Vikan


Vikan - 20.08.1987, Page 54

Vikan - 20.08.1987, Page 54
Strokumaðurinn af Kleppi og systir Rikku rugluðu „Ekki fara langt, elskan, við förum bráðum heim. Komdu heldur og vertu hérna hjá okkur!“ Nauðugur viljugur sneri Pétur við og settist aftur á steininn. Það hlyti að vera skemmtilegra að búa einhvers staðar annars staðar. Hann lét hugann reika norður yfir heiðar til ömmu og afa. Hann sá ömmu sína fyrir sér þar sem hún stóð í eld- húsinu með hárið bundið í hnút í hnakkanum. Hún var umvafín reykjar- mekki og þurrkaði annað slagið svitann af enni sér með svuntuhorninu. Glugg- inn var galopinn. Hún var að steikja kleinur. Svo kom afí inn, moldugur upp fyrir haus. „Ég skil ekki hvernig þú ferð að þvi að ata yfirskeggið á þér út i mold af því að taka upp kartöflur,“ sagði amma hlæjandi og kyssti hann létt á kinnina. Afi tók ofan gömlu derhúfuna, ýfði skeggið með vísifíngrinum og strauk svo hendinni yfir skallann. „Þetta er nú útivinna," sagði hann svo og nældi sér í nýbakaða kleinu. „Hættu þessu, drengur, ætlarðu að fæla alla fiskana í burtu?“ Pétur hætti að fleyta kerlingar og leit í áttina til pabba síns. „Náðu í nokkra plastpoka upp í bíl. Ég hlýt að' fara að fá’ann,“ sagði pabbi og þeytti önglinum ólundarlega langt út i vatn. Pétur hló með sjálfum sér. Þeir köstuðu sko ekki svona í sjónvarpinu - enda fengu þeir oftast nær fisk. Pabbi fékk aldrei neitt. Ekki einu sinni stígvél eins og þeir Tommi og Jenni. Hann rölti upp hólinn í átt að bílnum. Þegar hann var kominn upp á hæðina heyrði hann skyndilega lágan hlátur. Hann gekk á hljóðið og sá móta fyrir tveimur mannverum sem helgað höfðu sér svæðið milli tveggja birkihríslna sem óneitanlega settu svip á eyðilegt lands- lagið. Pétri þótti vænt um að sjá tré. Fyrir bragðið langaði hann þó enn meira norður til afa og ömmu en nokkru sinni fyrr. Hann ákvað að láta mannverurnar ekki sjá sig og faldi sig bak við stóran stein. Hann sá stelpu í rauðu pilsi og strák í svörtum buxum. Strákurinn var með strípur og tagl. Hann var með aðra höndina á rassinum á stelpunni og hin ráfaði um inni undir peysunni, yfir bringuna og magann. Að hverju skyldi hann vera að leita? Hafði hún kannski falið úrið hans inni á sér? Pétur þoldi ekki stríðnar stelpur. Ef til vill var hann að reyna að klófesta randaflugu sem skroppið hafði í heimsókn á forboðnar slóðir. „Djöfull dýrka ég á þér spenana," heyrði hann strákinn segja. Spenana? Hvilíkur asni. Hélt hann kannski að hún væri belja? „Hættessu,“ sagði stelpan og flissaði. „Dóni ertu. Kanntu enga mannasiði?" Og svo flissaði hún ennþá meira, blés upp i nösina á stráknum og faðmaði hann svo að sér. „Æ djöst lov jor es,“ sagði strákurinn. Af hverju var hann að tala útlensku við hana? Þau höfðu bæði talað íslensku rétt áðan. Skyndilega rifjuðust upp fyrir Pétri sögur af strokumönnum af Kleppi. Hann vissi raunar ekkert hver þessi Kleppur var en mamma hans hafði margoft hótað að senda hann þangað ef hann yrði ekki þægur. Hún var að mestu hætt þvi núna en stundum sagði hún að hún héldi hann ætti frekar heima á Skálatúni en í Álfheimunum. Pétur hafði séð Skálatún. Það var ósköp venjulegt hús úti á Seltjarnar- nesi, rétt hjá sundlauginni og húsinu hennar Siggu frænku. Hann hafði meira að segja séð fólkið sem bjó þar. Það virtist vera ósköp venjulegt. Hann hafði ekki hugmynd um hvernig mamma hans hafði fengið þá flugu í höfuðið að þar ætti hann heima. Honum fannst fint að búa í Álfheimunum. Kannski var þessi strákur strokumað- ur af Kleppi. Pétur hafði að minnsta kosti aldrei séð hann við Skálatún. „Vá, rosa er hann stór,“ sagði stelpan og tók andköf. Um hvern voru þau að tala? Pétur leit í kringum sig. Hann sá engan. „Langar þig að taka hann út?“ spurði strákurinn. „Oj, nei,“ sagði stelpan, yggldi sig og ýtti stráknum frá sér. Svo stóð hún upp, dustaði af sér rykið, lag- aði á sér hárið, henti sér aftur á strákinn, faðmaði hann, og svo rúlluðu þau nokkra hringi og námu svo staðar. Pétur hafði séð apa láta svona í sjón- varpinu. Hann var hissa og hálfskelkað- ur. Niðurstaða hans var sú að strákurinn væri örugglega strokumaður af Kleppi og stelpan líklega stóra systir hennar Rikku rugluðu sem bjó á númer átján. Rikka ruglaða var víst froska- heft. Það sagði mamma. Pabbi sagði aftur á móti að hann yrði að passa sig á henni því svona fólk gæti tekið upp á alls kyns kenjum. Pétur hafði grun um að Rikka væri göldrótt. Hann hafði les- ið ævintýri um frosk sem breyttist í prins þegar kóngsdóttirin kyssti hann, og einu sinni hafði hann séð Rikku éta orm. Svo hafði hún hlegið ógurlega og hoppað út á götu og næstum orðið fyrir bíl. „Djöfull langar mig að taka þig,“ sagði strákurinn. Svo kyssti hann stelp- una og allt í einu var eins og munnarnir á þeim limdust saman. Pétur hafði séð svona í sjónvarpinu. Fólki virtist þykja þetta gott, en Pétri fannst það ógeðs- legt. Hann var alinn upp við að forðast að borða út úr öðru fólki, snerta aldrei slefu úr litlum börnum og leyfa ekki ókunnugum að kyssa sig á munninn. Hann var viss um að strákurinn gæti ekki tekið stelpuna. Hún var feit en hann mjór og asnalegur með tagl. Hann gæti örugglega ekki loftað henni. „Lommér," sagði strákurinn. Pétur stóð upp og læddist i burtu. Það var ekkert gaman að horfa á þetta fólk. Hann var að auki hálfhræddur um að ef þau sæju hann myndu þau elta hann uppi, leggjast ofan á hann, fara með hendurnar inn undir peysuna, blása upp í nösina á honum og troða tungunni upp í hann. Mamma yrði alveg brjáluð ef hún sæi hann illa gyrtan. „Þarna ertu þá, elskan. Hvar hefurðu verið? Við vorum orðin svo hrædd.“ Mamma kom á móti honum, faðmaði hann að sér og strauk honum um hárið. 54 VIKAN 34. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.