Vikan


Vikan - 20.08.1987, Síða 37

Vikan - 20.08.1987, Síða 37
vorum að keyra eftir niðurgröfnum vegi þegar bíllinn flaug skyndilega upp eða missti grip, lenti á bakkanum öðrum megin, rann á hliðina, sner- ist þversum og lokaði leiðinni. Um leið og hann fór þversum milli moldarbarðanna var höggið það mikið að hann flaug upp í loft á nýjan leik og lenti á hjólunum. Aðrir bílar komust ekki framhjá og við urðum að losa um bílinn i mik- illi skyndingu og koma honum af stað. Þama sprakk eitt dekk og bíllinn beyglaðist töluvert en við kláruðum þó keppnina." Af þessari frásögu Jóns má ráða að þrátt fyrir að hann sé einn besti rallökumaður okkar Islendinga hefur hann þurft að sætta sig við nokkur óhöpp og honum hafa einnig orðið á afdrifarík mistök. „I fyrstu keppninni gerði ég mín verstu mis- tök,“ segir Jón. „Það var þannig að við Ómar vomm staddir á Kolviðarhólsleiðinni og áttum að keyra að Kolviðarhóli, beygja svo til hægri og fara upp að Skíðaskálanum í Hveradölum. Þegar við komum að brekkunni fyrir neðan Skíðaskálann fannst mér endilega að við ættum að beygja inn á malbikið; Hellisheiðarveginn. Við fómm inn á malbikið og þá kom auðvitað i ljós að þetta var tóm vitleysa og Ómar ætlaði að snúa við. Því miður var þá bíll að fara fram úr okkur og við lentum í hörkuárekstri. Þetta hliðarspor tafði okkur og við lentum i 42. sæti í keppninni. í Skeifurallinu 1978 gerði ég önnur mistök sem vom þó ekki eins afdrifarík," bætir Jón við. „Þar var notast við svokallaðar beygju- merkingar, skilti sem sýndu að menn ættu að yfirgefa veginn. Uppi við Þrastarlund fundum við eitt þessara merkja, að við töldum, og ókum út af veginum. Eitthvað var nú slóðin lítilfjör- leg, lá um hesthúshlað, þaðan gegnum girðingu og endaði svo uppi á einhverri heiði. Þar áttuð- um við okkur á því að ekki væri allt með felldu og snemm við. Síðar kom upp úr kafinu að þama var leiðin ranglega merkt.“ Flestir rallakstursmenn kannast við mistök og óhöpp af þeim toga sem Jón var að lýsa. Þeir kippa sér ekki upp við veltur, útafkeyrslur eða spmngin dekk. A hinn bóginn kunna þess- ar lýsingar Jóns að hljóma glæfralega í eyrum þeirra sem þenja taugamar til hins ýtrasta í föstudagsumferðinni. Þeir kynnu að spyrja hvort menn væm ekki að leika sér með líftór- una í þessu sporti. Jón vill nú ekki meina að svo sé. „Nei,“ segir hann, „miðað við margt annað er rallakstur ekki hættulegur og þar er lítið um stórslys. Ég hef til dæmis aldrei orðið fyrir slysi í rallkeppni. Við höfum líka þann besta öryggis- útbúnað sem völ er á og förum að öllu með gát. Svo höfum við íslendingar líka verið bless- unarlega lausir við þessa kraftmestu bíla sem bjóða hættunni sannarlega heim. Þegar fjór- hjóladrifmn bíll, sem er 500 hestöfl, nær 200 kílómetra hraða á 200 metra kafla milli tveggja beygja sést best hve kraftmikil þessi tæki em. Sem betur fer vom slík tryllitæki bönnuð og í kjölfar þeirrar ákvörðunar fækkaði slysum í raljakstri alveg feiknarlega.“ íslendingar hafa til þessa tekið lítinn þátt í rallakstri á erlendri gmnd. Jón og Ómar bróð- ir hans em í hópi þeirra fáu sem hleypt hafa heimdraganum. „ísland er örugglega eitt besta rallland í heimi. “ „Við Ömar fóram 1981 til Svíþjóðar og tók- um þátt í Sweden-Intemational rallinu," segir Jón. „Þetta var snjórall, haldið um miðjan febrúar. Mér fannst keppnin alveg ofsalega spennandi; brautimar vom flestar ísi lagðar og það var snjór yfir öllu.“ Þessar aðstæður vom mjög framandi þeim bræðmm því hér heima er ekki haldin löng rallkeppni í snjó. Einu vetrarröllin em svokölluð ís-cross sem fara fram á frosnum stöðuvötnum eða tjömum. „Mest þótti mér gaman að dekkjunum,“ held- ur Jón áfram. „Ég hafði aldrei séð þessa týpu fyrr. Dekkin em sérhönnuð og gripu alveg feiki- lega vel í snjóinn og ísinn." - Hvemig gekk ykkur svo í keppninni? „Við vomm svolítið óheppnir, lentum í ljósa- bilun fyrsta sólarhringinn og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Við höfnuðum í 66. sæti en hefðum hugsanlega getað orðið um það bil fertugastir í mark með góðum akstri og örlít- illi heppni.“ í janúar 1985 fór Jón til Finnlands og tók þar þátt í Hankcer-rallinu svokallaða. Þetta var einnig snjórall en þama var meiri kuldi en í Svíþjóð. „Érostið var alveg hrikalegt,“ segir Jón, „það var að meðaltali 35 stig. Mikið voðalega fannst mér skrýtið að keyra við þessar aðstæður. Snjór- inn var stamur í þessum svakalega kulda en dekkin gripu þó miklu betur í en ég átti von á. Þegar maður steig svo út úr bílnum var það íslandsmeistararnir í rallakstri 1986 og 1987: feögarnir Rúnar og Jón fyrir framan Escortinn. 34. TBL VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.