Vikan


Vikan - 20.08.1987, Page 26

Vikan - 20.08.1987, Page 26
Vikan — bílar PEUGEOT 405 Á næstu vikum kemur á markað- inn í Evrópu nýr meðalstór Peugeot sem fengið hefur númerið 405. Hann fyllir upp í gatið milli 309 og 505. Ef myndin prentast vel má sjá að hér er um bráðlaglegan bíl að ræða enda hefur ítalski meistarinn Pinin- farina komið hér við sögu eins og oftast áður hjá Peugeot. Vélarstærðir verða 4, 1,6 lítra, 75 hö., 1,9 lítra, 95 hö., 1,9 lítra með beinni innspýtingu, 105 hö., og síð- ast en ekki síst 1,9 lítra, 16 ventla, með öllu, 158 hö. Sá bíll nefnist 405 MI 16 og verður meiri háttar trylli- tæki, hámarkshraði 220 km/klst. og 0-100 á 8,6 sek. Peugeot 405 hefur sjálfstæða fjöðr- un á öllum hjólum, gorma að framan en snerilíjöðrun að aftan. NYR MOSKVICH Sovéska bílaverksmiðjan Moskvich hef- ur byrjað framleiðslu á nýjum bíl. Sá er framdrifinn, 5 dyra og líkist mjög Talbot 1510 (sem áður hét Simca). Bíll- inn á að leysa af hólmi gamla Moskvich- inn og má segja að timi hafi verið til kominn. Margir muna eflaust eftir fyrstu bilunum af Moskvichgerð sem hingað voru fluttir. Síðar komu „Mosar“, sem voru eins konar minni útgáfa af Volgu, og dugðu þeir vel á frumstæðum vegum, enda háir frá vegi. Þeir voru hins vegar ekki allt of stöðug- ir og litu oft út fyrir að vera svolítið meira bilaðir en þeir voru i raun og veru. Á síðari hluta 7. áratugarins komu svo nýjustu Moskvichbílarnir og má enn sjá nokkuð af þeim í umferð þó að inn- flutningur hafi ekki verið mikill síðari árin. Þó var um tíma selt talsvert af sendibílum sem voru eins konar blanda af bíl og kartöflugeymslu. Margir iðnað- armenn áttu svona bila því að þeir voru ódýrir og hentuðu mörgum handverks- mönnum mjög vel. Nýi Moskvichinn ber númerið 2141 og var þróaður með aðstoð frönsku Renaultverksmiðjanna. Gert er ráð fyrir því að bíllinn verði kynntur í þessari fyrstu útgáfu á Vesturlöndum í haust, líklega í Frankfurt. Á næstu 2 árum eru svo væntanlegar fleiri gerðir, svo sem skutbíll og 4 dyra útgáfa. Ennfremur er fyrirhugað að setja fjórhióladrif i bíl- inn. Tvær vélar eru fáanlegar sem báðar eru 75 hö., önnur 1,5 lítra en hin 1,6 lítra. Sú síðarnefnda mun vera væntan- leg í Lada Samara á næstunni. 26 VIKAN 34. TBL PORSCHE 959 í FRAM LEIÐSLU Umsjón: Úlfar Hauksson Porsche hefur nú byrjað framleiðslu á 959 bílunum svo nú sér fyrir endann á tveggja ára bið kaupenda eftir þessu undratæki. Porsche 959 er einhver kraft- mesti, hraðskreiðasti og dýrasti bill sem framleiddur hefur verið í „seríufram- leiðslu“. Kaupendur greiddu flestir gríðarlegar upphæðir fyrir kaupsamn- inginn fyrir 2 árum og hafa síðan beðið, vafalaust óþreyjufullir, eftir þessu dýr- lega leikfangi. Verðið, sem þeir greiða endanlega fyrir bílinn, er um það bil 420.000 þýsk mörk og fengu færri en vildu því að hinir hamingjusömu eigend- ur verða aðeins um 200 talsins. Porsche 959 er dæmi um það hvað hægt er að gera ef menn láta helst ekk- ert aftra sér frá því að ná sem fullkomn- ustum árangri. Bíllinn ber keim af 911-gerðinni af Porsche en er þó heldur stærri og flatari. Vélin er að upplagi gamla 6 strokka boxervélin sem knýr 911. í 959 er hún 2,8 lítra, vatnskæld, með 2 forþjöppum, millikæli og 4 ventl- um við hvern strokk. Ventlunum stjórna 4 knastásar og vélin er að sjálfsögðu með beina eldsneytisinnspýtingu. Ár- angurinn er 450 hö. við 6500 sn/mín. og togið er 500 Nm við 5000 sn/mín. Billinn er með drif á öllum hjólum með rafeindastýrðri dreifingu drifkrafts milli fram- og afturhjólanna. Fjaðrabúnaður er einnig stillanlegur. Annars er Porsche 959 svo úttroðinn af nýjustu tækni og vísindum í bilasmíði að með ólíkindum er. Ekki mælist að- eins afl og hraði í óvenjulegum tölum heldur ýmislegt fleira. Má t.d. nefna að olíumagnið á vélinni er 18 lítrar og kælikerfið tekur 25 lítra. Venjulegir fjöl- skyldubílar eru með 3-5 lítra af olíu og 5-10 lítra af kælivökva. Hvað er svo hægt að gera með allar þessar „græjur“? Jú, Porsche 959 nær u.þ.b. 320 km hraða á klst. og það tek- ur „vana menn“ aðeins 3,7 sek. að ná 100 km/klst. úr kyrrstöðu. Jafnframt er bíllinn tiltölulega auðveldur viðfangs í venjulegum innanbæjarakstri. Okumenn þýska bilablaðsins Auto Motor und Sport töldu þó að þýskar hraðbrautir sýndust fremur þröngar og samferðamennirnir hægfara, séð úr bíl- stjórasætinu í Porsche 959, þegar hraðamælirinn væri kominn á 4. hundr- aðið. Þeir mældu sérstaklega vegalengd- ina sem þurfti til að stöðva bílinn á hámarkshraða og reyndist hún yfir 400 metrar þrátt fyrir að 959 er búinn ein- hverjum öflugustu hemlum sem um getur (með ABS að sjálfsögðu). Enn- fremur töldu sérfræðingar blaðsins að bíllinn færði ökumann fljótlega í óþarfa nálægð við takmörk ökuleiknínnar. Það þarf nú líka talsvert hugrekki til að fara út að aka á jafnvirði einbýlis- húss af dýrustu gerð. Engu að síður gleðja svona „kon- fektmolar" hug og hjarta bílaáhuga- manna og leiða jafnframt til framfara í bilaiðnaði sem allir njóta, þó síðar verði. GALANT FLATARIAÐ FRAMAN Með haustinu kemur á markaðinn endurbættur Mitsubishi Galant. Út- litið verður ekki mikið breytt, helst að framhlutinn hafi orðið flatari ásamt því að rúðurnar hafa stækkað litillega. Auk 4 strokka vélanna, 1,6 lítra og 2,0 lítra, sem hafa verið í Galant- mum, verður einnig fáanleg 6 strokka vél, 2,5 lítra, 140 hö. 34. TBL VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.