Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 35
yUR YDVORhl BILARYÐVOf?N) I Ljómanum 1985 fóru þeir Rúnar og Jón á hliðina austur viö Gunnarsholt. Bíllinn jaskaöist töluvert en þó gátu þeir feögar lokiö keppninni akstur á sérleiðum. Ljómarallið tekur líka lengri tíma, það hefst yfirleitt á hádegi á fimmtudegi en lýkur síðari hluta laugardags. Jón segir að menn æfi lítið fyrir keppnimar því á íslandi geti þeir ekki notað bilana svo heitið geti. Þetta em mjög dýr farartæki, vara- hlutir vandfengnir og vélamar endast stutt, kannski 5000-6000 kílómetra. „Ég reyni að leggja á minnið hvemig bíllinn hagaði sér í síðustu keppni,“ segir Jón, „því svona bíll hreyfir sig náttúrlega öðruvísi en venjulegur bíll; hann er miklu stífari í fjöðrun og stýrið er miklu þyngra og erfiðara. En ég reyni auðvitað að taka í bílinn svona rétt fyrir keppni. Við hér á íslandi emm ekkert nema áhuga- menn í þessu sporti," heldur Jón áfram, „og þetta fyrmefnda atriði sannar það betur en nokkuð annað. Kappamir erlendis, sem em í toppbaráttunni, hafa til umráða 3 4 bíla sem þeir geta jukkast og djöflast á eins og þeim sýnist. Og þessir menn keppa kannski þrisvar til fjóram sinnum í mánuði allan ársins hring. Hins vegar stendur keppnistímabilið hjá okkur yfir í 5 mánuði að meðaltali á ári og við ökum einu til tvisvar sinnum í mánuði.“ - Jón, nú hefur þú tekið þátt í rallakstri í 12 ár. Finnst þér einhver breyting hafa orðið á framgangi og frammistöðu keppenda? „Já, það er miklu meiri harka í þessu núna,“ svarar Jón, „og hraðinn hefur aukist alveg gífur- lega. Við emm ekkert betri en þessir eldri ökumenn, hins vegar erum við á miklu betri bilum. Þeir hafa meiri orku, betri íjöðmn og ná meiri hraða en gömlu týpumar. Svo em flest- ir ökumannanna á mjög svipuðum bílum. A fyrstu ámnum kepptum við Omar til dæmis á bíl sem var 130 hestöfl. Þetta var ágætur bíll en hann var þó aldrei kraftmesti bíllinn í flotan- um, langt frá því. Menn voru þama á bílum allt upp í 170 hestöfl. Hafsteinn heitinn Hauks- son flutti svo inn fyrsta bílinn sem var yfir 200 hestöfl. Þetta var Ford Escort, 250 hestöfi, mjög svipaður þeim bil sem ég ek í dag. Fyrstu árin eftir að Hafsteinn fékk þennan bíl vom það ekki nema 3-4 sem fengu sér svona kraftmikla bíla en nú em langflestir keppnisbílanna yfir 200 hestöfl og að minnsta kosti 8 bílar á bilinu 200-260 hestöfl.“ A sínum tíma voru þessir kraftmiklu bílar svo dýrir að íslensku ökuþóramir höfðu bara ekki efni á að kaupa þá. Bílamir hafa aftur á móti lækkað mjög í verði á erlendum markaði, enda núorðið mest notaðir í minni klúbbkeppnir og annað slíkt. Til skamms tíma vom menn famir að nota bíla, sem vom um 500 hestöfl, í Evr- ópu- og heimsmeistarakeppni. Á þessum farar- tækjum náðu þeir alveg ævintýralegum hraða og slysin, sem áttu sér stað, vom hrikaleg. Loks fór svo að FISA bannaði þessa kraftmestu bíla og nú mega keppnisbílar ekki fara yfir 300 hest- öfl. „Þessi ákvörðun jafnar svolítið leikinn milli okkar og útlendinganna," segir Jón, „og þýðir að bílar eins og Escortinn minn slaga hátt upp í bestu bílana á markaðinum." - Þið keyrið þá ekkert á þessum farartækjum í almennri umferð: „Þetta var svona svip- uð stemning og maður sér í Grease-myndun- um.“ „Nei, við verðum að spara vélamar og fyrir utan það valda þessir bílar óþægindum í um- ferðinni, þeir eru áberandi, það er mikill hávaði í þeim og þeir fara illa á bæjarakstri.“ Auk þess er, að sögn Jóns, þónokkuð stór hópur manna sem er stöðugt að hnýta í rallið. Keyrsla á rallbílum í almennri umferð væri því einungjs vatn á myllu þessara fordómafullu og kæmi af stað leiðindum og illindum. „Ef ég keyrði Escortinn minn á 80 kílómetra hraða niður Breiðholtsbrautina,“ segir Jón, „er ég viss um að einhver tæki sig til, skrifaði les- endabréf og kvartaði sáran yfir þessum rallbíl sem hann sá aka á ofsaferð niður almenna umferðargötu. Hins vegar er ég viss um að sá hinn sami tæki ekki eftir neinu óeðlilegu ef ég keyrði BMW-inn minn á sama hraða niður sömu braut. Og ég er klár á því að ef vældi í rallbílnum mínum myndu margir álíta að á ferð- inni væri geðveikur rallkappi, haldinn óstjóm- legri athyglisþörf. Ef það vældi aftur á móti í BMW-inum mínum segðu menn að ég þyrfti að láta athuga vélina í honum.“ Jón segir að það hafi alla tíð staðið töluverð- ur styr um rallið og menn komi iðulega af stað magnaðri umræðu sem yfirleitt einkennist af hleypidómum og bábilju. „Állt of oft hafa þessar óánægjuraddir ekki hundsvit á því sem þær em að alhæfa," segir hann. „Menn ásaka okkur fyrir að eyðileggja náttúmna, stuðla jafnt að eyðingu gróðurs og beitilanda. Þetta er alrangt. Rallökumenn gera nefnilega allt til þess að halda sig á veginum og meira en það, þeir leggja sig í líma við að halda bilunum á miðjum veginum. Þetta er vegna þess að á miðjum vegi er gripið yfirleitt mjög gott en þegar komið er út fyrir götuna er það ekkert og þá eru menn vísir til þess að velta eða lenda í öðmm voða.“ En það er ekki nóg með að menn kvarti yfir 34. TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.