Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 24
BENETTON BLÓMSTRAR Luciano Benetton hefur hug á að komast í heimsmetabók Guinness. Allar líkur eru á að honum muni takast það. Hið blómlega fyrirtæki hans, Benetton, er óðum að leggja undir sig heiminn. Gárungar henda gaman að og kalla Benetton, McDonalds tiskuheims- ins. Það er hreint ekki svo fjarri lagi. Benett- onbúðirnar eru á hverju götuhorni um allan heim. Fyrirtækið státar af 4000 verslunum í 60 löndum. Benetton hefur opnað verslun daglega síðastliðin þrjú ár og hefur jafnvel tekist að brjótast í gegnum járntjaldið og er nú með verslanir í Búdapest, Prag og Belgrad. Sem stendur er Luciano Benetton á kafi í samningaviðræðum við Rússa en hvorki geng- ur né rekur. Honum líkar ekki skrifstofubákn Rússanna og segir samskipti ganga erfiðlega vegna skipulagsleysis í sovéska tiskuheimin- um. En hver er sagan á bak við velgengni Benett- ons? Jú, það er saga „litla mannsins" sem kemur frá fátækri, ítalskri fjölskyldu, hætti í skóla 10 ára gamall og byggði upp það undra- fyrirtæki sem Benetton er nú. Systkinin fjögur Benettonsystkimn fjógur, Luciano, Guil- iana, Carlo og Gilberto, ólust upp við fátækt. Er Guiliana lauk skólaskyldu hóf hún störf í prjónaverksmiðju. Hún hafði gaman af að prjóna og þegar vinnu var lokið sat hún fram eftir nóttu og hannaði sínar eigin peysur. Á þessu tímabili vann Luciano sem afgreiðslu- maður i fataverslun og fengu þau systkinin þá hugdettu að reyna að selja peysurnar í þeirri verslun. Og viti menn! Peysurnar runnu út eins og heitar lummur. Fljótlega tókst þeim að skrapa saman peninga og keyptu nokkrar notaðar prjónavélar. Síðan hófust þau handa við framleiðslu á hinum fallegu, sérstöku peys- um sem enn í dag eru eitt helsta aðalsmerki Benettons. I upphafi notuðust þau einungis við fjóra liti: grænt, blátt, gult og rautt. Benettonævintýrið var hafið og árið 1968 opnuðu systkinin sína fyrstu verslun í Belluno í ítölsku Ölpunum. Tæplega 20 árum síðar er Benetton orðið stærsta fataframleiðslufyrirtæki Evrópu. Á síðasta ári framleiddi Benetton 20 milljón ull- arflíkur, 10 milljón bómullarflíkur og 10 milljón denimflíkur. Samtals er framleiðslan 40 milljón stykki af fatnaði og seljast því að meðaltali um 10.000 flíkur í hverri verslun. Velgengni Benettons er ekki einungis byggð á hátísku heldur einnig á hátækni tölvunnar. Sjálfur kallar Luciano framleiðslu sína „iðn- aðartísku". Þessi nafngift minnir frekar á japanska bílaframleiðslu en ítalskan tískufatn- að. En þrátt fyrir að Benetton framleiði svokallaða iðnaðartísku er hér um að ræða vandaðan fatnað úr góðu hráefni. Það er stefna fyrirtækisins að bjóða upp á þægileg föt sem eru hönnuð samkvæmt tísku dagsins í dag ásamt örlítilli klassík. Fötin eru líka á viðráðanlegu verði. Benetton hefur þrjú vörumerki: 012 er barnalínan, Benetton er fyrir 14-25 ára ald- urshópinn og Sisley er meira hátískumerki og Höfuðstöðvar Benettonfyr- irtækisins eru í Vilia Minelli, sautjándu aldar bygg- ingu. 24 VI KAN 34. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.