Vikan


Vikan - 20.08.1987, Qupperneq 38

Vikan - 20.08.1987, Qupperneq 38
líkt og að stinga höfðinu inn í frystiklefa og gufustrókamir stóðu út úr manni.“ Jón lenti í 58. sæti keppninnar. „Ég var þónokkuð ánægður með þennan árangur,“ segir hann, „enda hafði ég aldrei keyrt í ralli fyrr. Annars var árangurinn bara aukaat- riði. Ég fór fyrst og fremst í þessa keppni til þess að skemmta mér. Og það var alveg ofsa- lega gaman. Finnamir sýndu af sér mikinn höfðingsskap. Við bjuggum þama á rándýmm hótelum endurgjaldslaust, pmfuðum ekta finnskt sánabað og ýmislegt fleira skemmtilegt. Það var lika gaman að sjá hvað rallið er vinsælt ,,Þar bíða steinar í öll- um köntum eftir að fá að narta í dekkin hjá manni. “ í Finnlandi. Þetta er eiginlega þjóðaríþrótt og margir Finnar em í toppbaráttunni á alþjóða- vettvangi. Þeir byrja líka ungir að keyra og þama er haldin sérstök keppni fyrir 15-16 ára stráka. Svo er það alveg ótrúlegt,“ bætir Jón við, ,;hvað almenningur sýnir rallinu mikinn áhuga. Ég man að áhorfendaskarinn var alveg rosaleg- ur meðfram öllum leiðum. Menn létu ekki kuldann á sig fá, öðm nær. Þeir örkuðu í loðúlp- unum sínum með kaffibrúsana undir hendinni út í skóg, kveiktu þar litla varðelda til þess að halda á sér hita og fylgdust svo með rallinu alveg miskunnarlaust." - Ekki fluttir þú bílinn með þér út í þessa keppni: „Jú, jú,“ svarar Jón. „Bíllinn var fluttur út í bæði skiptin. í fyrra skiptið var jafnvel flogið með hann út. Flugleiðir buðu okkur að flytja bílinn með þotu enda var hún hálftóm og því nóg pláss undir hann. Við þáðum þetta rausnar- lega boð með þökkum. Starfsmennimir á Fomebuflugvellinum í Osló vissu varla sitt rjúk- andi ráð þegar þeir feijuðu bílinn út úr vélinni; hafa eflaust haldið að við væmm einhverjir stór- laxar sem gætu leyft sér að taka hálfa þotu undir einn bíl.“ í síðara skiptið flutti Sambandið bílinn út fyrir Jón. Þetta gerði það endurgjaldslaust; ætl- aði bara að leyfa bílnum að fljóta með. Hins vegar varð þessi flutningur nokkuð dýrari en menn renndu gmn í. í janúarmánuði 1985 ríktu nefnilega slíkir kuldar í Evrópu að sund og höf inn af Norðursjó lagði. Það var því ekki um annað að ræða en flytja bílinn með ísbijóti. Jón kunni sem sagt vel við ísi lagðar brautir Finnlands og Svíþjóðar en hvemig líkar honum að keyra á Islandi? „Mjög vel, ísland er örugglega eitt besta rall- land í heimi. Hér má finna svo mikið sambland af vegum: nýjum malbikuðum vegum, grýttum malarvegum og þröngum þjóðleiðum sem ýms- ir myndu eflaust kalla torfæmr. Ég hef gmn um að ýmsum útlendingum þætti landið helst til gróft. Þó sjá þeir víða gróft, svo sem í Portú- gal og í Grikklandi, en þar eru vegimir breiðari og betri en hér. Þó em til breiðir og góðir fjall- vegir á Islandi, til dæmis um Kerlingarskarð og Fróðárheiði og Útnesvegur. En hér er líka sægur af þvengmjóum og grófum götum, svo sem á heiðunum við Húsavík. Ég tel þessa vegi þó alla fullboðlega hvaða rallkappa sem er og held að ekkert sé því til fyrirstöðu að halda hér á landi alþjóðlega rallkeppni.“ Marga hryllir við tilhugsuninni um ísland sem alþjóðlegt rallland. Þeir sjá í anda tryllitæki fara um viðkvæman gróður landsins líkt og storm- sveipi og skilja eftir sig auðn. Jón segir að slíkur ótti sé ástæðulaus. „Það má ósköp vel búa þannig um hnútana að menn fari með gát. Mér finnst það algerlega þess virði að íslendingar taki þátt í þessum stóru keppnum. Þar velta menn svo hrikalegum upp- hæðum. Hins vegar flnnst mér frumskilyrði að við sem þekkjum landið og viðkvæma náttúru þess sjáum um framkvæmd slíkrar keppni. A þann hátt má koma í veg fyrir gróðureyðingu ogjandníðslu." í framhaldi af þessari umræðu víkjum við talinu að íslandsrallinu svokallaða sem haldið var fyrir nokkrum árum. „Við Ómar vorum nýdottnir úr Ljómanum þegar þessi keppni var haldin," segir Jón, „og til þess að bæta okkur upp vonbrigðin þar á- kváðum við að taka þátt.“ Að sögn Jóns fékk þetta rall mjög ósann- gjama umijöllun í islenskum blöðum og almenningur var búinn að mynda sér neikvæða skoðun á þessu löngu áður en keppni hófst. Það var Frakki sem hafði umsjá með rallinu og að mati Jóns fóru islenskir aðiljar illa með karlinn. Menn veigruðu sér ekki við að kalla hann kolóðan landníðing og öðrum misfögrum nöfnum. Fransarinn stóð sig þó með mikilli prýði og var harður á því að keppendur færa vel um landið. Aftur á móti mætti hann litlum skilningi hjá yfirvöldum og var oft hafður fyrir rangri sök. „Eg get nefnt sem dæmi,“ segir Jón, „að meðan við biðum eftir starti á melunum uppi við Hlöðufell skammaðist Frakkinn í keppend- um sem höfðu stigið út fyrir veginn. Mig minnir að þeir hafi fyrir einhverja slysni markað fót- spor í sandinn sem er þama allt í kring. Hvað um það, meðan karlinn var að skamma kepp- enduma kom skyndilega fjórhjóladrifinn jeppi æðandi utan úr móunum. Þetta tryllitæki tætti upp allan sjáanlegan gróður og spólaði af öllum kröftum þama á miðjum melunum. Karlgreyið hætti að skammast og varð hreinlega eitt spum- ingarmerki í framan. Þegar við komum niður á Laugarvatn var þar mættur lögfræðingur ásamt fulltrúum frá sýslumanni sem tóku af Frakkanum skýrslu og vildu meina að hann hefði átt þátt í þessum skemmdum uppi á há- lendinu. Mér fundust þetta svona heldur ómannúðlegar aðfarir miðað við þá aðgát sem karlinn sýndi.“ Jóni fannst einnig sorglegt að sjá hvemig ís- lendingar gengu um sitt eigið land. „Mér er sérstaklega minnisstætt atvik sem átti sér stað þegar við keyrðum úr Bárðardal á Sprengisand," segir Jón. „Frakkinn var búinn að raða bílunum niður eftir veginum, gekk um með gjallarhom og brýndi fyrir mönnum að fara ekki út af. Meðan við biðum komu þama nokkrir íslendingar á stærðaijeppum til þess að skoða keppendur. Þeim datt ekki annað í hug en keyra utan vegar fram úr allri bílalestinni. Frakkanum fundust þessar aðfarir íslending- anna skrýtnar; allt sem honum var harðlega bannað að gera gerðu þeir án þess að blikna eða blána!" Við Jón höfum rætt vítt og breitt um rallakst- ur og nú víkur talinu að ökuleiðum. Ég spyr hvort hann eigi sér einhveijar uppáhaldsleiðir: „Isólfsskálavegurinn hér suður með sjó er alveg rosaleg leið. Þar úir og grúir af kröppum beygjum og þar nær maður miklum hraða. Lyngdalsheiðin er ekki ósvipuð - feiknarlega góð rallbraut. Þá finnst mér ákveðinn sjarmi yfir heiðunum við Húsavík. Mörgum þykir þetta helst til róleg leið og gróf en því er ég alls ekki sammála. Mér finnst reyna meira á hreina ökuleikni á Húsavíkurleiðinni en nokk- urri annarri leið. Þar bíða steinar í öllum köntum eftir að fá að narta í dekkin hjá manni, beygjumar era stanslausar og moldarbörðin óvægin við að kasta mönnum í loftið eða velta þeim á hliðina!" Ralltímabilið á íslandi er 6 mánuðir og fara tvær helgar á mánuði í undirbúning og keppni. Af þessu má ráða að sportið er alltímafrekt. Þó spyr ég Jón hvort hann stundi eitthvað ann- að samhliða rallinu: „Mér hefur verið boðið í lax, golf og ýmis- legt fleira en hef alltaf haft vit á því að segja nei. Ég tel það alveg ógjöming að stússast í meira en þessu ralli. Eg er líka með þeim ósköp- um gerður að ef ég fæ áhuga á einhveiju þá verður það að dellu og er víst alveg nóg að vera með eina í einu.“ ,,Ég er líka með þeim ósköpum gerður að ef égfœ áhuga á einhverju þá verður það að dellu. “ Þó segist Jón spila fótbolta með nokkram vinum og kunningjum og hann hefur starfað með Fram um langt skeið, keppt með fyrsta flokki og verið í stjóm félagsins. „Ég tók fót- boltann aldrei eins alvarlega og rallið," segir hann. „Sem krakki var ég alltaf í sveit á sumr- in og gat litið sinnt boltanum. Þegar ég var 16 ára byijaði ég svo að búa og byggja upp. Þá vann maður tvöfalda vinnu svo lítill tími var afgangs til frístunda." Jón giftist 17 ára gamall og heitir kona hans Petra Baldursdóttir. Þau eiga þijú böm, þau Sveinbjörgu, sem er 24 ára, fyrmefndan Rúnar, sem er 17 ára, og Baldur, sem er 13 ára, og þá hafa tvö bamaböm bæst í hópinn. 38 VIKAN 34. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.