Vikan


Vikan - 20.08.1987, Síða 36

Vikan - 20.08.1987, Síða 36
eyðileggingarstarfsemi ökumannanna. Sumir vilja hreinlega banna rallkeppnina fyrir fullt og allt. Það finnst Jóni fráleit hugmynd. „Ég hef sagt það áður og segi það enn: Það skal engum detta það í hug að menn reyni ekki með sér á bílum. Um aldaraðir hafa menn reynt með sér á hestum og hví skyldu þeir ekki reyna með sér á bílum? Maðurinn er nú einu sinni þannig gerður að hann vill keppa og þetta kapp í honum verður að fá útrás.“ Jón heldur því fram að með tilkomu rall- keppninnar hafi verið bundinn endi á mikið erfiðleikatímabil í sögu íslenskra löggæslu- manna. Hér á árum áður var nefnilega stundað- ur kappakstur af sömu hörku og nú en þá var hann hvorki skipulagður né háður á vissum afmörkuðum leiðum. „Þegar við Ómar vorum 17-18 ára gamlir," segir Jón, „tókum við þátt í bullandi kapp- akstri hér á götum borgarinnar. Við vorum að spyma uppi í Þingholtunum og niðri á rúnti. Við strákamir æstum hverjir aðra upp, alveg snælduvitlausir. Þetta var svona svipuð stemn- ing og maður sér í Grease-myndunum og ég held að við höfum verið að gera meiripart lög- reglunnar trítilóðan. Þeir sem voru í löggæslunni þá vita að við stunduðum ekki þennan akstur svona öðru hvom heldur var hér urn að ræða „Gufustrókamir stóðu út úr manni. “ hörkukeppni upp á hvert einasta kvöld. Og þó verðir laganna næðu í afturendann á okkur gátu þeir litið gert því þá var svipting ökuleyfa ekki komin til sögunnar.“ Jón gerir hér stutt hlé á máli sínu, stendur upp og nær sér í vindil. Þegar hann kemur til baka heldur hann áfram: „Við stunduðum þennan kappakstur í miðborginni vegna þess að við gátum hvergi annars staðar verið. Svo var annar hópur af strákum sem æddi upp um öll fjöll, tætti niður heiðar og stuðlaði að ann- ars konar landskemmdum bara til þess að reyna tryllitækin sín. En þetta er liðin tíð og sem bet- ur fer hefur aðstaða ökugarpanna breyst alveg feikilega.“ Aðstaða bílíþróttamanna hefur sannarlega tekið stakkaskiptum. Nú er haldin skipulögð rallkeppni, það er til kvartmíla og víðs vegar má finna lokaðar brautir fyrir torfærukeppni þar sem menn geta þjösnast og spólað að vild sinni. Allar þessar brautir eru undir eftirliti og er góð samvinna milli þeirra sem umsjá hafa með brautunum og yfirvalda. Við snúum okkur aftur að þátttöku Jóns í rallkeppni og ég spyr hver sé sú minnisstæðasta á ferlinum: „Ég held að mesta spennan hafi verið í Akra- nesrallinu nú í sumar,“ segir Jón. „Þar börðumst við nafnar Jón Halldórsson um sigur út alla keppnina. Þetta var hreinlega einvigi milli okk- ar tveggja sem aðrir keppendur blönduðu sér ekki í. Það munaði ekki nema 10 sekúndum á okkur þegar við fórum inn á síðustu sérleiðina og þar var keyrt, skal ég segja þér! Þetta var barátta sem við háðum upp á hverja sekúndu, maður varð að taka á honum stóra sínum og tók kannski heldur meiri sénsa en gengur og gerist í venjulegri keppni. Keyrslan á okkur var slík að hún nálgaðist það að vera geggjun. Vél- in var gjörsamlega þanin til hins ýtrasta og hraðamælirinn var í botni. Þegar um það bil kílómetri var eftir fór drifið á Porsche-inum hjá Jóni en við Rúnar hespuðum þetta af. Þetta var óneitanlega sú harðasta keppni sem ég hef tekið þátt í. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort keyrslan hafi ekki verið helst til hröð, við hugsuðum ekki einu sinni um að draga úr ferð- inni í beygjum eða á hæðum, en svona fanta- gangur getur auðveldlega endað með ósköpum. Hins vegar er það svo að þegar koma upp svona kaflar eins og þessi getur maður hreinlega ekki sleppt því að þenja bílinn svolítið. Það er svo ofsalega gaman að finna þessa miklu orku í bílnum, þennan gifurlega hraða og þurfa að glíma við krappar beygjur eða erfiða malarvegi á þessari ferð.“ Jón telur þó mikilvægt að rallökumenn haldi hraðanum í böndum. „í síðasta vorrallinu var hraðinn að mínum dómi til dæmis alltof mikill miðað við aðstæð- ur,“ segir hann. „Vegimir eru varasamir á þessum árstíma; ég mátti fyrir mína parta alls ekki keyra hraðar til þess að hafa fulla stjóm á bílnurn og stefndi ekkert sérstaklega að fyrsta sætinu. Á hinn bóginn voru þama menn sem fóru helst til geyst, veltu bílnum eða urðu fyrir annars konar óhöppum.“ Jón segist ekki hafa orðið fyrir mörgum óhöppum á ferlinum. „Ég hef sloppið vel,“ segir hann. „Við Ómar fóram þó einu sinni á hliðina austur undir Fljótshlíð í rallkeppni sem var haldin 1978 eða 1979. Svo fóram við nokkrar veltur í Húsavík- urrallinu 1982. Það var alveg fantalegt. Við vorum staddir á beinum vegi sem var holóttur og skörðóttur. Bíllinn hoppaði svo hátt að hann lenti með annað framhjólið utan vegar og stakkst beint fram fyrir sig, veltist á afturendann og tók svo aðra veltu á hliðina og þar endaði hann. Nú, það var ekki um neitt annað að ræða en koma skijóðnum á hjólin og halda aftur af stað. Sem betur fer varð hvoragur okk- ar fyrir stórslysum; ég jýndi að vísu áttum og vildi fara aðra leið en Ómar, lét hann þó ráða og hann kom okkur heilu og höldnu í mark. Síðan lentum við Rúnar á hliðinni austur við Gunnarsholt í Ljómanum 1985. Þetta var stuttu eftir að ég tók við stýrinu og sennilega hefur reynsluleysið átt sinn hlut í þessu óhappi. Við 36 VIKAN 34. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.