Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 8

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 8
Hótel á íslandi Séð yfir hinn glæsilega veitingasal, Teig, á jarðhæð hótelsins. léttra veitinga. Stærri salur- inn, Teigur, sem rúmar um 90 manns, er afar glæsilegur og aðeins opinn á kvöldin. Þar er boðið upp á það allra besta í mat og drykk og áhersla lögð á frábæra þjón- ustu. Þar er og heppileg fjarlægð milli borða. Báðir veitingasalirnir eru opnir al- menningi. Daginn eftir formlega opnun hótelsins var Teigur þéttsetinn matar- gestum sem greinilega kunnu að meta veitingar og þjónustu. Funda- og ráðstefnusalur- inn, útbúinn öllum nauð- synlegum tækjum, hentar jafnframt fyrir árshátiðir og samkvæmi og tekur allt að 150 manns í sæti. í kjallara eru tveir salir er henta vel fyrir hvers konar sýningar, fundi og samkvæmi. Hár- snyrtistofa verður í kjallar- anum, sem og heilsuræktar- aðstaða með heitum pottum, sánu, ljósabekkjum og æfíngasal. Þessi aðstaða verður einnig ætluð almenn- ingi. A efstu hæð hótelsins er bar sem nefnist Háteigur og meðfram salnum eru svalir allt í kring. Þaðan er stór- kostlegt útsýni yfir borgina og sundin - ekki amaleg aðstaða fyrir veislur á góð- viðrisdegi. Á hótelinu eru 100 her- bergi, þar af þrjár svítur. í herbergjunum, sem öll eru stór og vel búin, er útvarp, __ sjónvarp, sími og minibar. í marmaraklæddum baðher- bergjunum er baðkar, sturta og hárþurrka. Meðal þeirra skilyrða, sem hótelið þarf að uppfylla til að nota nafn Holiday Inn, er ákveðin rúmbreidd (rúm eru óvenjubreið). Baðkar og sturta þurfa að vera í hverju baðherbergi og gólfteppi þurfa að vera af ákveðinni þykkt. Einnigeru ströng skilyrði um bruna- varnir og góða þjónustu. Það er athyglisvert að á Holiday Inn fá börn og unglingar að nítján ára aldri ókeypis gistingu séu þau í fylgd foreldra sinna. Slíkt mun nýmæli hér á landi en er eitt af skilyrðum hótel- keðjunnar. Eigandi Holiday Inn- hótelsins er Guðbjörn Guðjónsson, hótelstjóri er Jónas Hvannberg, Jóhann Sigurólason er móttöku- stjóri, Jóhann Jacobson yfirmatreiðslumaður og Þorkell Ericsson yfirþjónn. Að sögn hótelstjórans er útlitið gott hvað varðar bókanir næstu mánuði og með það góða starfsfólk, sem hótelið hefur á að skipa, er hann bjartsýnn á framtíð þess. Verð á eins manns her- bergi er frá 3.860 krónum á sólarhring, tveggja manna herbergi frá 5.150 krónum og svítan kostar 6.200 krón- ur. Þess má loks geta að Holiday Inn og Flugleiðir tnunu í haust bjóða hag- stæða helgarpakka fyrir fólk utan af landi. 8 VIKAN 34. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.