Vikan


Vikan - 20.08.1987, Page 42

Vikan - 20.08.1987, Page 42
Draumar BANVÆN SÝKI Kæri draurnráðandi. Ég vona að þú getir sagt mér eitthvað um þennan draum. Ég er búin að hugsa mikið um hann. Mig dreymdi að ég væri veik og að læknir hefði komist að því að ég væri með banvæna sýki. Ég var sett á Landspítalann, var mér sagt, en þetta var frekar staður fyrir fólk sem er að deyja. Systir mín var þarna og við vor- um að rífast mikið og hún sagði mér að ég væri hérna af því að „þau“ vildu losna við mig. Ég held að hún hafi meint X og Z. Ég fékk oft brjálæðisköst, átti að lýsa sýki minni. Mér fannst að þessi sýki ætti að vera í bakinu en samt ekki. Ég skildi ekki almennilega hver forstöðukonan (eða yfirhjúkkan) ætti að vera en hún var að minnsta kosti mjög tengd mér. Yfirhjúkkan var mjög leiðinleg við mig og ungur læknir líka. Ég ákvað að flýja á Borg- arspítalann en ég sagði systur minni ekki hvert ég ætlaði að fara, bara að ég ætlaði að fiýja. Við vorum að rífast og þá hljóp ég burt og út í móa. Ég sá Borgarspitalann í fjarska og hljóp og hljóp. Ég ætlaði ekki að gefast upp. Ég vissi að það væru góðir læknar á Borgarspítal- anum sem gætu læknað mig. Systir mín kallaði á mig og hrópaði: „Þau munu ná þér og setja þig inn aftur.“ (Hún meinti yfirhjúkkuna og AÐ SPILA ROMMÍ EÐA D Kæri draumráðandi. Þú verður að birta þetta. Þú mátt ekki henda þessu. Svona hljóðar draumurinn: Mér fannst ég vera að koma af balli með vinum mínum og við ætluðum að fara í partí til einnar stelpunnar. Allt í einu er ég svo komin í hús til konu sem ég þekkti þegar ég var lítil. Er maðurinn, sem á með henni þrjár stelpur, að strauja en hún og ég sitjum saman og erum að tala saman. Var ég að spyrja hana hvernig hún næði endum saman með þrjá krakka á framfæri. Hún segir: „Ég fæ heilmikið borgað frá ríkinu og svo borgar hann X mér þegar hann á peninga." Spila- stokkur er á borðinu. Ég bendi á hann og spyr hvort við eigum að spila rommí eða D (við bjuggum það til). Hún vildi spila D. Hún spyr hvað klukkan sé. Ég lít á klukkuna og segi: „Æi, hún er biluð.“ Svo fer ég frá henni því að ég á að keppa í hjólböruakstri en rétt lækninn.) Síðan sá ég frá sjónarhóíi yfirhjúkk- unnar og læknisins að þau ætluðu að gifta sig og ég hugsaði að þá myndi allt versna því að þá stæðu þau meira saman. Siðan sá ég þau á hlaupum að leita að mér. Ég heyrði systur mína kalla og kalla, hún var meira að segja með svona tón: „Þau ná þér, ha, ha, þú kemst ekki.“ Eg komst samt inn i Borgarspítalann og fór upp á hæð þar sem ég taldi að væri hægt að finna góða lækna. Þegar ég átti eftir fimm tröppur upp á hæðina þá skreið ég, ég gat ekki meira. Þá stóð vinkona mín eða systir mín þar í efstu tröppunni og hjúkrunarkonan líka og þær voru mjög ánægðar að sjá mig. Það eina sem ég gat sagt var: „Ég er með sýki og læknir á Landspítalanum sagði að hún væri ólæknandi en hér eru góðir læknar, það veit ég...“ Síðan vaknaði ég eftir uppskurðinn (í draumnum) og ég var hraust en ég var með járn í bakinu eða einhvers staðar þar. Mamma var komin og systir mín og þær voru ánægð- ar að sjá mig hressa. Hjúkrunarkonan sagði við mig að ég yrði að vera inni í viku og ég sagði þá við mömmu að þá þyrfti ég ekki að vera að vesenast neitt um verslunarmanna- helgina. áður en ég legg af stað er ég alveg rosalega spennt og segi: „Ég held bara að hjartað í mér brotni alveg í þúsund mola.“ Svo hleyp ég af stað með hjólbörurnar en dett um lítinn stein. Svo var ég komin á sjúkrahús. Þá hringdi vekjaraklukkan. Jordan / þessum draumi erfátt táknrœnt en það sem er það er fremur farsœlt og þá fyrir þig sjálfa, sennilega J'yrir jákvæðum atvikum í sambandi vió skóla eða vinnu. A-HA Kæri draumráðandi! Aðfaranótt 20. júlí síðastliðinn dreymdi mig einkennilegan draum sem ég hef ekki getað gleymt. Ég var að fara á hljómleika með A-HA og vinkona mín, X, var með. Það var voða skrýt- ið í húsinu sem hljómleikarnir áttu að fara fram í, allt svo bjart og enginn troðningur. Ég var með spólu og kassettutæki með mér Ég vona að þú getir sagt mér eitthvað um drauminn. Ég hef svolitlar áhyggjur því að alltaf þegar mig dreymir systur mína þá skeð- ur eitthvað eða hún segir mér að ég megi ekki fara svona að, frekar hinsegin. Þegar ég geri eins og hún segir fer allt vel. Ég vona svo innilega að þú getir birt þennan draum í næsta blaði. E.A. Draumráóandi er ekki alveg viss hvernig ber að skilja seinustu orð draumsins. Ef þú hefur reynslu af þvi aó það sé þér til góðs að fara eftir ráðum systur þinnar í draumi, eins og helst er að skilja á þér, skaltu endUega gera það áfram. En draumurinn er marktækur engu aö siður þannig að hér kemur ráðningin. Draumurinn er óneitanlega fyrirboði erfið- leika og hindrana sem þér mun reynast erfitt að yfirstiga en með góðra vina hjálp mun þér engu að síður takast það eftir nokkra baráttu. Margt í draumnum bendir þó til að hann sé ekki að öllu leyti táknrænn heldur stafi hann af einhverju sem þú hefur ekki almennUega sœtt þig við eða gert upp við þig og eru það ef til vill samskipti ykkar systranna sem þar er um að ræða. og ætlaði að taka upp hljómleikana. Ég var fremst við sviðið við einhverjar tröppur. Svo hófust hljómleikarnir við mikil fagnaðaróp. Eftir svolitla stund var ég að horfa á söngvar- ann Morten og hann benti mér að koma til sín og sagði um leið „come-on“. Ég fór og hann tók um mig og hélt á mér og sneri mér í hring. Svo löbbuðum við til vinkonu minnar og ég strauk þá Morten í framan og um háls- inn. Ég fann þá að hann var með smáskegg. Svo sá ég stelpur í biðröð eftir að fá að kom- ast á sviðið. Þegar ég var komin til vinkonu minnar og horfði á Morten dansa við hinar stelpurnar sá ég eina stelpuna kyssa hann fyr- ir dansinn og ég velti því fyrir mér allt kvöldið hvers vegna ég hefði ekki kysst hann. Bæ, bæ. Rugla I Ijósi þess umstangs, sem var í kringum hljómleika A-HA, er þetta ekkert undarlegur draumur og mjög ósennilegt að hann sé tákn- rænn. Þaó er samt allt í lagi að nefna það til gamans að yfirleitt þykir það ágætt tákn að dreyma þekktar persónur. 42 VIKAN 34. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.