Vikan


Vikan - 13.08.1987, Síða 20

Vikan - 13.08.1987, Síða 20
Vikan — eldhús MEXÍKANSKIR HRAÐRÉTTIR Réttir, sem eiga rætur að rekja til Mexíkó, hafa fallið i kramið hjá Bandaríkjamönnum mörg undanfarm ár. Bandaríkjamenn hafa af hugviti útfært mexíkónsku réttina og aðlagað )á hraðmatarmenningunni. Þar oer íelst að nefna ýmiss konar maískorn- cökur með kjöt- og baunafyllingu. ^rægastir rétta eru efalaust tacos, nac- íos og guaccomole, tilvaldir í gestaboð. Tacoskeljar með kjötfyllingu Tacoskeljarnar eða bátarnir fást í verslunum. Það eru maíspönnukökur, tortilla, sem steiktar hafa verið í feiti og siðan beygðar. Skeljarnar eru fyllt- ar með kjöthakki, grænmeti, osti og sterkri sósu. 500 g nautahakk 1 lítil dós tómatkraftur 1 msk. chiliduft !4 tsk. cayennepipar 1-2 bollar vatn /i-l msk. salt Stillið ofninn á 150 gráður. Steikið hakkið á pönnu og hellið allri fítu af. Bætið vatni, tómatkrafti og kryddi á pönnuna og látið sjóða í 10 mínútur. Bætið við vatni ef þarf. Kássan á að vera þykk og vökvalaus. Setjið nokkr- ar matskeiðar af kjöti í hverja skel og bakið í ofni í um 5 mínútur. Við það mýkist skelin, verður bragðbetri og auðveldara er að borða hana. Þegar skeljarnar eru komnar á borðið setur hver matargestur fyrir sig ofan á rétt- inn saxað ísbergsalat eða íslenskt hvítkál, litla tómatbita, rifinn maribó- ost og efst sterka tómatsósu, tacosósu, sem fæst tilbúin á glösum en betra er að búa til heima. Tacosósa 1 lítil dós niðursoðnir tómatar 1-2 hvítlauksrif 1 lítill laukur 1 paprika !4 tsk. cayennepipar !4 tsk. salt 1 tsk. sykur !4 tsk. Aromatkrydd (þriðja kryddið) Saxið lauk og papriku smátt og hitið í matarolíu í potti þer >,ii hvort tveggja er gljáð og mjúki en ekki brúnað. Merj- ið tómatana í hrærivél eða með gaffli og setjið ásamt soði í pottinn. Merjið hvítlaukinn og bætið ásamt kryddinu í pottinn. Kryddið meira eða minna eftir smekk. Látið mesta hitann rjúka úr sósunni. Guaccomoleídýfa. ídýfa þessi er afar vinsæl á mexí- könskum veitingastöðum í Bandaríkj- unum og þá gjarnan borin fram á undan máltíð með svokölluðum nac- hos eða maískökufíögum. 1-2 avókadóperur (eftir stœrð) 2 vel þroskaðir tómatar 1-2 hvítlauksrif safi úr tœplega hálfri sítrónu salt framan á hnífsoddi, nýmalaður pipar eftir smekk cayennepipar framan á hnífsoddi Afhýðið avókadóperurnar og tómat- ana. Merjið þær með gaffli eða í kvörn og hrærið saman. Merjið hvítlaukinn og kreistið safann úr sítrónunni. Blandið öllu saman, kryddið og kælið vel. Berið fram með nachoflögum (fást víða í búðum) eða kexi og snakki. 20 VIKAN 33. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.