Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 26
,,Að opna sjóndeildarhringinn. . ."
leiðendum, kaupmönnum og öðrum sem
áhuga hafa er lx>ðið á hana - ekki ama-
legt fyrir unga hönnuði sem vilja koma
verkum sínum á framfæri.
Til þess er ætlast að verðlaunahafar noti
verðlaunin sem ferðastyrk. Þeim er ætlað
að ferðast til annarra landa og kynna sér
hönnun og framleiðslu á sínu sérsviði.
Verðlaunin, sem Skúlína fékk, voru fyrir
hönnun á pjáturgripum. Þátttakendur í
hennar flokki áttu að ímynda sér að þeir
væru að setja upp sitt eigið verkstæði og
voru beðnir um að setja fram hugmyndir
að vörum sem hægt væri að framleiða á
slíku verkstæði og halda þvi gangandi.
Skúlína hannaði drykkjarílát, glös, könn-
ur, isfötu og ístöng og fleira í þeim dúr
en henni var hrósað fyrir fagurt útlit hlut-_
anna og áferðina sem hún hafði valið.*
Ennfremur fékk hún lof fyrir góðar tækni-
teikningar og skemmtilegar hugmyndir í
sambandi við innpökkun á vörunum.
Við Kristinn mæltum okkur mót við Skúl-
ínu í anddyri húsakynna RSA sem er
mjög virðuleg gömul bygging í miðborg
Lundúna. Við gáfum okkur góðan tíma
til að skoða sýninguna, sem var ansi viða-
mikil, en ákváðum að lokum að fara út
í sólina, setjast á bekk í einhveijum garðin-
um og spjalla saman. Ég komst fljótlega
að þvi að Skúlína er fædd í Reykjavík en
er ættuð af Vestfjörðum og Snæfellsnesi.
Afi hennar var söðlasmiður og sem krakki
kynntist hún leðurhandverki á verkstæðinu
hjá honum.
Mér lék forvitni á að vita hvemig stóð á því
að hún endaði í máhnsmíði - hvort hún hefði
alltaf stefnt í einmitt þetta nám eða ætlað sér
eitthvað annað í upphafi.
/
g hef aldrei vitað hvað ég ætlaði að verða,
ég hef þróast tilviljanakennt í gegnum
skólakerfið. Ég held að það framboð, sem
skólakerfið býður manni, hafi haft sitt að
segja um það að ég fór í menntaskóla en þar
voru engar lista- eða handmenntagreinar - þegar
ég lít til baka er þama stór hola,“ segir Skúlína.
„Þegar ég var unglingur var ég á myndlistamám-
skeiði í Ásmundarsal þar sem ég teiknaði,
mótaði í leir og þess háttar og hafði ákaflega
gaman af. Svo taka menntaskólaárin við og þá
myndast þessi áðumefnda hola eða gap sem ef
til vill hefur stýrt mér í ákveðnar áttir. Ég fór
að læra málvísindi en fann mig ekki í þvi, fór
að vinna og ferðaðist dálítið. Þegar ég kom
heim ákvað ég að að halda áfram að læra en
ég gat ekki farið í myndlistarskóla vegna þess
að ég hafði ekki neinn gmnn, ég þurfti kennslu
í teikningu og myndlist til að komast í þann
skóla. Ég ákvað því að fara í Kennaraháskólann
og útskrifaðist þaðan sem kennari eftir þriggja
ára nám. Ég tók smíðar sem valgrein sem þýddi
það að einu af þessum þremur árum var ein-
göngu varið í smíðar en inni í þvi er einhver
teikning, trésmíði, málmsmíði, leðursmíði og sitt
lítið af hverju. Þarna í smíðadeildinni fór ég að
fást við leðurhandverk - ég fór að hanna rnína
eigin hluti úr leðri: töskur, belti og aðra smá-
hluti. Síðan fór ég í eins árs framhaldsnám í
handlistum en mikið af því er myndlist og frjáls
myndsköpun frekar en beinar smíðar. Þetta var
afskaplega notadijúg undirstaða undir námið
hér í Englandi því flestir sem fara þessa leið, sem
ég er að fara, koma í gegnum listaskóla og eru
þá búnir að ljúka að minnsta kosti eins árs undir-
búningsnámi í myndlist áður en þeir byija á
þessu. Námið, sem ég er í núna, er kallað hönn-
un í þrívidd - það er byggt á myndlist og hönnun.
Ég er fyrst og fremst í silfursmíði og málm-
smíði; við teiknum og sköpum og smíðum svo
á verkstæði. Þessu er hagað þannig að framan
af lærum við aðallega vinnubrögð og tækni en
smátt og smátt verður námið meira sjálfstýrt
þannig að okkar eigin sköpun og vinna tekur
yfirhöndina. Síðasta árið er svo eingöngu eigin
vinna en þvi lýkur með sýningu þar sem allir
leggja fram sinn skerf.“
- Hvaða málma notarðu aðallega til að smíða úr
og hvemig fæðast hugmvmlimar hjá þér?
/
Eg hef Iítið smíðað úr silfri, það er svo dýr
málmur og erfitt að gera stóra hluti úr
því. Við erum mest í því að smíða ýmsa
hluti sem við myndum kalla nytjalist -
skálar, vasa, ker, ílát, standa og klukkur - við
smíðum frekar úr látúni, áli, pjátri og stáli. Hing-
að til hafa verkefni þau, sem ég hef fengist við,
verið nokkuð ákveðin, við höfum verið að vinna
innan ákveðins ramma. í fyrra fengum við til
dæmis það verkefni að hanna disk, skál eða
vasa út frá ákveðnum forsendum. Við máttum
ráða hvort við færum formræna leið, það er að
vinna með eitthvert form og þróa það áfram.
eða hvort við færum notagildisleiðina en þá er
fyrst og fremst reynt að grafast fyrir um til hvers
á að nota hlutinn og reyna að gaumgæfa alla
þá þætti sem gerðu hann að þeim notagildishlut
sem hann er. Fólk fer ýmsar leiðir til þess að
þróa með sér hugmyndir - sumir leita til dæmis
út í náttúmna og fá sinn innblástur þaðan, aðr-
ir leita yfir í arkitektúr og tækni og leita ýmissa
hefða í þeim efnum. Ég sæki minar húgmyndir
frekar í náttúmna. Ég verð til dæmis fyrir sterk-
um áhrifum af landslagi. Þar held ég reyndar
að við séum dálítið sér á parti á íslandi, fonuin
í landslaginu þar em svo sterk og margvisleg
og ekkert sem skyggir á. Hér sér maður ekki
landslagið fyrir tijám. Annars finnst mér að ég
sé rétt að þyrja að vakna til vitundar, ég hef
allt annan bakgmnn heldur en þessir venjulegu
listnemar. Ég held að það sé allt of lítil áhersla
lögð á persónulega tjáningu í almennu námi
bama og unglinga, ekki síst í þessum stöðluðu
greinum sem handmenntir hafa verið hingað til.
Það er lögð meiri áhersla á að kenna fólki tækni
og aðferðir heldur en að reyna að finna út hvað
býr í hveijum einstaklingi og reyna að þróa það
áfram. Sköpunin byggist fyrst og fremst á því
sem er að gerast í höfði hvers einstaklings, ekki
tækninni. Þetta em staðreyndir sem ef til vill
þarf að taka meira tillit til í dag heldur en nokk-
um tíma áður þar sem tæknin tröllríður öllu."
- Hönnun er tiltölulega ung grein í atvinnulifinu -
fyrir aldarljórðungi var þetta orð ekki einu sinni til
í málinu - í dag eru allir hlutir hannaðir. Hversu
mikilvæg er þessi grein og hvar stöndum við íslend-
ingar á þessu sviði?
ér finnst hönnun mjög stutt komin á
Islandi miðað við það sem er annars
staðar. Það er tiltölulega nýlega að fyrir-
tæki heima á Islandi em farin að ráða
til sín hönnuði til að þróa sína framleiðslu gagn-
gert og ég held að það séu aðallega útflutnings-
fyrirtæki sem gera það. Tökum til dæmis
húsgagnaiðnaðinn. Bæði hefur hann beðið af-
hroð vegna inngöngu íslands í EFTA og svo
er hann ekki samkeppnisfær, meðal annars vegna
hönnunar. Ef íslendingar ætla sér að byggja upp
einhvem iðnað verða þeir að taka þennan þátt
inn í dæmið. Ef maður lítur á þjóðir eins og
Skandinavíuþjóðimar, sem em búnar að skapa
sér orðstir og heilmikinn atvinnuveg, ekki hvað
síst vegna góðrar hönnunar, þá skilur maður
hvað þetta er mikilvægt. Og ekki væri úr vegi
að við reyndum að nýta betur þessar auðlindir
sem við höfum. Að vísu er orðið meira um að
rnenn fari út í hönnun en áður var, en þá er
oftast um að ræða fata- og textílhönnun. Þeir
em færri sem fara út í að hanna nytjalist eins
og heimilisáhöld og húsmuni og þviumlíkt. Á
þvi sviði gætum við gert ýmislegt betur, farið út
í léttan iðnað eins og til dæmis að framleiða ljós.“
- Hvað áttu langt eftir af náminu?
26 VIKAN 33. TBL