Vikan


Vikan - 20.08.1987, Side 45

Vikan - 20.08.1987, Side 45
Og þá er komiö að því langerfiðasta, nefnilega að húla með hálsinum. Til þess að það takist þarf maður að vera ofboðslega duglegur og með sterkan háls. Það þýðir ekkert að vera að borða og kyngja á meðan. Maður veröur að einbeita sér og sýna með svipbrigðum hve erfitt þetta er. Það borgar sig ekki að húla lengi með hálsin- um svo að höfuðið losni nú ekki af. Maður veit aldrei hvað getur gerst! Að lokum vil ég benda ykkur á að prófa að húla meö hringinn um mittið á meðan þið labb- ið. Það er hægt en er mjög erfitt. Þiö verðið þvi að æfa ykkur vel ef þið ætiiö svoleiðis í langan göngutúr. Nú er ég orðinn svo þreyttur að ég nenni ekki að sýna ykkur fleira í dag. Verið þið sæl. Fyrir stuttu fór íjölskyldan hennar Sigrúnar til ljósmyndara og lét taka af sér myndir. Sigrún tók bangsann sinn með sér og var í græna sparikjólnum sínum. Kolla syst- ir var líka í sínum sparifötum, sem eru nú svolítið skrýtin, en Óli bróðir á bara gallabuxur og mætti í þeim. Hann kom líka í vaðstígvélum en var látinn fara úr þeim fyrir myndatökuna. Mamma og pabbi voru mjög stolt af fjölskyldunni sinni og tóku ekkert eftir þegar Halldór Pétur litli stakk af. A mynd 1 sjáum við þessa finu fjöl- skyldu en á mynd 2 hefur eitthvað farið úrskeiðis hjá ljósmyndaranum því að á hana vantar hvorki meira né minna en 20 atriði. Getur þú fundið hver þau eru? Það er ekki átt við litina í myndunum sem geta verið mismunandi. 34. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.