Vikan


Vikan - 20.08.1987, Side 52

Vikan - 20.08.1987, Side 52
Teikning: Finnbogi Pétursson Strokumámm afKkpji og systir Rikku rugbái Smásaga eýiir Helga Má Ðavðason Pétur langaði heim. Hann var hér um bil viss um að hvergi í heiminum væri eins ömurlegt að búa og í Reykjavík. Það hlytu að vera öðruvísi staðir úti á landi - staðir þar sem allt var leyfilegt og fólki þætti gaman að vera. Afí og amma á Akureyri voru alltaf glöð og kát. Þar hlaut að vera skemmtilegt að búa. Þar var ef til vill hægt að fá að vera í friði. „Elskan, passaðu að bleyta ekki skóna þína!“ Hann tók nokkur skref aftur á bak frá vatnsbakkanum og settist á stein. Hann horfði í gráleitt vatnið og sá hvernig fölgrænar þúfurnar spegluðust í þvi. Þær virtust daprar og leiðar. Það var svo sem engin furða því þær hlutu að vera hræðilega einmana. Allt í kringum þær voru sandur, grjót og mold. Hann fór að hugsa um hversu dauflegt líf þeirra yrði ef þær hefðu ekki vatn- ið til að spegla sig i. Hann leit upp fjallshlíðina og sá þar stóra, hvíta díla sem hreyfðust hægt suður heiðina. Hann fylltist löngun til að hlaupa upp fjallið og reka þá eitt- hvað langt, langt í burtu. Hann hafði á tilfmningunni að þúfurnar óttuðust þá. Honum fannst sem þær hrópuðu á hjálp. „Kindur! Kindur! Elsku litli Pétur, komdu og bjargaðu okkur!“ 52 VIKAN 34. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.