Vikan


Vikan - 20.08.1987, Síða 13

Vikan - 20.08.1987, Síða 13
Sá Island í dvaumi Þau Sigríður Bjarnadóttir og Eðvald Mixon Hinriksson kynntust árið 1948 í Vestmanna- eyjum. Þangað hafði Mixon, eins og hann er kallaður, komið sem flóttamaður frá Eist- landi. Hann hafði verið á leið frá Svíþjóð til Bandaríkjanna en ákveðið að koma við á Is- landi til að reyna að afla sér einhverra peninga til Bandaríkjafararinnar. En örlögin grípa stundum í taumana. Skip- ið, sem hann ferðaðist með, strandaði rétt hjá Keflavík í aftakaveðri en öllum var bjargað. Nú voru góð ráð dýr en Mixon, sem er mennt- aður íþróttakennari, hitti fmnskan íþrótta- kennara, sem hér var staddur, og sá og fleiri menn buðu honum þjálfarastöðu á Akureyri sem hann þáði. „Og það var mín heppni,“ segir Sigríður, „að Mixon skuli hafa vent sínu kvæði í kross og ákveðið að ílengjast hér.“ En hvernig finnst Mixon sú tilhugsun? „Mér finnst það góð tilhugsun. Mér leist vel á landið, fékk strax vinnu, hitti tilvonandi konuna mína og það sem meira var: hér var friður. Heima á Eistlandi var vandræða- ástand, stríð og erfiðleikar, og það var yndislegt að koma hingað.“ Mixon starfaði sem þjálfari bæði á Akur- eyri og í Reykjavík og fór síðan til Vestmanna- eyja þar sem Sigríður bjó og stundaði handbolta af krafti. Mixon gerðist þjálfari stúlknanna og það varð ást við fyrstu sýn. Hjá þeim hjónum voru ekki vandræði að velja land til að setjast að í þar sem Eistland var, og er enn, lokað land og Mixon flótta- maður. Hann sótti um íslenskan ríkisborgara- rétt um leið og löglegt var og segist ekki sjá eftir því. Það hafi ekki verið svo erfitt þar sem hann átti ekki afturkvæmt til heimalands síns. Eina skemmtilega sögu höfðu þau hjón að segja sem er þannig að þegar Mixon var í Sviþjóð áður en hann kom hingað dreymdi hann undarlegan draum. Hann dreymdi að það væri svartamyrkur allt í kringum sig en hann sá einn ljósan punkt, einn lítinn, ljósan punkt, og sá sjálfan sig ganga inn í þennan punkt með knött undir hendinni! Þetta hafa þau ráðið þannig að punkturinn hafi verið Island. Þegar Mixon kom hingað til íslands talaði hann eistnesku, sænsku, finnsku og þýsku. Hvernig finnst honum íslenskan? Var erfitt að læra hana? „Nei, ekki svo, en það var annað sem var svolítið erfitt. Það vildu allir bara tala við mig sænsku eða skandinavísku þannig að ég lærði í rauninni aldrei almennilega íslensku. Það varð úr þessu einhver mállýska sem er sambland af finnsku, sænsku og íslensku." Mixon og Sigríður eiga þrjú börn, Jóhann- es, Atla og Önnu, sem öll hafa verið mikið í iþróttum og flestir kannast við þá Jóhannes og Atla sem báðir hafa verið í atvinnu- mennsku í fótbolta og Atli reyndar enn. Þar sem eistneska, sem er dálítið svipuð finnsku, er mjög flókið og erfitt tungumál og Mixon sá eini sem talaði hana var börnunum ekki kennt annað en íslenska og sér í lagi þar sem Mixon hafði í raun blandað saman eist- neskunni, finnsku og íslensku og út úr því komið þessi blanda sem hann sagði frá. í dag reka þau Mixon og Sigríður nudd- stofu í Hátúni sem margir kannast eflaust við því að Mixon hefur sérhæft sig í sjúkranuddi og er sennilega, að öðrum ólöstuðum, einn besti sjúkranuddari á landinu. Og þeir eru fáir, íþróttamennirnir, sem Mixon hefur ekki komist með hendurnar á. En Mixon og Sigríður segjast ánægð og ekkert hafa að sækja til Eistlands. Þó segjast þau gjarnan vilja fara og skoða. „En þó svo ég færi þá færi ég þangað sem gestur,“ segir Mixon að lokum. Sigríður Bjarnadóttir og Eðvald Mixon Hinriksson. Þau hittust í Vestmannaeyjum og það varð ást við fyrsiu sýn. 34. TBL VI KAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.