Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 20

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 20
Vikan — eldhús Kjúklingaréttir Kjúklingar eru bragðgóður, hollur og fitu- lítill matur sem menn ættu ekki að hika við að hafa á borðum. Þeir eru góðir bæði heil- steiktir, grillaðir ellegar hlutaðir niður og soðnir í ýmiss konar pottrétti. Gætið þess allt- af að sjóða eða steikja kjúklinga vel og við góðan hita. Þeir mega aldrei vera hálfsteiktir eða hráir inni við beinið. Hér fer á eftir upp- skrift að einum frægasta kjúklingarétti verald- ar, Coq au vin frá Frakklandi. í réttinn má einnig nota unghænu en gætið þess þá að sjóða kjötið lengur. Kjúklingur í vínsósu 100 g beikon Um það bil 1 'A kg kjúklingur eða unghæna salt, pipar 'A flaska af ódýru rauðvíni (eða hvítvíni) kjúklingasoðkraftur 2 marin hvítlauksrif 1 tsk. tímían 2 lárviðarlauf 1 msk. tómatkraftur (má sleppa) 15-20 smálaukar 250 g sveppir steinselja Skerið beikonið í smáa bita og steikið á pönnu. Hlutið kjúklinginn í átta hluta og steikið í beikonfeitinni. Stráið salti og nýmöl- uðum pipar yfir. Setjið beikonið og kjúklinga- bitana í pott og hellið víni og kjúklingasoði í pottinn þannig að rétt flæði yfir. Setjið hvít- lauk, tímian og lárviðarlauf í pottinn og látið sjóða í um 20 mínútur eða lengur. Á meðan eru laukur og sveppir brúnaðir á pönnunni og því næst settir í pottinn. (Afhýðið laukana með því að dýfa þeim smástund í sjóðandi vatn.) Að síðustu er finklipptri steinselju stráð yfír réttinn sem borinn er fram í pottinum. Berið með hrísgrjón, salat og brauð. Annan kjúklingarétt höfum við frá Bretlandi og smakkast hann ljúflega í gúrkutíðinni. Kjúklingur með gúrkusósu 4 kjúklingabringur 3 msk. hveiti salt, pipar 50 g smjör, 1 msk. matarolía 1 væn agúrka, afhýdd og skorin í teninga 1-2 stk. púrrulaukur 2 dósir sýrður rjómi 2 tsk. þurrkuð mynta (eða 2 msk. fersk) Kryddið hveitið með salti og pipar og velt- ið kjúklingabitunum upp úr því. Hitið helminginn af smjörinu með olíunni á stórri pönnu. Brúnið kjúklingabringurnar á báðum hliðum við meðalhita. Lækkið þá hitann og látið kjötið krauma í 20-25 mínútur, snúið við öðru hverju. Stingið í bitana með beittum hníf. Ef safinn, sem rennur úr, er alveg glær er kjötið fullsteikt. Á meðan kjötið er að stikna eru gúrkubitarnir soðnir við vægan hita í 5 mínútur. Afgangurinn af smjörinu er bræddur og púrrulaukssneiðar brúnaðar við vægan hita í um 5 mínútur. Látið vatnið renna vel af gúrkunni og bætið á pönnuna hjá laukn- um. Setjið sýrða rjómann og myntuna á pönnuna. Blandið öllu varlega saman með trésleif og hitið þar til sósan er vel heit. Gæt- ið þess að láta sósuna alls ekki sjóða. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar. Leggið kjúkl- ingabitana á pappírsþurrkur og látið mestu fituna renna af. Leggið þá síðan á fat og aus- ið sósunni yfir þannig að hún hylji þá að hluta. Skreytið með lauksneiðum og berið afganginn af sósunni með í skál. Borið fram með nýjum, soðnum kartöflum. Umsjón: Þórey Einarsdóttir 20 VIKAN 34. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.