Vikan


Vikan - 20.08.1987, Síða 5

Vikan - 20.08.1987, Síða 5
I NÆSTU VIKU 30 Sjón, heyrn og snerting skipta miklu í mannlegum samskiptum en hvaða tilfinning er sterkust? Hvernig upplifum við atburði og orð? 32 Jón Ragnarsson, rallökumaður og íslandsmeistari í faginu, er í Viku- viðtalinu. Hann fer hratt yfir að vanda. 40 Myndasögur í litum eru á sínum staðátveimursíðum. 46 Samantha Fox byrjaði sem módel og komst oft á siðu þrjú í Sun. Hún gerir það gott í poppbransanum en býr ennþá heima hjá pabba og mömmu. Áfram er haldið við heklið og nú er hægt að byrja á dúk eða rúm- teppi. 52 Smásagaeftir Helga Má Barðason sem var í viðtali í síðustu Viku. Sagan af strokumanninum af Kleppi og systur Rikku rugluðu gleymist ekki. 57 Vikan í pílagrímsferð í Graceland eða Glæsivöllum, fyrrum bústað rokkkóngsins Elvis Presley. Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá dauða hans. K-RJSTÍN ÖMARSDÖTTIR rithöfundur verður í næsta Vikuviðtali. Kristín 'gaf nýlega út Ijóðabókina í húsinu okkar er þoka og fyrir tveimur árum vann hún leikritasamkeppni Þjóðleikhússins. Einþáttungur hennar, Draumar á hvolfi, var sýndur á Litla sviði Þjóðleikhússins síðastliðinn vetur. Um Ijóðið segir Kristín: - Ljóðið er sjálfstætt og svo mikil frekja í eðli sínu, þó oftast sé litið á það sem eitthvað lítið og snoturt, að það lætur ekki troða á sér eða má sig út. Ljóðið er einfarinn sem smýgur alltaf inn í bak- garða, húsasund og inn um gluggarifurnar hversu stórvaxið sem það er. - AKUREYRARBÆR á 1 25 ára afmæli 29. ágúst og það verða hátíðahöld þar á bæ. Við útbúum einn góðan afmælispistil frá Akureyri í máli og myndum í næstu Viku. ^ÓRÐUR frá Dagverðará á Snæfellsnesi er lands- oekkt refaskytta. Fyrir mörgum árum brá hann búi á oesinu, fluttist suður og síðar til Akureyrar en á overju sumri hugar hann að Jöklinum og stundar /eiðiskap í heimahögunum. Blaðamaður og Ijós- myndari Vikunnar hittu Þórð refaskyttu og lífskúnstn- ar á Snæfellsnesi og árangur af því stefnumóti birtist í næstu Viku. GÖMUL HÚS í HAFNARFIRÐI. Eitt fallegasta bæj- arstæði landsins er við Hafnarfjörð. í hrauninu við fjörðinn kúra mörg falleg gömul hús sem dyttað hefur verið að og nostrað við. Nokkur húsanna voru mynduð á sólbjörtum sumardegi. 34. TBL VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.