Vikan


Vikan - 20.08.1987, Qupperneq 29

Vikan - 20.08.1987, Qupperneq 29
Vikan og tilveran • • Ongstrætí merkingarinnar „í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð.“ Hver kannast ekki við þessa fleygu setningu úr sköpunarsögu Bibl- íunnar? Færri trúi ég þó að hafi leitt hugann að því hvers konar skepna orðið er. í orðinu býr þekking og í þekkingunni býr valdið og sá sem getur orðað þekkingu sína og vitneskju getur brotið meðbræður sína undir sig á óbeinan hátt. Orðið, eða tungumálið í heild, býr yfir ákveðinni hugmyndafræði sem málnotandinn veitir ekki athygli meðan samskiptin ganga snurðulaust fyrir sig. Það er með tungumálið eins og öndunarfærin. Við drögum að okkur lífs- loftið án þess að hafa nokkuð fyrir því þar til ejnhver fyrirstaða kemur upp. Því er það ekki fyrr en syrtir í álinn; þegar rangtúlkan- ir og allrahanda misskilningur skjóta upp kollinum, að fólk verður illyrmislega vart við að tungumálið er margræður og flókinn mið- ill. Hægt er að líta á hvert orð sem sjálfstætt tákn þrátt fyrir að þau séu samsett úr minni einingum. Þessi tákn hafa tvíþætt eðli. Annars vegar eru þau táknmyndir, þ.e. sú mynd sem orðið hefur á prenti eða í framburði. Hins vegar er táknmiðið, sú merking sem tengist táknmyndinni. Vandamálið, sem kemur upp þegar fólk misskilur hvað annað eða leggur aðra merkingu í orðin heldur en mælandinn ætlaðist til, stafar meðal annars af því að fleiri en ein merking get- ur staðið á bak við eina táknmynd og þeir sem spjalla saman taka sinn pólinn hvor í hæðina. Yfirleitt er talað um að orð hafi ákveðnar aðal- merkingar. Frávik, blæ- brigði og viðbætur kallast auka- eða hjámerkingar. Þessar aukamerkingar eru oft á tíðum visbendingar um forna hugmyndafræði eða viðhorf sem eru annaðhvort rikjandi eða eru að víkja. Inn í aðalmerkingarnar vaxa allskonar tilberar sem breyta merkingu orðanna og geta ruglað fólk í ríminu ef einn skynj- ar og þekkir aukamerkinguna en aðrir ekki. Samleikur aukamerk- ingar og aðalmerkingar er ákaflega flókið spil og gerir mönnum erfitt fyrir að þýða texta úr einu tungumáli yfir á annað. Erfiðleik- arnir stafa af mismunandi orðtökum, ólíkum orðaforða og misvís- andi aukamerkingum. Gott dæmi um misræmi aukamerkinga milli tungumála er orðið „negri". Þetta orð er nokkuð hlutlaust í ís- lenskri tungu en það jaðrar við illmælgi að láta hafa það eftir sér á ensku. Þjóðfélagsaðstæður setja svipmót sitt á „nigger“ og velta inn í umræðuna áratuga kynþáttafordómum, kúgun og blóðböðum. Svipaða merkingu hefur íslenska orðið „surtur“, nema hvað habít- inn vantar í aukamerkingarnar sem tengjast því. Þegar misgengi verður á milli gildismats hugmynda og tungutaksins koma tengsl þarna á milli í ljós. Algild og lifandi viðhorf er mun erfiðara að greina í tungumálinu því þau eru samgróin okkur. Dæmi um ákveðna hugmyndafræði, sem birtist í tungumálinu, er sá hluti orðaforðans sem tengist konum. Mörg orðanna nálgast það að geta kallast skammaryrði. Kerlingabækur hafa til skamms tíma þótt heldur ómerkileg fræði og orðið notað um bábiljur ein- ar. Það er ekki aldurstilvísun orðsins sem gerir kerlingabækur að tómum þvættingi heldur vísun þess í kvenkynið. Það eru konumynd- in og allar aukamerkingarnar í kringum hana sem gera þvílíka lesningu marklausa. Svipuðu máli gegnir með kvennatímarit, þau þykja ekki merkilegur pappír og gjarnan sagt að þau sleiki aðeins yfirborð hlutanna, rétt eins og önnur tímarit nái að gera mikið betur. Einnig er ég smeyk um að ungar stúlkur yrðu óhressar ef klæðnaði þeirra væri lýst á þann veg að hann væri konulegur. Þetta lýsingarorð virðist ekki hafa.sömu merkingu og kvenlegur fatnað- ur; einhver kerlingaraukamerking er komin inn i orðið. Þessar aukamerkingar, sem lita hugtök og orð, segja okkur talsvert um almenn viðhorf fólks til konunnar í aldanna rás. Það sem þær höfðu fyrir stafni taldist annaðhvort ekki þess virði að eyða orðum á það eða þá að það var beinlínis auvirðilegt. Ef ekki reyndist unnt að þegja þær í hel voru þær sköss, vargar, skessur eða valkyrj- ur og mér er til efs að nokkrar stökkbreytingar hafi átt sér stað í þessum efnum. Þessar auðmýkjandi aukamerkingar hafa gengið svo langt að konur sjálfar kæra sig ekki um að vera konulegar, vilja miklu frekar vera kvenlegar. Skondinn munur þar á. Tungumálið er eitthvert veigamesta boðskiptakerfið sem mennirnir ráða yfir til að hafa samskipti sín á með- al. Það byggir tilvist sina á ævafornu samkomulagi um merkingu tilverunnar. Það er því ljóst að nokkur regla verður að vera á notkun og merkingum þessa miðils svo einstaklingarnir tali ekki í kross. Til að boðskipti mann^i á meðal geti átt sér stað verða þau að uppfylla ákveðin skilyrði. Það verður að vera til staðar mælandi sem segir eitthvað við annan mann. Það sem hann segir verður að vera í ákveðnu samhengi, mælt á sömu tungu og vísa til ákveðinnar merkingar þannig að viðmælandinn hafi möguleika á að skilja hvað hinn er að fara. Þannig má segja að merking fyrirbæranna og gildismat okkar sé komið undir sáttargjörð meirihlutans og hafi öðlast sess í gegnum aldagamlar hefðir. Þessar hefðir eru ákaflega tvíbentar. Þær geta veitt mönnum stuðning og styrk ef menn gangast algjör- lega við forsendum þeirra en þær geta ekki síður reynst mönnum fótakefli og jafnvel orðið þeim skeinuhættar ef þeir fara út fyrir ramma viðtekinna viðmiða og þenja merkinguna út á ystu nöf þannig að fáir eða jafnvel enginn nema viðkomandi sjálfur skilur hvað átt er við. Dæmi af þessu tagi eru orðaskipti geðsjúklinga, fantasíur af ýmsu tagi og skáldskapur sem leitast við að hafna raun- veruleikatilvísunum. Þeir einstaklingar, sem draga forsendur gildis- mats og tungumáls í efa, hrófla um leið við ríkjandi heimsmynd því það má segja að þetta þrennt, gildismat, tungumál og heims- mynd, sé hálfgert þríeyki sem ekki verður sundur skilið. Samfélagið snýst til vamar þessum orðlistartilraunum og reynir að þagga niður í óróaseggjunum áður en verra hlýst af. . < -9. L".^s ■©-I Texti: Sigríður Steinbjörnsdóttir 34. TBL VIKAN 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.