Vikan


Vikan - 20.08.1987, Síða 25

Vikan - 20.08.1987, Síða 25
er nýlega farið að hanna karlmannafatnað í því líka. „Kennedyfjölskylda Italíu“ Höfuðstöðvar Benettons eru í gullfallegu húsi frá 17. öld, um það bil 15 mílur norður af Feneyjum. Þaðan stjórnar hinn 51 árs gamli Luciano sínu fræga fyrirtæki. Hann er heilinn á bak við Benettonfyrirtækið. Líkt og rómverskur keisari hefur Luciano skipt heimi sínum niður í svæði og skipað „landstjóra" yfir hverju svæði. Þessir 80 land- stjórar eru meðal annars lykillinn að velgengni skipulagsins. Þeir eru í stöðugu sambandi við höfuðstöðvarnar á Ítalíu og fylgjast grannt með sínu. Þeir velja nýjar staðsetningar versl- ana, fylgjast með útstillingum og fleira í þeim dúr. Luciano er stöðugt á faraldsfæti því honum finnst mjög áríðandi að vera í beinum sam- skiptum við lífæðar fyrirtækisins. Þessi sjálfs- öruggi margmilljónamæringur vinnur tólf stunda vinnudag og það gera einnig hin systk- inin. Þetta fólk er vinnuþjarkar og ekkert virðist bíta á það. Guiliana hefur umsjón með allri hönnun ásamt því að vera fjögurra barna móðir. Luciano var eitt sinn haldið föngnum í mannráni sem stóð í Ijóra klukkutíma og mætti eldhress til vinnu snemma næsta dag. Einstök vinnusemi, sterk fjölskyldutengsl, heilbrigt líferni og skipulagshæfni Benetton- fjölskyldunnar hefur gefið henni gælunafnið „Kennedyfjölskylda Ítalíu". Sameinadiv friðarlitir Auglýsingar Benettons hafa vakið verð- skuldaða athygli og viðurkenningar. Auglýs- ingaherferðum fyrirtækisins er stjórnað af ljósmyndaranum Oliviero Toscani. Sem dæmi má nefna auglýsingar eins og „United Colors of Benetton" (sameinaðir litir Benettons) sem túlka von um frið á jörðu á mjög sérstakan máta. Börn af ýmsum þjóðernum haldast í hendur, klædd fötum í öllum regnbogans lit- um. Undirrituð hefur komið í Benettonverslanir í New York, Kaupmannahöfn, Hawaii, Nice, Sam Remo og auðvitað Reykjavík. Það hefur vakið athygli mína að starfsfólkið virðist vera valið af natni. Það er undantekningarlaust huggulega til fara, brosmilt og kátt. Eg hef þó einu sinni verið óheppin í við- skiptum mínum við Benetton. Eg var nýlega í einni af verslunum fyrirtækisins í Honolulu og keypti mér þar buxur, jakka og skyrtu sem ég var mjög hrifin af. Hrifning mín minpkaði þó til muna er kom að þvottadögum. Ég las þvottaleiðbeiningarnar margoft til þess að dressið héldi nú örugglega sínum sjarma. En viti menn! Buxurnar hlupu svo að ég var hreinlega í vandræðum með að fmna þær í þvottavélinni! En það má gera gott úr öllu og ég geng stolt um í nýju Bermuda-Benetton stuttbux- unum mínum ... Hrund Hauksdóttir, Winona, Bandaríkjunum Luciano Benetton hætti í skóla 10 ára gamall og stefnir að því nú að komast i heimsmetabók Guinness. Hann er elstur Benettonsystkinanna. 34. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.