Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 14
Búdda er sáttur við ísland Þau kynntust með svolítið dæmigerðum hætti, þau Súsanna Ósk Westlund og Steven Kavanagh, eða Búdda eins og allir kalla hann. Þau kynntust nefnilega á bar á Spáni. Þau voru þar bæði í sumarfríi, hann frá írlandi og hún frá íslandi. Sumarfríið nægði ekki og svo fór sem fór. Þetta gerðist sumarið 1981 og hélt áfram með bréfaskriftum og heimsóknum og að lok- um sambúð og giftingu. Þau giftu sig 1986 og hafa því verið gift í eitt ár. Og hvernig fannst Búdda að setjast að á íslandi, voru það mikil viðbrigði? „Nei, það voru ekki mikil viðbrigði því að íslendingar og írar eiga margt sameiginlegt og eru líkir að vissu leyti. Til að mynda er ýmiss konar hjátrú, eins og trú á álfa og huldu- fólk, líka til á írlandi. Svo eru atvinnuhættir ekki ósvipaðir, mikið um landbúnað og út- gerð, þannig að það var ekki erfitt að aðlagast íslenskum háttum. Það eina sem mér fannst erfitt að sætta mig við var að hafa ekki bjór og að drekka sterkt vín í staðinn. Eg er ekki vanur því frá írlandi. Þar sest fólk á krá, jafn- vel á hverju kvöldi, og fær sér eina og eina ölkrús. Börnin eru tekin með, það er hluti af uppeldinu og þykir eins eðlilegt og að fara með þau í heimsókn til vina. Drykkjuvenjur íslendinga eru líka svolítið öðruvísi en Ira. íslendingar verða svo drukknir þegar þeir drekka en írar aftur á móti drekka oft en lít- ið.“ Búdda er enn írskur ríkisborgari en hefur hugsað sér að sækja um íslenskan ríkisborg- ararétt seinna, með þeim skilyrðum þó að hann geti haldið þeim irska líka. Það er leyfi- legt á írlandi en hann á eftir að fá úr því skorið hvort það sé hægt hér á íslandi. Sé svo ekki ætlar hann að halda írska ríkisborgara- réttinum. Nú er Búdda kaþólskur og Súsanna lúters- trúar. Samkvæmt hvorri trúnni giftu þau sig? „Við giftum okkur samkvæmt kaþólskri trú,“ segir Súsanna. Þó svo hafi verið þurfti hún ekki að taka kaþólska trú. Þau giftu sig á Irlandi og Súsanna segir það hafa verið ógleymanlegt: „Það voru 250 manns í brúðkaupinu og haldin alveg meiri háttar veisla á eftir því að á Irlandi er brúðkaup ein mesta athöfn í lífi hvers manns. Maður er að gifta sig fyrir lífs- tíð og þú skilur ekkert svo glatt við makann þótt eitthvað komi upp á. Mér finnst það svolítill galli við íslendinga að ef eitthvað bját- -fil «§, \ A ,i M KJl Hann er írskur og hún íslensk. Súsanna Ósk Westlund og Steven Kavanagh með litlu dóttur- ina, Söru Rós. ar á þá er rokið upp og skilið! Þeir gefa sér aldrei neinn tíma til að ræða málin og þróa sambandið.“ Þetta voru þau bæði sammála um og sögðu að þessi gífurlega yfirvinna, sem Islendingar ynnu, væri oft orsökin. Það var nokkuð sem Búdda þekkti ekki þegar hann kom hingað til lands, að vinna yfirvinnu. Á írlandi vinnur fólk bara sína 8 tíma á dag og ekkert umfram það og nær samt sem áður endum saman en á íslandi vinnur fólk oft 12-14 tíma á sólar- hring og endar ná jafnvel ekki saman. Einnig fannst honum það skrýtið að á Islandi vinna oftast bæði hjónin utan heimilis því að á ír- landi er það aðeins annar aðilinn sem vinnur úti. Þau sögðu að það hefði ekki verið erfitt að velja í hvoru landinu þau ættu að setjast að. Á írlandi væri gifurlegt atvinnuleysi en aftur á móti næg vinna hér. Þannig væri sjálf- gefið að setjast að hér. Hér væru miklu fleiri tækifæri og fólk væri miklu fljótara að vinna sig upp heldur en á írlandi. En hvernig tóku foreldrar þeirra því að þau ætluðu að giftast? Súsanna segir að sínir foreldrar hafi tekið því mjög vel, kannski líka vegna þess að móðir hennar er erlend, en Búdda segir aftur á móti að hans foreldrar hafi haldið að hann væri klikkaður: „Bæði foreldrar mínir og allir mínir vinir héldu að ég væri orðinn ruglaður; að fara til íslands! Það væri bara einhver klettur úti í hafi með eskimóum og snjóhúsum!“ Og enn eru sumir vinir hans alveg gallharðir á því að ísland sé bara klettur í hafinu einhvers staðar á hjara veraldar, jafnvel Grænland hljóti að vera nær meginlandinu. Síðan er það bjórleys- ið. Þetta bjórbann ýtir kannski undir þessa trú að ísland hljóti að vera eitthvert afdala- svæði og Búdda segir að vinir hans veigri sér við að koma hingað vegna þess. Súsanna og Búdda eiga eina dóttur, Söru Rós, sem er 6 mánaða. Hvort málið ætla þau að tala við hana, ensku eða íslensku? Súsanna segir að þau ætli að kenna henni bæði tungumálin; það hafi hjálpað sér mikið að læra bæði ensku og íslensku þegar hún var lítil. Svo tali þau saman á ensku, þar sem Búdda talar ekki íslensku, þannig að Sara lærir enskuna seinna meir. Búdda er sáttur við ísland og að búa hér en hann skýtur því að í lokin að eiginlega það eina sem hann er ekki sáttur við séu jólin. Hjá honum eru jólin á sjálfan jóladag en ekki á aðfangadag eins og hér er svo hann fær alltaf svolitla heimþrá á jólunum. 14 VIKAN 34. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.