Vikan


Vikan - 20.08.1987, Síða 19

Vikan - 20.08.1987, Síða 19
NAFN VIKUNNAR: HARALDUR KRISTJÁNSSON Brosandí bækur í júní á þessu ári leit dagsins ljós ný bókaútgáfa-Útgáfufélagið Bros. Nafn- ið eitt vekur strax athygli, bæði líflegt og skemmtilegt. Fyrsta verkefni bóka- útgáfunnar var að setja á markað söngbókina Tökum lagið. Auglýsing var send í nánast hvert einasta hús. Þjóðin tók eftir bókinni svo um munaði og gekk sala hennar mjög vel. Mönnum er þó eflaust minnisstæðast skemmtilegt uppátæki Brosmanna þegar þeir stóðu ásamt útvarpsstöðvunum að fjársöfnun fyrir Landgræðslu ríkisins um miðjan júlí síðastliðinn. Haraldur Kristjánsson vann að því að markaðssetja söngbókina. Jafnframt er hann einn af sex eigendum fyrirtækis- ins. - Hverjir standa að bókaútgáfunni, eru rithöfundar eða skáld meðal eigend- anna? „Eru ekki allir skáld? Enginn nóbels- höfundur er samt á meðal okkar. Það má segja að við séum ungt fólk á upp- leið - eða vonandi ekki á niðurleið, ha, ha. Útgáfustarfsemi er sameiginlegt áhugamál okkar.“ En forvitnumst ofurlítið um Harald, manninn sem átti hugmyndina að fjár- söfnuninni fyrir flugi áburðarflugvélar- innar, TF Páls Sveinssonar. Haraldur er 26 ára gamall og hefur starfað mikið við útgáfumál, þá helst hjá ýmsum félagasamtökum. Hann rit- stýrði Iðnnemanum - málgagni iðn- nemasamtakanna, starfaði við útgáfu ýmissa blaða fyrir unga sjálfstæðismenn og var auglýsingastjóri tímaritsins Áfanga. Hann hefur komið víðar við og rak til dæmis eigið fyrirtæki sem byggingaverktaki. Starf Haralds hjá bókaútgáfunni er ekki fastmótað. Markaðssetning söngbókarinnar var hans verkefni en hvort hann vinnur að markaðssetningu næstu bóka er ekki ákveðið. Haraldur hefur þvi ekki fast starf hjá fyrirtækinu heldur starfar nú sjálfstætt að markaðsmálum. - En hvernig kviknaði hugmyndin að söfnuninni fyrir Landgræðsluna? „Þessi hugmynd kom eiginlega upp af sjálfu sér. Þannig var að við hjá bóka- útgáfunni höfðum fylgst með fréttum í íjölmiðlum um uppfok á landinu. Menn voru mjög leiðir yfir þessum gróður- skemmdum en gátu lítið gert til hjálpar. Við settum söngbókina á markað og vorum viss um að hún næði til fólksins. Það kom hins vegar á daginn að bókin fékk miklu betri viðtökur en við höfðum þorað að vona. Af því tilefni ákvað bókaútgáfan að standa fyrir fram- kvæmd fjársöfnunar til styrktar Land- græðslu ríkisins. Þarna gátum við sameinað tvö góð málefni. Annars vegar vorum við í forsvari fyrir stuðningi við gott málefni en um leið þökkuðum við þjóðinni fyrir þær góðu móttökur sem fyrsta bókin okkar fékk því uppblástur og gróðureyðing eru víst vandamál sem varða alla þjóðina.“ - Hvernig gekk að hrinda hugmynd- inni í framkvæmd? „Það gekk mjög vel. Hugmyndin fékk góðar undirtektir hjá öllum aðilum. Forráðamenn útvarpsstöðvanna voru mjög hressir og tóku strax vel í þetta. Það var ekkert mál að fá þá til að taka höndum saman. Að sama skapi var ekki erfitt að finna dagskrárgerðarmenn sem treystu sér til að syngja opinber- lega. Fjársöfnunin átti fyrst og fremst að höfða til fyrirtækja og þau brugðust skjótt við. Strax eftir söng dagskrárgerð- armannanna í útvarpinu tóku gjafir að streyma til Landgræðslu ríkisins. Við- brögðin voru svo góð að daginn eftir héldu áheit áfram að streyma inn.“ - Er annað álíka uppátæki i bígerð? „Það er alltaf eitthvað sniðugt á prjónunum hjá okkur. Það er bara ekki timabært að tala um það núna. Margar sniðugar hugmyndir fæðast, sumar eru framkvæmdar en aðrar ekki. Þær sem eru framkvæmdar og heppnast þykja góðar en hinar, sem ekki eru fram- kvæmdar, deyja náttúrlega í fæðingu og þykja þess vegna ekki góðar. Galdurinn er sá að sannfæra þá sem stjórna fram- kvæmdunum, útvarpsmennina og Landgræðsluna í þessu tilviki. Hvað gerist næst er ekki gott að segja til um. Við erum með margar bækur sem fyrirhugað er að gefa út en hver sú næsta verður er enn ekki ákveðið. Það eina sem ég veit er að þetta verða bros- andi bækur því að okkar hlutverk er fyrst og fremst að skemmta fólki. Mark- miðið er að gefa út skemmtilegar, góðar og fræðandi bækur á viðráðanlegu verði. Bókaútgáfan hlaut nafnið Bros vegna þess að við ætlum að færa gleði og yl inn i hjörtu landsmanna.“ - Er Bros öðruvísi en önnur útgáfu- fyrirtæki? „Já, fyrst og fremst er fyrirtækið byggt upp á öðruvísi markaðssetningu en tíðk- ast hefur. Það kemur náttúrlega til af því að tveir markaðsfræðingar eru með- al eigenda fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á bein tengsl við neytandann með þeim hætti að auglýsing er send beint inn á heimili hans án nokkurra milliliða, svo sem íjölmiðla. Þessi aðferð í markaðssetningu skilaði sér mjög vel þegar söngbókin kom út.“ - Hver er ástæðan fyrir því að þið stofnuðuð bókaútgáfu? Er hún kannski byggð á goðsögninni um bókaþjóðina miklu? „Vissulega þjáist helmingur þjóðar- innar og vel það af einhverri þörf fyrir tjáningu í gegnum ritað mál og les síðan kynstrin öll. Okkar fyrirtæki er samt sem áður ekki rekið á þeim grundvelli að bókaþjóðin kaupi allar bækur. í raun gerum við okkur ekki sérlega háar hug- myndir um okkur sjálf sem menningar- vita. En það má vel vera að sum útgáfufyrirtæki byggi rekstur sinn á þeirri hugmynd. Við leggjum hins vegar áherslu á að skemmta fólki - reynum að finna þörfina og uppfyllum hana síð- an.“ Mynd: Valdís Úskarsdóttir Viðtal: Jóna Björk Guðnadóttir 34. TBL VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.