram með því að Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoöi. allsherjargoði spyr hjónaefnin hvort þau vilji ganga að eiga hvort annað, gerir þeim grein fyrir skyldum hjúskaparins og fær staðfestingu svaramanna á að vígslan hafi farið fram. Hann fer einnig með forn kvæði við athöfn- ina, til dæmis úr Völuspá eða Hávamálum. Eftir vígsluna geta hjónin farið með kvæði ef þau hafa áhuga á. Tekjur safnaðarins eru mjög litlar. í raun hefur hann engar fastar tekjur aðrar en þau gjöld sem renna frá safnaðarmeðlimum gegn- um skattakerfi ríkisins. Önnur gjöld greiða menn ekki til félagsins. Öllum er þó frjálst að greiða meira ef áhugi er á. Félagið er skipu- lagt á þann hátt að níu manna stjórn sér um öll helstu mál sem upp koma. Stjórnarmenn- irnir kallast goðar. Þeir sjá til dæmis um undirbúning blóta. Allsherjargoði er í forsvari fyrir félaginu og sér hann um framkvæmdir einstakra helgiathafna. Ekki er landinu þó skipt niður í goðorð, eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur er landið allt eitt goðorð undir stjórn goðanna níu. Störf goðanna eru ólaun- uð. 33. TBL VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.