Vikan


Vikan - 13.08.1987, Page 44

Vikan - 13.08.1987, Page 44
Fjársjóðurirm á loftinu Sigga var í leiðu skapi. Hún hafði verið veik í heila viku. Henni var illt i eyrunum, með hor í nefinu, hósta og höfuðverk. Nú var henni batnað en samt mátti hún ekki fara út. „Þú verður að vera inni einn dag enn, Sigga mín," sagði mamma. „Annars getur þér slegið niður," sagði amma. Heill dagur í viðbót hugsaði Sigga og horíði út um gluggann. Uti var sól og blíða. Alls staðar voru krakkar að leika sér. Sigga sneri sér frá glugganum. Hún vildi ekki sjá hvað krakkamir áttu gott. Hróp og köll bárust inn um opinn gluggann og Sigga tók fyrir eyrun til að heyra ekki í krökkunum. „Ertu nú komin með höfuð- verk aftur, Sigga mín?“ spurði amma. En Sigga heyrði ekkert inni i lófunum. Amma var komin til að ná í hana þvi að mamma átti að fara að vinna. Siggu var pakkað inn í ótal peys- ur og úlpur og stungið inn í bil. Það var ævintýri að fara með ömmu í bíltúr. „Löggan á eftir að stoppa hana,“ sagði pabbi minnst tíu sinnum á dag, en hún haíði nú ekki verið stoppuð ennþá. Aftur á móti var pabbi stundum stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Þær amma komu ofl við í isbúðinni þegar þær voru á ferðinni en nú mátti Sigga ekki fá neitt kalt í hálsinn svo að það var ekið beinustu leið heim til ömmu. Yfirleitt fannst Siggu gaman að koma til ömmu sinnar en nú var hún í svo slæmu skapi og vildi bara vera í fýlu. Amma reyndi allt sem hún gat til að gera henni til hæfis. Hún bakaði pönnukökur, hitaði kakó, las myndasögumar í dagblöðunum og margt fleira en Sigga kunni ekki að meta það í þetta sinn og sat með fýlu- svip úti í homi. Að lokum gafst amma upp á að snúast i kringum hana og fékk sér sæti inni í stofu. „ Ósköp ertu stúrin,“ másaði amma og kveikti á rás eitt. Þar var að hefjast lcstur miðdegissögunnar og stuttu síðar var amma farin að hijóta. Sigga fylgdist með þegar höfuðið á ömrnu seig út á aðra hliðina og gleraugun færðust til á nefmu. Þegar höfuðið hafði stöðvast á öxlinni og greinilegt var að amma ylti ekki út af stólnum stóð Sigga upp og rölti um húsið. Þama hafði mamma hennar búið þegar hún var lítil stelpa. Mörg herbergi, sem áður vora full af lífi og fjöri, stóðu nú auð. En það var nú ekki alltaf tóm- legt hjá ömmu því að bamabömin komu oft í heimsókn. Þess vegna var heilmikið til af dóti en Sigga nennti ekki að leika sér núna. Hún ráfaði um húsið, skoðaði gamlar myndir sem héngu á veggjunum, meðal annars af ömmu og afa þegar þau vora ung. Það hafa bara allir verið með hatta í gamla daga hugsaði Sigga með sér um leið og hún stakk nefinu niður í litla blikkdós. Gling, gling söng dósin þegar hún var opnuð. Þetta var skritin dolla. Eft- ir að hafa skoðað spiladósina í krók og kring rölti Sigga upp á háaloft. Þangað hafði hún ekki mátt fara áður svo að nú var hún að stelast. Amma sagði að þar væri bara gamalt dót í geymslu og allt fullt af ryki og það var vist alveg rétt þvi að Sigga hnerraði heil ósköp þeg- ar rykið kitlaði hana í nefið. Ruggustóll með brotnum armi, kistur og kommóður fylltu loftið. Kónguló hljóp fram hjá Siggu inn i dimmt hom. Sigga dró út kommóðuskúflú rrieð ógurlegu ískri. Niðri í skúflúnni lágu vandlega sam^nbrotin fðt, sjöl, svuntur og fleira úr fallegum efnum.' í næstu skúflú vora fleiri föt en í neðstu skúflúnni vora skemmtilegri hlutir að skoða. Þar vora fleiri myndir af fólki með hatta, gömul póstkort, bréf og rósóttur pappakassi. Sigga gægðist niður í kassann. Þetta var spennandi. Efst vora servíettur, ein af hverri tegund, og undir þeim heill hellingur af glansmyndum. Það vora myndir af öllu mögulegu; englum, jólasveinum, trúðum og blóm- um. Sigga tíndi myndimar upp úr kassanum og raðaði þeim i kringum sig. Af sumum vora fleiri en ein og nú raðaði hún þeim og flokkaði, englar á einn stað og trúð- ar _á annan. A hæðinni fyrir neðan ramskaði amma þegar miðdeg- issagan var á enda og vaknaði alveg þegar Haukur Morthens fór að syngja. Hún hagræddi gleraugunum á nefinu og leit í kringum sig. „Sigga mín,“ tautaði hún og leit í kringum sig. „Sigga litla, hvar ertu?“ kallaði hún og lagði af stað að leita að stelpunni. Hvert skyldi hún hafa farið? hugsaði amma með sér og leit inn í öll herbergin. Almáttugur, hún er bara horfin. Amma þaut út á tröppur, stökk á inniskón- um út i garð, gekk i kringum húsið og kallaði í allar áttir. Engjnn krakki var sjáanlegur en maðurinn í næsta garði horfði hissa á gömlu konuna skokka um. Amma var komin að símanum til að hringja í mömmu Siggu þegar hún sá að opið var upp á háaloft. Hún flýtti sér upp brattan stigann og innnan um rykuga gamla dótið sitt sá hún Siggu. „Þama ertu þá, litla skotta, og hvað ertu með þama?“ Sigga var nú búin að gleyma allri fýlu og sýndi ömmu sinni hvað hún haföi fundið. Þegar mamma Siggu kom úr vinnunni þurfti hún að hringja dyrabjöllunni heillengi en loks opnaði Sigga fyr- ir henni, skælbrosandi og ánægð með tilveruna. Mamma skildi ekkert í breytingunni á stelpunni og fékk ekkert að vita því að þær amma ætluðu að hafa þetta fyrir leyndarmál og næst þegar Sigga kæmi í heimsókn ætluðu þær að leita að fleiri földum fjársjóðum á háaloft- inu. 44 VIKAN 33. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.