Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 11

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 11
I raumnm tvígift Ágústa Ósk Ágústsdóttir og Diego Valencia kynntust á Spáni og búa á íslandi. Diego Valencia og Ágústa Ósk Ágústs- dóttir hafa verið gift í 10 ár og búið að mestu leyti hér á íslandi en kynntust á Spáni. Diego er Spánverji, er frá Cadiz-héraði, nánar tiltek- ið frá litlu þorpi nálægt borginni Ronda. Hann er lærður þjónn og var að vinna sem slíkur í Torremolinos þegar þau Ágústa kynntust. Hún hafði komið til að heimsækja vinkonu sína sem er gift Spánverja, farið með nokkrum vinkonum sínum á veitingastaðinn þar sem Diego vann, séð hann og þá má segja að allt hafi byrjað. Þau fóru náttúrlega á diskótek eins og ungt fólk gerir, fóru á sömu staðina og ástin kvikn- aði. Og hvað svo? Jú, Ágústa fór heim eftir þriggja vikna dvöl á Spáni, Diego var laus og liðugur og tilkynnti fjölskyldu sinni að hann ætlaði tii íslands! En hvernig var því tekið? „Foreldrarnir voru náttúrlega ekki mjög hrifnir og það var dálítið mál því að á Spáni er það þannig að þegar menn eru búnir með herskylduna eru þeir í raun orðnir sjálfráða, ekki fyrr. Nú, ég var búinn með herinn svo að ég réð mér sjálfur." Og Diego kom til íslands. En hvernig var með tjáskiptin? Diego talaði bara spænsku og svolítið í frönsku og Ágústa bara íslensku og ensku! Var hann ekkert hræddur við að fara til ókunnugs lands með þessa tungumála- kunnáttu í farteskinu? „Nei, ég var ekki hræddur við það. Ég lærði enskuna og það var ekkert mál. Það var ann- að sem kont upp á þegar ég var að fara til íslands og er dálítið grátbroslegt. Ég keypti mér miða hjá íslenskri ferðaskrifstofu og átti að fljúga frá Madrid, þaðan til Mallorca og síðan til íslands með leiguflugi. Jú, ég fór og átti að hafa nógan tíma til að ná leigufluginu en flugvélinni frá Madrid seinkaði um klukku- tíma þannig að þegar ég kom til Mallorca var leiguÓugvélin farin! Ég þurfti að vera viku í viðbót á Mallorca því að það var verkfall á íslandi hjá flugstjórum. Farangurinn minn var farinn til íslands og ég á Spáni! Þar að auki var þetta fyrsta skiptið sem ég flaug eitthvað til útlanda svo þetta var ansi slæmt. Þegar ég kom svo til íslands var þetta þann- ig að það máttu engir útlendingar koma inn í landið meðan á verkfallinu stóð og þarna stóð ég, farangurinn minn þarna en ég mátti ekki koma inn í landið! Þetta var mikið vesen en það tókst að bjarga því, að vísu með smá- svindli, en bjargaðist samt. Ég fór að vinna og við giftum okkur um veturinn þetta sama ár, þ.e. 1977, í Kópavogskirkju." Nú er Diego kaþólskur en Ágústa lúterstrú- ar. Var það allt í lagi eða þurfti hún að taka kaþólska trú eða öfugt? „Nei, þetta var ekkert mál hér heima en á Spáni var það aftur á móti mikið mál og sam- kvæmt spænskum lögum vorum við ekki gift! Þeir sögðu á Spáni að við þyrftum að gifta okkur aftur samkvæmt kaþólskum sið og Ágústa að taka kaþólska trú en hún var ekki tilbúin til þess þannig að við fórum til nokk- urs konar borgardómara í Malagaborg og giftum okkur þar aftur þannig að við erum í rauninni tvígift.“ Þau ákváðu að setjast að hér á íslandi og segja það ekki hafa verið mjög erfiða ákvörð- un. En hvernig fannst Diego, þegar hann kom hingað og fór að búa hér, að aðlaga sig nýjum siðum, nýrri menningu og eiginlega öllu nýju? Var þetta ekki erfitt? „Jú, það var erfitt, sérstaklega vegna þess að ég talaði ekki íslensku þá og skildi ekki hvað fram fór í kringum mig en ég lærði smám saman íslenskuna og var jákvæður þannig að þetta fór allt vel. Svo höfum við farið til Spánar ogverið þar í smátíma, þ.e.a.s. í byrjun, til að Ágústa gæti kynnst mínum siðum og menningu og bakgrunni. Þetta gerði ég líka, kom hingað til að kynnast landinu og fólkinu, og ég held að þetta sé nauðsyn- legt til að hjón af ólíku þjóðerni geti skilið hvort annað. En ég lít á ísland sem „heima“.“ Diego er ennþá spænskur ríkisborgari þannig að hann hefur ekki þurft að skipta um nafn en hann hefur í hyggju að sækja um íslenskan ríkisborgararétt og ég spurði hann hvernig honum fyndist það ef hann þyrfti að skipta um nafn. „Það væri náttúrlega ekki sniðugt en ég held að ég þurfi bara að bæta íslensku nafni við mitt nafn en ekki breyta alveg og það kemur miklu betur út, ég er bjartsýnn. Én í sambandi við ríkisborgararéttinn þá hefði ég getað sótt um hann fyrir 7 árum, það er þrem- ur árum eftir að ég gifti mig, en ég vildi það ekki. Ég vildi vera alveg viss um að ég vildi verða íslenskur ríkisborgari því að það er tölu- vert mikil ákvörðun. Ágústa og Diego eiga tvær dætur, Vanessu Ósk, sem er 7 ára, og Dolores Rós, 3 ára. Er töluð islenska eða spænska á heimilinu? „Það er töluð spænska. Vanessa Ósk talar spænskuna og Dolores skilur hana en er ekki farin að tala hana. Við höfum reynt að tala íslensku en það gekk ekki nógu vel því að Ágústa talar miklu betur spænsku heldur en ég íslensku." Eins og áður hefur komið fram er Diego lærður þjónn og starfar á veitingastaðnum E1 Sombrero; er reyndar einn af þremur eig- endum. Þegar hann tók prófið á sínum tíma á Spáni, eða árið 1974, var hann einn af 8 sem stóðust það af 52 sem þreyttu það þannig að það er greinilegt að miklar kröfur eru gerðar til þjóna þar. Diego segir að á íslandi séu margir hæfir og góðir þjónar en það eina sem marga vanti sé brosið; þetta bros sem svo margir þekkja sem hafa komið til Spánar. 34. TBL VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.