Vikan


Vikan - 20.08.1987, Qupperneq 58

Vikan - 20.08.1987, Qupperneq 58
Texti: Ásgeir Hannes Eiríksson ELVIS PRESLEY Kóngurinná Glæsivöllum VIKAN í pílagrimsfe Það var pása í hljóðstofunni hjá Sólskífum í Memphisborg einn góðan veðurdag sumar- ið 1954. Þeir voru að reyna að hljóðrita nokkur sveitalög með nítján ára vörubíl- stjóra hjá rafbúð einni í borginni en fundu sig ekki í faginu. En allt i einu fór stráksi að fiflast með hljóðnemann og valhoppaði um salinn - var ýmist uppi á tánum eða niðri á hnjánum en stakk sér loks í splitt á gólfmu og sneri sér í hring. Félagar hans horfðu furðu lostn- ir á hann syngja fullum hálsi óðinn til móður sinnar: „Þetta er allt í góðu lagj, mamma.“ Þeir höfðu aldrei séð annan eins fótaburð á ævinni. „Hvur fjandinn er nú þetta?“ spurði gátt- aður upptökustjórinn. Félagamir ypptu öxlum og svöruðu: „Við höfum ekki hug- mynd.“ „Það gerir ekkert til,“ sagði upptakarinn og kveikti á græjunum sínum: „I guðs bænum, haldið þessu áfram.“ Þar með var brotið blað í sögu tónlistar i heiminum. Elvis Aron Presley var mættur á svæðið með sinn eigin tón og limaburð og síðan ekki söguna meir. Tíu áv í valnum Enginn Ameríkani er þekktari um heims- byggðina í dag en vinur okkar og vömbíl- stjórinn forðum hjá rafbúðinni í Memphis í Tennessee. Önnur tiginmenni fyrir vestan falla öll í skuggann af þessum sönglandi Suðurríkjaslána og gildir það jafnt um for- seta og leikhúsfólk eða skáld og herforingja. Elvis Aron er heimagangur hjá mörgum kynslóðum af góðu fólki í öllum þjóðlönd- um heimsins. Heilu byggðarlögin af heimil- um yngri foreldra þjóðanna em viðurkennd sambandsríki í traustu konungsveldi hans - heimsveldi rokksins. Nú em tíu ár liðin síðan rokkkóngurinn Elvis féll í valinn í Memphisborg á bökkum Mississippimóðu þann 16. ágúst 1977. En kóngurinn hefur ekki fallið í gleymsku og dá heldur vex minning hans með hveiju árinu sem líður og hefur ríki hans í æðra veldi. Og þegar konungsríki halda áfram að vaxa löngu eftir dauðann skiptir ekki lengur máli hvort sjálfur konungurinn var með blátt blóð í æðum eða af fátæku bergi brotinn. Tómtinn og taktuvinn Elvis Presley óx úr grasi í trúhneigðu sam- félagi almúgafólks í bænum Tupelo í Mississippifylki í hjarta Suðurríkjanna. For- eldrar hans höfðu ekki mikinn þéttan leir á milli handanna. Fhðir hans ók lengst af vömbíl hjá grænmetisverslun og hvatti son- inn til að læra rafvirkjun. Hús fjölskyld- unnar stóð í úthverfí bæjarins í nábýli við svart fólk. Presleyfólkið var kirkjurækið og kirkju- sókn fylgdi kirkjusöngur. Sveinninn Elvis undi hag sínum vel undir söngnum og sér- staklega sperrti hann eymn við trúarsöng negranna í svartri messu og þótti mikið koma til tónlistar þeirra við messugjörðina og látbragðs í hita leiksins. Enda er óvíst að trúarhiti svertingja við negramessur eigi sér nokkra hliðstæðu í kristnu trúarlífi í dag. Og þama fann Elvis Presley bæði tóninn og taktinn fyrir sigurgöngu sína mörgum ámm síðar á ævinni. Kóngur margra kynslóða Afrek Elvis em þó i rauninni ekki önnur en að hafa piýðilega söngrödd úr barka náttúmnnar og hreyfa hægri fótinn öðm- vísi en annað fólk. En þetta var líka alveg mátuleg afrekaskrá fyrir milljónir ungs fólks 58 VIKAN 34. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.