Vikan


Vikan - 20.08.1987, Page 20

Vikan - 20.08.1987, Page 20
Vikan — eldhús Kjúklingaréttir Kjúklingar eru bragðgóður, hollur og fitu- lítill matur sem menn ættu ekki að hika við að hafa á borðum. Þeir eru góðir bæði heil- steiktir, grillaðir ellegar hlutaðir niður og soðnir í ýmiss konar pottrétti. Gætið þess allt- af að sjóða eða steikja kjúklinga vel og við góðan hita. Þeir mega aldrei vera hálfsteiktir eða hráir inni við beinið. Hér fer á eftir upp- skrift að einum frægasta kjúklingarétti verald- ar, Coq au vin frá Frakklandi. í réttinn má einnig nota unghænu en gætið þess þá að sjóða kjötið lengur. Kjúklingur í vínsósu 100 g beikon Um það bil 1 'A kg kjúklingur eða unghæna salt, pipar 'A flaska af ódýru rauðvíni (eða hvítvíni) kjúklingasoðkraftur 2 marin hvítlauksrif 1 tsk. tímían 2 lárviðarlauf 1 msk. tómatkraftur (má sleppa) 15-20 smálaukar 250 g sveppir steinselja Skerið beikonið í smáa bita og steikið á pönnu. Hlutið kjúklinginn í átta hluta og steikið í beikonfeitinni. Stráið salti og nýmöl- uðum pipar yfir. Setjið beikonið og kjúklinga- bitana í pott og hellið víni og kjúklingasoði í pottinn þannig að rétt flæði yfir. Setjið hvít- lauk, tímian og lárviðarlauf í pottinn og látið sjóða í um 20 mínútur eða lengur. Á meðan eru laukur og sveppir brúnaðir á pönnunni og því næst settir í pottinn. (Afhýðið laukana með því að dýfa þeim smástund í sjóðandi vatn.) Að síðustu er finklipptri steinselju stráð yfír réttinn sem borinn er fram í pottinum. Berið með hrísgrjón, salat og brauð. Annan kjúklingarétt höfum við frá Bretlandi og smakkast hann ljúflega í gúrkutíðinni. Kjúklingur með gúrkusósu 4 kjúklingabringur 3 msk. hveiti salt, pipar 50 g smjör, 1 msk. matarolía 1 væn agúrka, afhýdd og skorin í teninga 1-2 stk. púrrulaukur 2 dósir sýrður rjómi 2 tsk. þurrkuð mynta (eða 2 msk. fersk) Kryddið hveitið með salti og pipar og velt- ið kjúklingabitunum upp úr því. Hitið helminginn af smjörinu með olíunni á stórri pönnu. Brúnið kjúklingabringurnar á báðum hliðum við meðalhita. Lækkið þá hitann og látið kjötið krauma í 20-25 mínútur, snúið við öðru hverju. Stingið í bitana með beittum hníf. Ef safinn, sem rennur úr, er alveg glær er kjötið fullsteikt. Á meðan kjötið er að stikna eru gúrkubitarnir soðnir við vægan hita í 5 mínútur. Afgangurinn af smjörinu er bræddur og púrrulaukssneiðar brúnaðar við vægan hita í um 5 mínútur. Látið vatnið renna vel af gúrkunni og bætið á pönnuna hjá laukn- um. Setjið sýrða rjómann og myntuna á pönnuna. Blandið öllu varlega saman með trésleif og hitið þar til sósan er vel heit. Gæt- ið þess að láta sósuna alls ekki sjóða. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar. Leggið kjúkl- ingabitana á pappírsþurrkur og látið mestu fituna renna af. Leggið þá síðan á fat og aus- ið sósunni yfir þannig að hún hylji þá að hluta. Skreytið með lauksneiðum og berið afganginn af sósunni með í skál. Borið fram með nýjum, soðnum kartöflum. Umsjón: Þórey Einarsdóttir 20 VIKAN 34. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.