Vikan


Vikan - 20.08.1987, Page 24

Vikan - 20.08.1987, Page 24
BENETTON BLÓMSTRAR Luciano Benetton hefur hug á að komast í heimsmetabók Guinness. Allar líkur eru á að honum muni takast það. Hið blómlega fyrirtæki hans, Benetton, er óðum að leggja undir sig heiminn. Gárungar henda gaman að og kalla Benetton, McDonalds tiskuheims- ins. Það er hreint ekki svo fjarri lagi. Benett- onbúðirnar eru á hverju götuhorni um allan heim. Fyrirtækið státar af 4000 verslunum í 60 löndum. Benetton hefur opnað verslun daglega síðastliðin þrjú ár og hefur jafnvel tekist að brjótast í gegnum járntjaldið og er nú með verslanir í Búdapest, Prag og Belgrad. Sem stendur er Luciano Benetton á kafi í samningaviðræðum við Rússa en hvorki geng- ur né rekur. Honum líkar ekki skrifstofubákn Rússanna og segir samskipti ganga erfiðlega vegna skipulagsleysis í sovéska tiskuheimin- um. En hver er sagan á bak við velgengni Benett- ons? Jú, það er saga „litla mannsins" sem kemur frá fátækri, ítalskri fjölskyldu, hætti í skóla 10 ára gamall og byggði upp það undra- fyrirtæki sem Benetton er nú. Systkinin fjögur Benettonsystkimn fjógur, Luciano, Guil- iana, Carlo og Gilberto, ólust upp við fátækt. Er Guiliana lauk skólaskyldu hóf hún störf í prjónaverksmiðju. Hún hafði gaman af að prjóna og þegar vinnu var lokið sat hún fram eftir nóttu og hannaði sínar eigin peysur. Á þessu tímabili vann Luciano sem afgreiðslu- maður i fataverslun og fengu þau systkinin þá hugdettu að reyna að selja peysurnar í þeirri verslun. Og viti menn! Peysurnar runnu út eins og heitar lummur. Fljótlega tókst þeim að skrapa saman peninga og keyptu nokkrar notaðar prjónavélar. Síðan hófust þau handa við framleiðslu á hinum fallegu, sérstöku peys- um sem enn í dag eru eitt helsta aðalsmerki Benettons. I upphafi notuðust þau einungis við fjóra liti: grænt, blátt, gult og rautt. Benettonævintýrið var hafið og árið 1968 opnuðu systkinin sína fyrstu verslun í Belluno í ítölsku Ölpunum. Tæplega 20 árum síðar er Benetton orðið stærsta fataframleiðslufyrirtæki Evrópu. Á síðasta ári framleiddi Benetton 20 milljón ull- arflíkur, 10 milljón bómullarflíkur og 10 milljón denimflíkur. Samtals er framleiðslan 40 milljón stykki af fatnaði og seljast því að meðaltali um 10.000 flíkur í hverri verslun. Velgengni Benettons er ekki einungis byggð á hátísku heldur einnig á hátækni tölvunnar. Sjálfur kallar Luciano framleiðslu sína „iðn- aðartísku". Þessi nafngift minnir frekar á japanska bílaframleiðslu en ítalskan tískufatn- að. En þrátt fyrir að Benetton framleiði svokallaða iðnaðartísku er hér um að ræða vandaðan fatnað úr góðu hráefni. Það er stefna fyrirtækisins að bjóða upp á þægileg föt sem eru hönnuð samkvæmt tísku dagsins í dag ásamt örlítilli klassík. Fötin eru líka á viðráðanlegu verði. Benetton hefur þrjú vörumerki: 012 er barnalínan, Benetton er fyrir 14-25 ára ald- urshópinn og Sisley er meira hátískumerki og Höfuðstöðvar Benettonfyr- irtækisins eru í Vilia Minelli, sautjándu aldar bygg- ingu. 24 VI KAN 34. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.