Vikan


Vikan - 20.08.1987, Side 60

Vikan - 20.08.1987, Side 60
Hér gat kóngurínn horft á þrjá mismunandi kappleiki í einu og dottað í sófanum um leið. Hestar kóngsa naga svörðinn á túni Glæsivalla en seppi karlinn er farinn. skólahús á hægri hönd og kirkja fjær en mótelgisting skammt undan. Maðurinn á mótelinu sagði Vikunni að kakkalakkar væru í sókn í borginni um þessar mundir. Hafí Vikan dregið það í efa þá hvarf allur vafi um nóttina. Húsið Glæsivellir er ekki stórt hús eftir ameríska draumnum og þolir illa saman- burð við mörg skrauthýsin sem auðkýfmgar landsins hafa reist sér með allt að fimm hundruð herbergjum á fleiri þúsund ekrum lands. Það er jafnýel ekki nema meðalhús á íslenska vísu og svona eins og rúmlega tvöföld Stöng í Þjórsárdal og tólf sinnum minni en Seðlabankinn við Amarhól. En það gerir ekkert til. Þetta er ekki spuming um stærð. Kirkjan og tónninn Ríki Glæsivalla er heldur ekki af venjuleg- um efnisheimi jarðar og upphefö hússins verður ekki mæld í lengdarmetrum undir súð. Hún kemur að utan, beint utan úr nágrenni hússins og fólgin í þeim jarðvegi sem umhverfis er. Elvis er áfram sjálfum sér næstur og velur því kastalanum stað í návist sinnar svörtu messu. í skugga Glæsivalla em nefnilega fleiri kirkjur fyrir svarta heldur en hvíta og þegar Vikan situr á sunnudagsmorgni í svartri Rokkið er klingjandi píanó og slitiim strengur Tónlistarheimurinn skiptist bæði i lönd og álfur og stærstu meginlöndin í heimi tóna eru setin af hinni sígildu tónlist, eins og þeir kalla hana. Til heiðurs henni halda öll helstu menn- ingarríki heimsins úti bæði glæsilegum hljómleikahöllum og margbrotnum sinfóníu- sveitum og þykir menningarauki. Sígild verk eru þau ein verk talin sem unn- in voru fyrr á öldum og eftir síðustu aldamót er almennt talað um dægurtónlist og síðar popplög. En þá kom rokkið til sögunnar. Rokktónlistin átti erfltt uppdráttar hjá full- orðna fólkinu svokallaða á sjötta áratugnum og jafnvel lengur á meðan börn og unglingar síns tíma fíluðu hana í botn. í einfeldni sinni náði rokkið nýju og áður óþekktu hámarki í heimi listanna - færðist nær fólkinu en önnur tónlist sem er kölluð sígild í dag. Það tók rokktónlist því ekki nema þrjá áratugi að verða sígilt tónlistarform í vitund yngr; kynslóða. Mörg gömlu brýnin úr hópi fyrstu rokkaranna munu því lifa þann dag þegar tónlistin þeirra veltir ýmsum gamla meistaranum af stalli í höllu drottningar. Kynslóð rokksins á sjötta áratugnum hefur nú slitið barnsskónum og er óðum að ryðja sér til rúms í valdastofnunum þjóða heimsins. Með vaxandi áhrifum rokkaranna í þjóðlíflnu vex vegur rokksins að sama skapi, enda er nú að skella ný bylgja af rokki yfir heims- byggðina. Staðir á borð við Hart Kaffi Rokk í Kringlunni spretta upp um heiminn en þar er leikið rokk undir borðum allan daginn. Týnda kynslóðin er fundin rokkandi í Hollívúdd á kvöldin. Breiðvangur mikli í Breiðholti bauð síðasta vetur upp á vandaða dagskrá með rokki og nýjar útvarpsstöðvar slást um að spila görnlu rokkplöturnar allan sólarhringinn. Rokkið er einföld og græskulaus tónlist. Aheyrandinn greinir hvert hljóðfæri óma fyrir sig og finnur að þau eru knúin af mannavöld- um en eru ekki einn allsherjar tæknivæddur gnýr frá vélasamstæðu með tölvuheila - fastur taktur í rafmagnsborði. Rokkið er klingjandi pianóhljómur af fingr- um fram og slitinn gítarstrengur á sviði. Trommurnar eru strengdar húðir á gjörð og barðar áfram með harðri hendi. Og lúðrar eru þeyttir og blásinn rámur saxófónn. En bak við syngja gáskafullar raddir sin töfraorð og hummað er létt í barm - einn fyrir pening- ana og tveir fyrir sýninguna. Rokkið er þegar fingur smella hátt og hend- ur klappa í lófa en slett í góm og hlegið. Sporið er stigið frá hæl upp á tá og út á hlið. Gólfið. Rokkarnir munu ekki fá að þagna úr þessu. 60 VIKAN 34. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.