Vikan


Vikan - 20.08.1987, Side 61

Vikan - 20.08.1987, Side 61
messu og horfir á negrana taka á móti himnaríki á jörðu skilur hún sjálf hvemig Elvis Aron fann tóninn rétta í guðspjöllin sín. Morgunstund í Full Gospel Tabum- akkli hjá séra A1 Green, safnaðarpresti og fyrrum stórsöngvara, er ómaksins verð fyr- ir alla. Tíkin og þotan Árlega kemur hálf milljón ferðamanna til Glæsivalla að forvitnast um hagi hins látna eða í pílagrímsferð eins og við. And- spænis húsinu handan við Elvis Presley breiðgötuna standa miklir söluskálar og sýningarhús þar sem boðið er upp á alla nauðsynlega fylgihluti við goðsögnina um kónginn Elvis. Þar em líka þotur konungs- ins og er sú stærri eins og meðalmillilanda- flugvél Flugleiða og heitir Lísa María í höfuðið á prinsessunni á bænum. Á fag- máli heitir hún hins vegar Convair 880 Jet og notaði Elvis hana einkum til að sækja sér samlokur með hnetusmjöri í næsta fylki. Á sjálfum Glæsivöllum er húsbúnaður söngvarans á sínum stað: verðlaunagripir og gullplötur, klæðnaður og spariföt jafnt sem viðhafnarskrúði. Sérstaka athygli vakti þó safn konungsins af lögreglumerkjum en sjálfur Richard M. Nixon, félagi vor og vinur, útnefndi Elvis sérstakan löggæslu- mann á sviði fikniefna. Utan við liúsið er kongunglegur bílafloti og mótorhjól. Hestar naga rýran grassvörðinn og hundur meist- arans er ekki langt undan. í lok pílagrímsferðarinnar nemum við staðar við lítinn heimagrafreit í garði Glæsi- valla og drúpum höfði við leiði konungsins. Þrátt fyrir allt hvíla þama bein af fábrotnum dreng sem öðlaðist meiri frægð og miklu hraðar en hann tók á móti sjálfur. Því fór sem fór og kóngurinn kvaddi saddur líf- daga á besta aldri. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og hljómplatan heldur áfram að vera helgur dómur í tónlist heims- ins. í golunni blaktir fárú handan við götuna og á hann er skrifað: Ég er stoltur Suður- ríkjamaður. Hestamir naga áfram svörðinn en hundurinn er farinn. Vikan heldur heim á leið og skammt undan er áin, Miss- issippi, móðir vatna. En þetta er allt í lagi, mamma. Elvis um aldur og ævi. Hvíldu í friði, vinur. Haldið heim úr vinnunni. Endurnar á Peabodyhótelinu í Memphis marséra úr gosbrunninum og fara upp í þakíbúðina sína i lyftunni. Endiur í einni röð: I viiuiuna efdr rauðum dregli Gömul og ný hótel um víða veröld hafa mörg hver einhver sérkenni til að laða að sér ferðafólk. Sum eru vel í sveit sett í fögru hér- aði og önnur eru í sögulegu umhverfi. Þá eru víða keyptir dýrustu skemmtikraftar til að gleðja gesti og gangandi. Svona má áfram telja. I miðri Memphisborg er virðulegt Peabody- hótelið og hafa plantekruskáld Suðurríkjanna farið um það lofsamlegum orðum. Sagt að óshólmar Mississippimóðu byrji þar á barnum í svipmiklum forsal við sjálfspilandi píanóið. En það eru hvorki orð skálda né önnur mannanna listaverk sem draga hundruð ferðalanga á Peabodyhótelið tvisvar á dag, ónei. Það eru ósköp venjulegar endur. í voldugum gosbrunni i miðjurn forsainum svamla nokkrar endur allan liðlangan daginn. En klukkan fimm er vinnutíma þeirra lokið eins og hjá venjulegu fólki víða í borginni. Þá yfirgefa endurnar gosbrunn sinn og mars- éra við glymjandi undirleik eftir rauðum dregli inn í lyftu og upp á hótelþakið. Þar búa end- urnar í vellystingum praktuglega og væsir ekki um þær frekar en aðra hótelgesti. Á morgnana fara endurnar svo aftur á stjá og spígspora eftir dreglinum góða í vinnuna niðri í gosbrunninum. Með þessum óvenjulegu gönguferðum fylg- ist múgur og margmenni á hverjum degi og eru Peabodyendurnar fyrir löngu orðnar eitt þekktasta kennileitið í átthagafræði borgar- innar. Þær eru fastur liður í öllum helstu skoðanaferðum fyrir túrhesta í Memphis. Peabodyhótelið rekur myndarlegt andabú til að halda við þessum göfuga ættstofni. Á löngum ferli sínum hafa þessar ágætu endur hlotið margvíslegan sóma og eru til dæmis heiðursborgarar í Disneylandi og eru vel að heiðrinum komnar. Vikan hefur víða ratað á ferð sinni um dagana en skrúðganga andanna á Peabody- hótelinu í Memphis er einhver merkilegasta uppákoman í ntinningabók hennar. 34. TBL VIKAN 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.