Vikan


Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 33

Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 33
LANDNEMA- TÍMARNIR FYRIR Bf Viðtal við Helga Má Barðason, dagskrárgerðarmann á Rás 2 að fá frið til að velta hlutunum fyrir sér. Strax í barnaskóla hafði hann ásamt félögum sín- um úr séníklíkunni leyst lífs- gátur tilverunnar. Þegar fram liðu stundir tók hann þátt í að stofna unglingaleikhús er hlaut arnir hrifust af framtakinu og buðu okkur að ritstýra skólablaðinu í Gagnfræðaskól- anum. Þegar við komum í Menntaskólann stofnuðum við nýtt blað þrátt fyrir að tvö önnur blöð væru þar starfandi. Við þótt- umst enn vera eitthvað og töldum þörf 'fyrir nýtt, frjálst og óháð blað eins og þeir segja.“ - Hvað skrifuðuð þið í þessi blöð? „Við skrifuðum allan fjandann. Þetta voru smásögur og ljóð því skáld vorum við mikil - ortum þessi lifandis ósköp. Við vorum einnig miklir stjórnmála- og andans menn. Það var ekki til sá hlutur sem við höfðum ekki vit á og þá gjarnan ívið meira en aðrir. Þegar ég var í MA voru pólitískar öfgar og vinstri bylgjan að fjara út. Þó var einn og einn framvörður verkalýðsins eftir á göngunum sem seldi Verkalýðsblaðið, Neista, Rauða fánann og hvað þau hétu nú öll. Svo útskrifuðust þeir, hurfu og eru nú margir hverjir komnir í aðra flokka. Menn höfðu eftir sem áður áhuga á pólitík en það var ekki þessi æsingur í liðinu sem nafnið Leikklúbburinn Saga. Þessi bráðgeri piltur heitir Helgi Már Barðason. Helgi hefur lagt gjörva hönd á margt um dag- ana en er þó þekktastur fyrir störf sín á Rás 2 enda verið með í því ævintýri frá byrjun. hafði einkennt allar umræður. Þetta urðu frekar rökræður en rifrildi.“ - Hvað varð til þess að þú hófst störf hjá útvarpinu? „Haustið 1982 var ég kennari á Akur- eyri og vann mikið með unglingum. Ég var forstöðumaður í félagsmiðstöð og starfaði með unglingaleikfélagi sem ég átti þátt í að stofna og nefndist Leikklúbb- urinn Saga. Ég veit ekki hvernig á því stóð að unglingadeild útvarpsins ákvað að byrja með unglingaþætti frá Akureyri. Deildarstjóri barna- og unglingadeildar- innar hringdi og spurði mig hvort ég væri til í að sjá um hálftímaþátt á fimmtudags- kvöldum. Ég hugsaði ráð mitt yfir helgina, lét slag standa og tók þetta að mér. Það sem bjargaði mér í þessum þáttum var að ég kenndi sjöunda og áttunda bekk í grunnskólanum. Ég tók nokkra íslensku- tíma til að láta krakkana skrifa niður á blað hvað þeir vildu hafa í svona þáttum. Þeir tóku þessu afskaplega vel og voru ótrúlega sammála. Ég hafði áhyggjur af að enginn nennti að hlusta á sögur eða viðtöl við einhverja fugla. Það sem kom Nú, þegar dagar hans hjá út- varpinu eru taldir, lítur Helgi Már yfir farinn veg og leysir frá skjóðunni um afskipti sín af dagskrárgerð og fjölmiðlun. mér mest á óvart var að þessir krakkar vildu ekki eintóma músík. Þeir vildu heyra sögur, frásagnir, viðtöl við frægt fólk og umfjöllun um leikara og hljómsveitir. Ég passaði mig á því að stinga þessum blöðum ekki undir stól. Ég var reyndar varaður við að einn góðan veðurdag mundi ég hundsa þessar óskir en ég skoðaði þær öðru hverju þann tíma sem ég var með þáttinn. Þegar ég hætti með þessa þætti hefði ég ekki getað gert einn þátt í við- bót, svo þurrausinn var ég. En þetta er eitthvað það erfiðasta og jafnframt það skemmtilegasta sem ég hef gert um dag- ana. Það var eins og maður hefði verið að skrifa eina smásögu á viku í tvö, þrjú ár. Ég var svo aðframkominn að helst hefði maður þurft að komast á heilsuhæli. Ef heilsuhæli fyrir hugann væri til hefði ég lagst þar inn.“ - Fórstu beint úr þessari þáttagerð yfir á Rás tvö hér fyrir sunnan? „Ekki var það nú. Ég hvíldi mig nokkra mánuði en fór yfir á Rás tvö fljótlega eftir að hún byrjaði. Ég hélt að það yrði auð- 33. TBL VIKAN 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.