Vikan


Vikan - 20.08.1987, Síða 56

Vikan - 20.08.1987, Síða 56
SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 23.-29. ÁGÚST HRÚTURINN 21.mars-20. apríl Ýmislegt verður til að setja strik i reikninginn hjá þér og rugla þig í ríminu um stundarsakir. Haltu ró þinni. Ef þú tekur því sem að höndum ber með þolinmæði mun allt smella saman að lokum og ekki verða verra en upphaflega stóð til. VOGIN 24.sept.-23.okt. Nú er mál að hugsa sér til hreyfings. Það gerist ekkert ef menn láta sér nægja að velta vöngum en hopa þegar til kastanna kemur. Þú hefur í rauninni ekki miklu að tapa og auk þess er hreint ekki nauðsynlegt að brjóta allar brýr að baki sér. NAUTIÐ 21.apr0-21.mai Afrakstur erfiðis þíns kemur í ljós í næstu viku og mun það mál manna að þú sért vel að umbun kominn. Sennilega neyð- istu þó til að taka meiri ábyrgð en þér er ljúft en það er þroskandi að kljást við þau verkefni sem þér eru ætluð. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þér finnst hlutur þinn fyrir borð borinn og unir því illa. Ekki er þó tímabært að láta sverfa til stáls því að eins og er ertu ekki í stakk búinn til að fylgja málum nægilega eftir og lyktir gætu hæglega orðið þær að þú stæðir verr að vígi en áður. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Þér tekst snilldarlega að sigla milli skers og báru og mátt sann- arlega vel við una. Smámunir geta hæglega undið svo upp á sig að til vandræða verði og fyllilega fyrirhafnarinnar virði að stemma stigu við slíku. Þín bíða því sannkölluð þarfaverk. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Það er létt yfir þér og þér sýnast allir vegir færir. Nú ríður á að nota byrinn til góðra verka og gagnlegra í stað þess að láta sér nægja að sitja í upphafinni sæluvímu enda synd ef þú nýt- ir ekki eitthvað af tækifærunum sem þér bjóðast. KRABBINN 22. júní-23. júlí Þú hefur sett þér markmið og ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa um hvert þú stefnir. Ef til vill skuldarðu einhverjum skýringar og ættir að leggja lykkju á leið þína til að hugnast þeim sem vilja þér vel. Ekki hentar að koma eins fram við alla. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Gerðu grófa fjárhagsáætlun. Það er ekkert skemmtiverk en áður en langt um líður þarftu að hafa á reiðurn höndum upp- lýsingar sem skipta sköpum um næstu misseri. Því betur sem þú ert undirbúinn þeim mun meiri verður ávinningurinn. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Á döfinni eru freistandi bollaleggingar um ferðalög og vel- gengni í samskiptum við fólk. Ekki er annað að sjá en þetta geti allt gengið upp þótt sumt kosti fé og fyrirhöfn. Taktu ekki á þig meiri fjárhagsskuldbindingar en þú ræður vel við. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Þú verður venju fremur mikið á ferðinni í næstu viku og fátt virðist geta komið í veg fyrir það. Því skaltu spara þér að finna upp afsakanir ef þú nennir ekki en ganga að þessu með já- kvæðu hugarfari og hafa svo mikla skemmtun af sem kostur er. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Þú mátt vel við una ef þér tekst að halda í horfinu og ættir ekki að efna til nýbreytni af nokkru tagi. Hafðu gát á fjár- hagnum. Margur heldur auð í annars garði og einhverra hluta vegna stendur einhver i þeirri meiningu að þú sért aflögufær. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Þú hefur heldur betur tekið skakkan pól í hæðina og svo virð- ist sem aðrir hafi áttað sig á því á undan þér en ekki lagt í að gera þér viðvart. Þetta breytir ekki miklu svo framarlega sem þú brýtur odd af oflæti þinu og viðurkennir mistökin strax. 56 VIKAN 34. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.