Vikan


Vikan - 13.08.1987, Síða 42

Vikan - 13.08.1987, Síða 42
Draumar BLÓÐ OG GRÖFTUR Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir langalöngu draum sem ég hef alltaf verið dálítið smeyk við og langar til að fá einhverja skýringu á þótt seint sé. Þannig er mál með vexti að mér fannst ég koma í ókunnugt hús og þar var dökkt gólf og mér fannst gólfið blautt og ég verða að vaða vatnið en þegar ég gáði betur að fannst mér að vatnið væri í rauninni blóð, en það sást ekki vegna þess hve gólfið var dökkt. Hins vegar sá ég það fljótlega á skónum mín- um. Ég varð hrædd við þetta og var að hugsa um hvaðan allt þetta blóð kæmi. Húsið var stórt og blóðið hlýtur að hafa verið margir lítrar. Mér fannst ég vita að þetta væri manna- blóð og það hvarflaði aldrei að mér að um dýrablóð væri að ræða. Svo fór ég út úr hús- inu án þess að vita nokkurn tíma hvaðan allt þetta blóð kom. Næst fannst mér ég komin upp í stóran turn og sá yfir óbyggða akra, græna svo langt sem augað eygði. Mér fannst ég vera að leita að einhverju en vissi ekki hverju. Svo fannst mér ég vera með einhvers konar kýli og úr því vall gröftur, alveg ótrúlega mikill, en samt fann ég ekkert til. Það blæddi ekk- ert. Ég bið þig að birta ekki þær upplýsingar sem ég læt fylgja til upplýsingar en vonast eftir ráðningu á þessum draumi. Takk fyrir. S.D. Druumur þessi bendir til erfiðleika og veik- inda á lífsleiðinni en þar sem hann er gamall eru líkur á að þau séu að mestu um garð gengin. Eftir það kemur tímabil mikillar ábyrgðar og álags ogþú munt standa þig með sóma í þeim eríiðu verkefnum sem þín bíða, ef marka má drauminn. Það gæti átt við það sem þú talar um í eftir- mála en þú hlýturað kannast við þá erftðleika eða veikindi sem á undan eru gengin. HESTAR A FLEYGIFERÐ Kæri draumráðandi. í nótt dreymdi mig draum þar sem allt var á fleygiferð og hann var mjög ruglingslegur en áhrifamikill. Mér fannst ég vera stödd í miðri hringiðu hesta og þeir voru allavega á litinn, stórir eins og útlendir hestar og rykið þyrlaðist undan fótum þeirra. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera þarna og var ekkert hrædd, en það hefði ég verið í raun- veruleikanum. Hestarnir fóru ekkert burtu af þessu svæði heldur hentust bara um á staðnum þangað til einhver maður kom. Þá tóku þeir á rás, allir í sömu átt, að fjalli einu og mér fannst þeir einmitt eiga að gera það. Núna langar mig að vita hvað þetta merk- ir. Viltu ráða drauminn fyrir mig og senda mér ráðninguna eða birta hana i dálknum þínum? Með þökk fyrir birtinguna, bless, bless. Hanna Það er best að taka það strax fram að draumráðandi sendir aldrei ráðningar heim eða ræður drauma sem ekki má birta. Rúðn- ing á einum draumi getur verið öðrum til upplýsingar. Þessidraumur bendir til viðburða íástamál- um þínum, sennilega dálítilla sviptinga en einnig mikillar ánægju. Festa mun smátt og smátt komast á en þú mátt vara þig á því að fara ekki of geyst í þessum efnum. STRÁKUR ÚTIISJOPPU Hæ, draumráðandi! Mig dreymdi í fyrrinótt að strákur, sem ég er hrifin af, X, og vinur hans, Z, væru úti í sjoppu fyrir neðan blokkina sem ég bý í og þeir voru að stríða afgreiðslustúlkunni (en venjulega er það karlmaður sem afgreiðir þarna). Þeir voru að hlæja og létu illa og þegar ég kom inn fóru þeir að stríða mér en hættu því svo og X tók utan um mig og kall- aði mig elskuna sína. B Þessi draumur táknar sennilega ekki neitt nema að þú sért skotin í stráknum og þú skalt bara vera ánægð með að svo er því drauma- táknin eru ekki fyrir neinu sérlega góðu og alls ekki fyrir sambandi ykkar stráksins. En þar sem ætla má að draumurinn sé ekki tákn- rænn þarftu litlar áhyggjur að hafa og getur haldið áfram að spá ístrákinn eins ogþú vilt. HRINGUR SEM PASSAR EKKI Kæri drauniráðandi. Viltu ráða fyrir mig þennan draum? Mér fannst giftingarhringurinn minn vera orðinn of þröngur og ég var að hugsa um hvort ég þyrfti að fara til gullsmiðs til að láta víkka hann. Hann meiddi mig ekki en draum- urinn var svo skýr að ég fór að athuga hvort hringurinn væri ennþá passlegur þegar ég vaknaði. Með þökk fyrir birtinguna. Lauga Draumur þessi bendir til þess að þér fínnist hreinlega eitthvaðþrengja aðþérílijónaband- inu og þú viljir gjarnan brjótast úr viðjum vanans. Þú ættir að skoða hug þinn vel áður en þú ákveður hvort þér fír.nst eitthvað til í þessu. 42 VIKAN 33. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.